Enska úrvalsdeildin

Manchester United 2:0 Crystal Palace

Það var fallegt sumarveður í Manchesterborg í dag. Sólin skein og andrúmsloftið á Old Trafford var jákvætt. José Mourinho var búinn að gefa það út að rjóminn af yngri leikmönnum félagsins myndu fá tækifæri til að spila á þessum magnaða heimavelli. Gengið í deildinni í vetur var ekkert annað hörmung en samt var allt svo jákvætt eitthvað í dag.

Embed from Getty Images Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Crystal Palace heimsækir Old Trafford

Þá er komið að lokaleik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Síðustu leikir hafa verið mjög daprir en stjórinn hefur verið að rótera liðinu mikið og aðalmálið virðist að halda mönnum ómeiddum fyrir leikinn sem skiptir öllu fyrir tímabilið. Þrátt fyrir framfarir í spilamennsku frá stjórnartíð Louis van Gaal þá hefur það því miður ekki skilað stigum á töfluna og slök nýting á sóknarfærum stærsti höfuðverkurinn. Liðið getur varist vel og hefur ekki verið að fá á sig mikið af mörkum. Spilið hefur oft verið gott og liðið getað haldið boltanum nema þegar spilað er án Paul Pogba. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Tottenham á morgun

Nú vitum við að það er einn leikur eftir í vor sem skiptir máli og það er ekki leikurinn á morgun. Úrslit gærdagsins, þegar Chelsea tryggði sér titilinn. þýða líka að þessi leikur skiptir Tottenham Hotspur engu máli, nema jú, þetta er síðasti leikur liðsins á gamla White Hart Lane. Í vetur hefur hluti af nýja leikvanginum risið í kringum þann gamla og á mánudaginn ráðast vinnuvélar á þann gamla og Spurs fer í eins veturs útlegð á Wembley. Að því loknu flytja þeir aftur á nýja 61 þúsund manna völlinn og vonast til að það færi þeim aukin peningavöld. Það kemur í ljós.
Lesa meira

Evrópudeildin

Celta de Vigo 0:1 Manchester United

Liðið var ekki eins og ég spáði í gær, en það var samt nákvæmlega ekkert sem kom á óvart. Að Fellaini og Lingard sé treyst í stórleik er nákvæmlega það sem við var að búast, Jones var ekki nógu góður til að fara á bekkinn og það er of mikið að hafa báða miðverðina nýstigna upp úr meiðslum.

20
S.Romero
36
Darmian
17
Blind
3
Bailly
25
Valencia
27
Fellaini
21
Herrera
14
Lingard
6
Pogba
22
Mkhitaryan
19
Rashford

Varamenn: De Gea, Smalling, Young, Carrick, Mata, Martial, Rooney

Celta de Vigo spilaði enda 4-3-3 og þétt miðja var það sem sú leikaðferð kallaði á frá United. Lesa meira