Eftir flotta byrjun í Meistardeildinni í haust brotlenti liðið í Istanbúl fyrir tæpum þremur vikum. Tap gegn Başakşehir og það er ekki alveg jafn björt sýn á stöðuna. En á morgun koma Tyrkirnir í heimsókn og eftir nauman sigur á West Brom verður þessi leikur einnig að vinnast til að halda United við toppinn í riðlinum.
Fyrir leikinn í Istanbúl fór Friðrik Már vel yfir sögu tyrkneska liðsins og ég ætla því að hafa þetta einfalt í kvöld:
Rafael
Djöflavarpið 47.þáttur
Maggi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir síðustu leiki og þá aðallega Tottenham og Huddersfield. Einnig tókum við fyrir frammistöður og framtíðarstöðu Alexis Sánchez og sitthvað fleira.
Endilega takið þátt í athugasemdum
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Djöflavarpið 46.þáttur – Halló Alexis, bless Mikki
Maggi, Tryggvi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir sigrana gegn Derby County í FA bikarnum og gegn Stoke City í deildinni.Yfirvofandi skiptum Arsenal og Manchester United á þeim Henrikh Mkhitaryan og Alexis Sanchez voru gerð góð skil og einnig tókum við spurningar frá hlustendum og lesendum.
Endilega takið þátt með kommentum og reynym að ná upp skemmtilegri umræðu.
Rafael da Silva farinn til Olympique Lyonnaise *staðfest*
Olympique Lyonnaise staðfesti nú áðan að Rafael da Silva hefði skrifað undir fjögurra ára samning við félagið og United fylgdi um síðir á eftir
https://twitter.com/ManUtd/status/628293756928815104
Þannig lýkur átta ára sögu Rafael hjá United. Hann og Fabio tvíburabróðir hans komu til United sumarið 2008 þegar þeir voru átján ára, en höfðu skrifað undir samninga árið áður. Fyrsta árið hjá United gekk vel en meiðsli settu síðan strik í reikninginn og Rafael vann sér ekki fast sæti í liðinu fyrr en á meistaraárinu 2012-13. Það ár lék hann 28 leiki í deild og skoraði þrjú mörk, þar af tvö sérlega glæsileg gegn Liverpool og gegn QPR
Valencia á morgun
Á morgun fer general-prufan fyrir tímabilið fram. Louis van Gaal stýrir Manchester United í fyrsta sinn á Old Trafford. Andstæðingurinn er Valencia. Hingað til hefur undirbúningstímabilið gengið vonum framar, 5 leikir, 5 sigrar og 2 „bikarar“, 16 mörk skoruð og eina markið sem liðið hefur fengið á sig úr opnu spili var af 50 metra færi. Það hefur því verið blússandi gleði á mannskapnum enda allir að stefna að sama marki.