Manchester United hefur staðfest kaup á argentínska leikmanninum Lisandro Martínez frá Ajax. Lágvaxinn en áræðinn leikmaður með góðan vinstri fót sem getur spilað bæði í vörninni og á miðju.
https://twitter.com/manutd/status/1548669013273747457?s=21&t=CG3NceIpLtFMYAFjQdcUrw
Talað er um að verðið sé tæplega 46 milljón pund, þ.e. 55 milljón evrur, með þeim möguleika að verðið geti hækkað um 10 milljón evrur í framtíðinni ef vel gengur hjá leikmanninum. Eitt merki um þá trú sem bæði Ajax og Ten Hag hafa á þessum snjalla leikmanni er að hann er nú orðinn þriðji dýrasti leikmaður sem Ajax selur frá upphafi, á eftir Frenkie de Jong og Matthijs de Ligt.