Pistlar Ritstjóraálit Stjórinn

Viðbrögð Rauðu djöflanna við ráðningu José Mourinho

Fljótlega eftir að tilkynnt var um ráðninguna á José Mourinho fengum við þessa spurningu frá dyggum aðdáenda síðunnar:

https://twitter.com/kristjanatli/status/736190544662155264

Sjálfsagt mál, Kristján Atli, sjálfsagt mál. Göngum á línunna:

Spaki maðurinn

1. Hvað finnst þér um ráðningu United á José Mourinho?

Fyrir þremur árum gerðist það að Sir Alex Ferguson tilkynnti að hann ætlaði að hætta sem stjóri United og fór maður þá ósjálfrátt í miklar hugleiðingar um hver gæti orðið verðugur arftaki hans. Í þeim hugleiðingum komst ég þeirri niðurstöðu að Mourinho væri það einfaldlega ekki. Persónulega vildi ég sjá hinn brosmilda og heillandi stjóra Dortmund, herra Jurgen Klopp, taka við keflinu. Mínar helstu ástæður fyrir að vilja ekki sjá Mourinho hjá United voru: Lesa meira

Staðfest Stjórinn

José Mourinho er nýr framkvæmdastjóri Manchester United *staðfest*

https://twitter.com/ManUtd/status/736112790130151425

Mourinho skrifar undir þriggja ára samning með framlengingarmöguleika og segir.

To become Manchester United manager is a special honour in the game. It is a club known and admired throughout the world. There is a mystique and a romance about it which no other club can match.

„I have always felt an affinity with Old Trafford; it has hosted some important memories for me in my career and I have always enjoyed a rapport with the United fans. I’m looking forward to being their manager and enjoying their magnificent support in the coming years. Lesa meira

Stjórinn

José Mourinho tekur við United… nánast staðfest

Verst geymda leyndarmál fótboltaheimsins undanfarna mánuði er ekki leyndarmál lengur:

José Mourinho tekur við stjórn Manchester United af Louis van Gaal!

Sky Sports birti frétt áðan þess efnis að José hefði skrifað undir og Craig Norwood sem er fyrrverandi ljósmyndari United og með traustar heimildir tók undir það.

https://twitter.com/CraigNorwood/status/735870819721695233

Reyndar slær Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News varnagla við þessum fréttum Lesa meira

Stjórinn

José Mourinho á leiðinni

Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var ekki byrjaður þegar fréttir bárust frá öllum helstu miðlum: José Mourinho verður nýr framkvæmdastjóri Manchester United í næstu viku. Það sem var ólíkt fyrri fréttum af sama efni var að miðlar á borð við Daily Telegraph og BBC birtu þetta eftir eigin heimildum, án þess að vitna í aðra sem er venjan með slúður.

Þegar bikarinn var unninn voru þessar fréttir orðnar á alla vitorði og það er vel skiljanlegt að Louis van Gaal hafi svarað þessu með að taka bikarinn inn með sér á blaðamannafundinn eftir leikinn og notað hann til að svara fyrir sig Lesa meira