Maðurinn hefur lengi spurt sig þeirrar spurningar hvernig samspil erfða og umhverfis hefur áhrif á líf manna. Fyrst um sinn glímdu heimspekingar við þessa spurningu. John Locke taldi umhverfi skipta meginmáli, við fæðingu var heilinn óskrifað blað en Immanuel Kant taldi að við fæðingu hefði maðurinn einhverja fyrirframgefna þekkingu. Síðar meir, líkt og með mörg önnur viðfangsefni heimspekinnar, færðist þessi spurning yfir á svið vísindanna. Í dag glíma erfðafræðingar, sálfræðingar og læknar öðrum fremur við þessa spurningu.
Leikmenn Pistlar