Fimm og hálfs árs dvöl Marouane Fellaini er lokið hjá United. United hefur staðfest að hann mun ganga til liðs við Shandong Luneng og söluverðið mun vera tíu og hálf milljón punda.
https://twitter.com/ManUtd/status/1091359161961586689
Það er óhætt að segja að enginn leikmaður United hafi verið jafn umdeildur jafn lengi og Fellaini. Allt frá því að hann var einu kaup David Moyes fyrsta, og eina, sumar Moyes í starfi, keyptur á síðasta degi gluggans, fimm milljónum dýrar en hann hefði verið nokkrum vikum fyrr og þar til Ole Gunnar Solskjær tók við starfi framkvæmdastjóra hefur hann verið Plan B holdi klætt. Stór og hálfklunnalegur og með betri móttökutækni með kassanum en fótunum, og reyndar betri á kassann en flestir leikmenn með fótunum.