Á morgun er það suðurströndin sem bíður. Southamptonferð og leikur kl 3 á laugardegi, 2 að íslenskum tíma.
Southampton hefur gengið þolanlega í upphafi tímabils og eru með 8 stig eftir 5 leiki, hafa unnið West Ham og Crystal Palace, gert jafntefli við Swansea og Huddersfield en töpuðu fyrir Watford á heimavelli. United er því fyrsti stóri leikurinn þeirra. Mauricio Pellegrino (ekki Pellegrini) er nýr stjóri þeirra, kom frá Alavés þar sem hann gerði góða hluti með lítið lið og á að gera sama hjá Southampton.