Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!
Fyrirkomulagið er þannig að við birtum tvo byrjunarlið, eitt sem á að rúlla upp QPR á heimavelli og annað sem á að ná í sigur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Runólfur birti sína færslu í fyrradag. Í gær kom Bjössi með sitt álit og í dag fær Spaki maðurinn að láta ljós sitt skína.