Fyrsti leikurinn sem maður flettir upp þegar leikjadagskráin er kynnt fyrir hvert tímabil verður spilaður á morgun. Erkifjendurnir í Liverpool mæta á Old Trafford!
Gefum Brendan Rodgers orðið:
https://twitter.com/jamespearceecho/status/642319360695136256
Þetta er hárrétt mat. Sigurvegari leiksins fær kraft í kjölfarið og sá sem tapar þarf að sleikja sárin. Þetta sáum við í fyrra, sérstaklega í eftir seinni leik liðanna. United sigldi Meistaradeildarsætinu heim á meðan Liverpool gaf eftir. Það er því allt öðruvísi stemmning fyrir þessum leik en í fyrra þegar manni finnst United þurfa að sanna það að Liverpool væri ekki búið að taka framúr United eftir frábært tímabil erkifjendanna, tímabilið áður.