Nemanja Matić hefur verið staðfestur sem leikmaður Manchester United
https://twitter.com/ManUtd/status/892037452076134400
Orðrómur um að José Mourinho hefði áhuga á að fá sinn gamla leikmann til liðs við sig er gamall og jókst í vor. Þessi kaup hafa því verið lengi á döfinni en hafa tafist vegna þess annars vegar að Chelsea þurfti að kaupa Tiemoue Bakayoko frá Monaco og United var heldur ekki tilbúið að greiða þær 50 milljónir punda sem Chelsea vildi. Nú er þetta hvort tveggja klárt, talað er um að verðið sé 35 milljónir punda auk 5 milljóna aukagreiðslna.