Þá er komið að lokaleik Manchester United í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabilið. Síðustu leikir hafa verið mjög daprir en stjórinn hefur verið að rótera liðinu mikið og aðalmálið virðist að halda mönnum ómeiddum fyrir leikinn sem skiptir öllu fyrir tímabilið. Þrátt fyrir framfarir í spilamennsku frá stjórnartíð Louis van Gaal þá hefur það því miður ekki skilað stigum á töfluna og slök nýting á sóknarfærum stærsti höfuðverkurinn. Liðið getur varist vel og hefur ekki verið að fá á sig mikið af mörkum. Spilið hefur oft verið gott og liðið getað haldið boltanum nema þegar spilað er án Paul Pogba.
Sergio Romero
Southampton 0:0 Manchester United
Í apríl 1991 komst Manchester United í úrslitaleikinn í Evrópukeppni bikarhafa. Þrátt fyrir að það væru ennþá nokkrir leikir eftir í deildinni og liðið gæti náð 3. sætinu ákvað Alex Ferguson að leggja alla áherslu á úrslitaleikinn og rótera mönnum í síðustu deildarleikjunum. Enginn af þeim 11 sem spiluðu úrslitaleikinn byrjaði í öllum leikjunum heldur róteraði Ferguson duglega á milli leikja, þrátt fyrir að þessir síðustu leikir í deild væru gegn erkifjendunum í Manchester City, gegn toppliði Arsenal, gegn Tottenham Hotspur og Crystal Palace. Enda fór svo að liðið vann ekki síðustu 3 leiki sína heldur tapaði 2 og gerði 1 jafntefli, sjötta sætið varð niðurstaðan í deildinni. En það vissu líka allir þá hvert takmarkið var, takmarkið var að fara til Hollands og vinna Barcelona í úrslitaleiknum.
Manchester United 1:0 FC Rostov
Þegar lið United var kynnt skiptist fólk í tvö horn með það hvort um var að ræða 3-4-2-1 eða 4-3-2-1 uppstillingu að ræða, en þegar leikurinn hófst kom í ljós að 3-4-3 var besta leiðin til að lýsa liðinu
Varamenn: De Gea, Jones, Lingard, Carrick, Young, Rashford, Fellaini
Eins og kom fram í upphituninni vantað þrjá lykilmenn Rostov vegna meiðsla og banna og þeir voru einungis með fjóra leikmenn á bekknum þannig það var þunnskipað hjá þeim.
Hver er Sergio Romero
Við hér hjá Rauðu Djöflunum höldum áfram að kynna nýja leikmenn liðsins til sögunnar. Nú er það nýi markmaðurinn okkar, Sergio Romero sem kemur til liðsins á frjálsri sölu. Hann mun eflaust spila minna hlutverk en hinir fjórir leikmennirnir sem hafa nú þegar gengið til liðs við félagið en það stefnir í að Romero muni vera varamarkmaður fyrir David De Gea, allavega í vetur.
Sergio Romero genginn til liðs við United – Staðfest!
Núna rétt í þessu var Manchester United að tilkynna á Twitter síðu félagsins að Sergio Romero væri genginn til liðs við félagið.
https://twitter.com/ManUtd/status/625455572700262400
https://twitter.com/ManUtd/status/625457082268020736
Sergio Romero kannast flestir við en hann hefur spilað 62 landsleiki fyrir Argentínu síðan 2009. Hann er því þriðji argentíski leikmaðurinn sem Louis van Gaal fær til liðsins. Munurinn á Romero á hinum tveimur, Marcos Rojo og Angel Di Maria er sá að Van Gaal og Romero unnu saman hjá AZ Alkmaar í Hollandi á árunum 2007-2009. Romero fór svo frá Hollandi til Sampdoria á Ítalíu árið 2011 þar sem hann hefur verið þangað til hann varð samningslaus í sumar, með stoppi í Frakklandi tímabilið 2013-2014 en hann fór á láni til Monaco það tímabil.