Það var fallegt sumarveður í Manchesterborg í dag. Sólin skein og andrúmsloftið á Old Trafford var jákvætt. José Mourinho var búinn að gefa það út að rjóminn af yngri leikmönnum félagsins myndu fá tækifæri til að spila á þessum magnaða heimavelli. Gengið í deildinni í vetur var ekkert annað hörmung en samt var allt svo jákvætt eitthvað í dag.
Leikskýrslur
Southampton 0:0 Manchester United
Í apríl 1991 komst Manchester United í úrslitaleikinn í Evrópukeppni bikarhafa. Þrátt fyrir að það væru ennþá nokkrir leikir eftir í deildinni og liðið gæti náð 3. sætinu ákvað Alex Ferguson að leggja alla áherslu á úrslitaleikinn og rótera mönnum í síðustu deildarleikjunum. Enginn af þeim 11 sem spiluðu úrslitaleikinn byrjaði í öllum leikjunum heldur róteraði Ferguson duglega á milli leikja, þrátt fyrir að þessir síðustu leikir í deild væru gegn erkifjendunum í Manchester City, gegn toppliði Arsenal, gegn Tottenham Hotspur og Crystal Palace. Enda fór svo að liðið vann ekki síðustu 3 leiki sína heldur tapaði 2 og gerði 1 jafntefli, sjötta sætið varð niðurstaðan í deildinni. En það vissu líka allir þá hvert takmarkið var, takmarkið var að fara til Hollands og vinna Barcelona í úrslitaleiknum.
Manchester United 1:1 Celta Vigo
Manchester United fer í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tæpt var það, skrautlegt og dramatískt en það hafðist! Mótherjinn í Stokkhólmi verður Ajax frá Amsterdam sem tapaði fyrir Lyon í kvöld en vann viðureignina samanlagt 5-4.
Byrjunarliðið hjá Manchester United í kvöld var:
Varamenn:
De Gea, Jones, Smalling (89′), Carrick (77′), Mata, Martial, Rooney (86′).
Celta de Vigo 0:1 Manchester United
Liðið var ekki eins og ég spáði í gær, en það var samt nákvæmlega ekkert sem kom á óvart. Að Fellaini og Lingard sé treyst í stórleik er nákvæmlega það sem við var að búast, Jones var ekki nógu góður til að fara á bekkinn og það er of mikið að hafa báða miðverðina nýstigna upp úr meiðslum.
Varamenn: De Gea, Smalling, Young, Carrick, Mata, Martial, Rooney
Celta de Vigo spilaði enda 4-3-3 og þétt miðja var það sem sú leikaðferð kallaði á frá United.
Manchester City 0:0 Manchester United
Eftir mikinn baráttuleik skildu Manchesterliðin jöfn á Etihad vellinum. Manchester United er enn einu stigi frá Manchester City en bilið í Liverpool er núna 2 stig. Manchester United á enn leik til góða á Liverpool.
Byrjunarlið okkar manna í kvöld var svona:
Varamenn: Romero, Tuanzebe, Fosu-Mensah, Shaw, Young, Lingard, Rooney
Lið heimamanna í Manchester City var svona:
Varamenn: Caballero, Sagna, Fernando, Navas, Clichy, Gabriel Jesus, A. Garcia