Paul Labile Pogba fæddist 15. mars 1993 í Lagny-sur-Marne í austurúthverfum Parísar og er af gínversku bergi brotinn. Hann lék með liðum í nágrenninu fram til 14 ára aldurs þegar hann flutti sig um set til Le Havre. Þar var hann stjarna yngri liðanna og og komst í U-16 ára landslið Frakklands.
Í júlílok 2009 tilkynnti Pogba hins vegar að hann hyggðist ganga til liðs við Manchester United. Le Havre urðu æfir og vildu meina að það væri brot á samkomulagi við Pogba og foreldrana um að Pogba myndi skrifa undir samning við Le Havre þegar hann hefði aldur til að gerast atvinnumaður, sem í Frakklandi er 17 ár. Le Havre ásakaði United um að hafa greitt Pogba undir borðið. Liðið sem Pogba var í áður kom þá með nákvæmlega sömu ásakanir á hendur Le Havre. Fifa hreinsaði United af kæru Le Havre og árið eftir komust félögin að samkomulagi um málið, United væntanlega greitt Le Havre einhverja upphæð