Eftir góðan fyrri hálfleik og óþarflega erfiðan seinni hálfleikur náði Manchester United að landa sigri gegn WBA. Þrjú stig til viðbótar og það er þegar ljóst að Manchester United er að eiga sinn besta fyrri hluta deildartímabils frá því Ferguson lét af störfum. Liðið er að auki búið að vinna 3 útileiki í röð sem hefur ekki gerst áður á þessu tímabili, gerðist síðast í febrúar. Og svo má líka benda á að liðið er komið yfir 40 stiga múrinn og ætti því að vera öruggt frá falli. Gleðileg jól!
Marcos Rojo
Manchester United 1:1 AFC Bournemouth
Í dag tóku Manchester United á móti Bournemouth í fyrsta leik 27. umferðar. Fyrir leikinn var United í sjötta sæti og Bournemouth í því fjórtánda.
Með sigri á Bournemouth myndi United tryggja sé það að komast upp eitt sæti þar sem liðin tvö í sætunum fyrir ofan, Liverpool og Arsenal, myndu mætast síðar sama dag. Það var því til mikils að spila hjá okkar mönnum.
Mourinho talaði um að hann myndi núna fara nýta hópinn vel og stóð hann við þau orð með því að gera fjórar breytingar á liðinu. Luke Shaw fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik í langan tíma, Jones kom inn í vörnina og Carrick ásamt Wayne Rooney fóru á miðjuna. Liðið sem Mourinho ákvað að stilla upp í dag leit svona út:
Podkast Rauðu djöflanna – 30. þáttur
Maggi, Halldór, Björn Friðgeir og Sigurjón komu saman að þessu sinni og ræddu spilamennsku United undanfarið, stöðuna hjá Morgan Schneiderlin og leikinn framundan gegn Liverpool.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Crystal Palace 1:2 Manchester United
Að þessu sinni gerði Mourinho fjórar breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Tottenham um liðna helgi. Tvær breytinganna voru þvingaðar þar sem Eric Bailly og Juan Mata komu inn fyrir Valencia, sem tók út leikbann, og hinn meidda Mkhitaryan. Auk þeirra komu fyrirliðinn Wayne Rooney og Daley Blind inn fyrir Martial og Darmian. Liðsuppstillingin var því svona:
Varamenn:
Romero, Darmian, Fellaini, Lingard, Schweinsteiger, Young, Rashford
Di María og Rojo á skotskónum fyrir Argentínu
Marcos Rojo skoraði fyrsta mark Argentínu í 6-1 sigri þeirra á Paragvæ í undanúrslitum Ameríkubikarsins í nótt:
https://vine.co/v/eJltnzUDMeA
Ángel Di María skoraði síðan þriðja mark Argentínu:
https://vine.co/v/e1BWr93Eurq
og það fjórða:
https://vine.co/v/e1BZm1jetuM
og lagði loks upp fimmta mark þeirra:
https://vine.co/v/e1BiPwqxWOV
Argentína mætir Síle á laugardaginn kl 8 í úrslitaleik.