Það verður seint sagt að endurkomu David Moyes á Old Trafford hafi verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Flestir vilja sjálfsagt gleyma því að hann hafi nokkurn tímann stýrt Manchester United. En hann hefur það víst á ferilskránni og var mættur á sinn gamla heimavöll í dag með John O’Shea og félaga í Sunderland. Gamli squadplayerkóngurinn O’Shea var þó á bekknum í dag. Byrjunarlið Manchester United í leiknum var á þessa leið:
Paul Pogba
Crystal Palace 1:2 Manchester United
Að þessu sinni gerði Mourinho fjórar breytingar á liðinu frá sigurleiknum gegn Tottenham um liðna helgi. Tvær breytinganna voru þvingaðar þar sem Eric Bailly og Juan Mata komu inn fyrir Valencia, sem tók út leikbann, og hinn meidda Mkhitaryan. Auk þeirra komu fyrirliðinn Wayne Rooney og Daley Blind inn fyrir Martial og Darmian. Liðsuppstillingin var því svona:
Varamenn:
Romero, Darmian, Fellaini, Lingard, Schweinsteiger, Young, Rashford
Hver er leikmaður nóvembermánaðar- kosning
[poll id=“21″]
Leikir Manchester United í nóvember
3. nóvember – Fenerbahce 2:1 Manchester United – Evrópudeildin
6. nóvember – Swansea 1:3 Manchester United – Enska úrvalsdeildin
19. nóvember – Manchester United 1:1 Arsenal – Enska úrvalsdeildin
24. nóvember – Manchester United 4:0 Feyenoord – Evrópudeildin
27. nóvember – Manchester United 1:1 West Ham – Enska úrvalsdeildin
Myndasyrpa úr fyrsta leik Paul Pogba
Paul Pogba lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í rúm fjögur ár á föstudagsköldinu síðastliðnu. Það væri hægt að tala um að virkilega góð stemmning hafi verið á vellinum en samkvæmt fólki á vellinum var þetta háværasti leikur sem margir muna eftir.
Ég tók mig saman og týndi saman nokkrar myndir frá þessari sérstöku kvöldstund þar sem aðdáendur Manchester United um allan heim samglöddust yfir því að fá týnda soninn heim.
Manchester United tekur á móti Southampton
Þá er loksins komið að fyrsta heimaleik Manchester United undir stjórn José Mourinho. United hefur spilað tvo mótsleiki hingað til og unnið þá báða. En það þýðir ekki samt að spilamennskan væri frábær í alla staði en það eru vissulega framfarir sem sjást með hverjum leik. Mourinho sagði það sjálfur að það muni taka smá tíma að venja leikmenn af hægu varfærnislegu spili sem einkenndi liðið á LvG árunum.