https://twitter.com/manutd/status/1158340287028224001?s=21
Það eru rúm tvö ár síðan okkar eigin Halldór skrifaði:
Það er vert að minnast sérstaklega á varnarmanninn Harry Maguire. Hann er ungur leikmaður, mikill turn og gríðarlegur skallamaður. Lætur finna vel fyrir sér. Þrátt fyrir að Hull hafi tapað síðasta leik 2-0 þá valdi tölfræðisíðan WhoScored hann mann leiksins með 9,6 í einkunn. Það er fáheyrt að leikmenn nái slíkum einkunnum án þess að koma beint að eins og 2 mörkum auk þess að standa sig vel á öðrum sviðum. Einkunn Maguire útskýrist til dæmis af því að hann fór upp í 10 skallaeinvígi og vann 9 þeirra, vann allar 8 tæklingar sínar, komst 7 sinnum inn í sendingar andstæðinga, hreinsaði 7 bolta frá marki Hull, varði 3 fyrirgjafir, hafði betur í 5 af 6 skiptum sem hann reyndi að taka menn á og átti auk þess flestar marktilraunir síns liðs (4). Sannkallaður stórleikur hjá manninum.