Djöflavarpið

Podkast Rauðu djöflanna – 30. þáttur

Maggi, Halldór, Björn Friðgeir og Sigurjón komu saman að þessu sinni og ræddu spilamennsku United undanfarið, stöðuna hjá Morgan Schneiderlin og leikinn framundan gegn Liverpool.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: Lesa meira

Leikmenn Pistlar

Hver er Morgan Schneiderlin?

Það virðist sem Ed Woodward og Louis Van Gaal hafi ákveðið að taka létta yfirvinnu eftir að hafa staðfest kaupin á Matteo Darmian því varla var búið að tilkynna Ítalann áður en Þjóðverjinn, og heimsmeistarinn, Bastian Schweinsteiger var sagður hafa staðist læknisskoðun. Menn voru ekki hættir því fljótlega fóru sögur af stað að um að Morgan Schneiderlin hefði mætt í læknisskoðun aðeins nokkrum mínútum á eftir Schweinsteiger. Það virðist sem upprunalega plan Louis van Gaal (að vera búinn með flest sín kaup áður en liðið fer í æfingarferð til Bandaríkjanna) ætli að ganga eftir. Lesa meira

Félagaskipti Staðfest

Morgan Schneiderlin er kominn – STAÐFEST!

Morgan Schneiderlin, hinn 25 ára gamli varnartengiliður Southampton og franska landsliðsins, er loksins búinn að skrifa undir hjá Manchester United. Schneiderlin hefur verið máttarstólpi í sterku og skemmtilegu liði Southampton undanfarin ár ásamt því að vinna sér inn sæti í franska landsliðinu og spilaði m.a. með Frakklandi á HM sl. sumar.

https://twitter.com/manutd/status/620574682429784065 Lesa meira

Félagaskipti Slúður

Morgan Schneiderlin í dag?

Við bíðum nú eftir mynd af Bastian Schweinsteiger í United treyjunni en síðla kvölds í gær bárust þær fréttir að Morgan Schneiderlin hefði einnig verið í læknisskoðun og að United væri nú loks að ganga frá 24m punda kaupum á honum frá Southampton. Þetta kemur væntanlega í ljós í dag og þá ætti hann að fara með liðinu í æfingarferðina til USA ásamt Matteo Darmian, Bastian Schweinsteiger og Memphis Depay. Lesa meira