Eins og undanfarnar vikur var ekki auðvelt að meta hvaða leikkerfi liðið myndi spila í dag út frá þeim leikmönnum sem voru valdir til verksins. Eftir nokkrar mínútur var ljóst að liðinu var stillt upp á eftirfarandi hátt:
1
De Gea
5
Rojo
6
Evans
12
Smalling
33
McNair
7
Di Maria
17
Blind
8
Mata
10
Rooney
31
Fellaini
10
RvP
Bekkur: Valdes, Jones, Valencia, Herrera, Young, Falcao, Wilson.
Blind var djúpur á miðjunni og beið á meðan bakverðirnir okkar fengu mikið frelsi til þess að fara upp kantana. Fellaini var örlítið fyrir aftan Robin van Persie í framlínunni og Di Maria og Rooney á köntunum.