Viðureignir Manchester United og Arsenal eru svo sannarlega ekki eins og þær voru hérna í kringum aldamótin. Það var mánudagsleg stemning hjá liðunum í kvöld þegar þau gerðu jafntefli. Enn vantar upp á hressleikann fram á við hjá United og það er ekkert skrýtið við það að United-fréttir gærkvöldsins og dagsins í dag snerust helst um hvaða sóknarmenn United ætla að reyna að fá í janúarglugganum.
Old Trafford
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast á Old Trafford
Síðast þegar Manchester United fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þá endaði það ekkert sérstaklega vel. United byrjaði á því að fara til Sevilla og gera þar markalaust jafntefli áður en liðið tók svo upp á því að tapa seinni leiknum á Old Trafford þegar Frakkinn Ben Yedder skoraði bæði mörk gestanna í 1-2 sigri. Það var alls, alls ekki gott.
Það sem þessir leikir áttu sameiginlegt var að Paul Pogba byrjaði á bekknum í báðum leikjum. Sömuleiðis Anthony Martial. Í fyrri leiknum voru Rashford og Lingard einnig á bekknum. Þessir fjórir leikmenn hafa hvað mest borið ábyrgð á endurnýjaðri sóknargleði í spilamennsku Manchester United síðan Solskjær tók við af Mourinho og það má búast við því að þeir verði allir í byrjunarliðinu í þetta skiptið svo framarlega sem líkamlegt ástand leyfi það.
Manchester United 3:1 Huddersfield Town
Fyrir leik bárust þær fréttir að Anthony Martial væri ekki einu sinni í leikmannahópnum fyrir þennan leik. Af gömlum vana fóru einhvers staðar í gang vangaveltur um mögulegt ósætti en skýringin reyndist vera að Martial hafði veikst um jólin. Solskjær sagðist þó bjartsýnn á það að hann yrði búinn að jafna sig fyrir leikinn gegn Bournemouth um helgina.
Solskjær gerði þrjár breytingar á byrjunarliðinu og gaf hinum unga og bráðefnilega Angel Gomes tækifæri til að upplifa aðalliðsbolta með því að setjast á bekkinn. Byrjunarlið Manchester United í leiknum var svona:
Annar leikur Óla
Ole Gunnar Solskjær kann að gleðja stuðningsfólk Manchester United. Hann hefur mikla og góða reynslu af því og virðist ætla að halda því áfram sem knattspyrnustjóri. Fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn var einhver skemmtilegasti og besti leikur sem liðið hefur spilað frá því að besti knattspyrnustjóri allra tíma hætti störfum. Megi þessi skemmtun halda áfram sem lengst.
Meistaradeildin heldur áfram, 16-liða úrslit í augsýn
Manchester United hefði svo mikið þurft að ná í þrjú stig í síðasta deildarleik, það verður alltaf strembnara og strembnara að komast í baráttu um Meistaradeildarsæti, hvað þá meira. Liðið náði vissulega að halda hreinu, sem gerist alltof sjaldan, en það var því miður of andlaust fyrir framan mark andstæðinganna, eitthvað sem gerist of oft.
En nú er komið að öðrum leik í annarri keppni. Eftir frábæran sigur á stórliði Juventus á erfiðum útivelli í síðustu umferð er Manchester United komið í kjörstöðu að komast upp úr riðlinum og vera jafnvel búnir að tryggja það fyrir lokaumferðina. Það væri ljómandi fínt því ekki aðeins er lokaleikurinn útileikur gegn Valencia heldur kemur hann inn á milli stórleikja í deildinni í desember. Það myndi því muna miklu að geta sparað orku og hvílt leikmenn í þeim leik.