Welcome 𝗵𝗼𝗺𝗲, @Cristiano 🔴#MUFC | #Ronaldo
— Manchester United (@ManUtd) August 27, 2021
Cristiano Ronaldo
Djöflavarpið 83. þáttur – Sigur gegn Everton. Er Pogba kominn á endastöð?
Maggi, Daníel og Þorsteinn settust niður og fóru ítarlega yfir sigurinn gegn Everton. Einnig var farið yfir kvennaliðið, frammistöðu leikmanna og þetta bölvaða VAR.
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi.
https://open.spotify.com/episode/1TARxiI43UF665GmRPxKuY?si=AAA9tKyVTPemRyiQJm4UPA
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Juventus 1:2 Manchester United
Manchester United sýndi enn einu sinni gríðarlegan karakter og seiglu eftir að hafa lent undir. Í þetta skiptið var þetta gegn einu allra sterkasta liði Evrópu, liði sem þykir eitt það sigurstranglegasta í Meistaradeildinni. Liði sem hafði ekki tapað leik á tímabilinu, sem hafði ekki tapað heimaleik á þessu stigi keppninnar nema einu sinni á síðustu 15 árum. Frábær úrslit!
Djöflavarpið 39. þáttur – Victor Lindelöf, Cristiano Ronaldo og enginn kvennabolti
Maggi, Halldór, og Björn Friðgeir settust niður og ræddu kaupin á Victor Lindelöf, söluna á Adnan Januzaj, mögulega brottför Chris Smalling ásamt uppgjöri á Ronaldo slúðrinu sem lifði ekki heila viku og af hverju ósköpunum Manchester United er ekki með kvennalið.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Ronaldo?
Slúðrið síðustu daga hefur verið rólegt í kringum United, aðallega að samningaviðræður séu í gangi vegna Perisic og Morata.
En á föstudagsmorgun kastaði A Bola í Portúgal fram sprengju
Já, Ronaldo er ekki ánægður með skattavandræðin sín og vill fara frá Spáni. Það kom fljótlega í ljós að þetta var ekki úr lausu lofti gripið hjá portúgalska blaðinu. Hvert blaðið af öðru greip þessar fréttir og virtist sem sum þeirra amk hefðu fengið staðfestingu hjá einhverjum tengdum Ronaldo. Þegar Lionel Messi var sakfelldur fyrir skattsvik lögðust blöð í Katalóníu á eitt með Barcelona í heljarmikilli herferð til varnar Messi, krossmerkið #WeAreAllLeoMessi var nýtt til að sýna að stuðningsmenn stæðu með honum sama hvað og allt var gert til að halda Messi góðum. Ætli Ronaldo sakni ekki einhvers svipaðs frá Real?