Það hefur sjaldan verið beðið eftir heimaleik Manchester United með jafn mikilli eftirvæntingu og í kvöld. Það hefur verið virkilega góð stemmning í kringum liðið í sumar. Þrátt fyrir frekar misheppnað undirbúningstímabil þá virðist það ekki ætla að skipta miklu máli. Einhverjir voru samt frekar skeptískir á jákvæð úrslit í kvöld enda hefur enginn fastráðinn stjóri United unnið fyrsta leik á Old Trafford svo má ekki gleyma að Southampton vann síðustu tvo leiki liðinna í Leikhúsi draumanna.
Southampton
Manchester United tekur á móti Southampton
Þá er loksins komið að fyrsta heimaleik Manchester United undir stjórn José Mourinho. United hefur spilað tvo mótsleiki hingað til og unnið þá báða. En það þýðir ekki samt að spilamennskan væri frábær í alla staði en það eru vissulega framfarir sem sjást með hverjum leik. Mourinho sagði það sjálfur að það muni taka smá tíma að venja leikmenn af hægu varfærnislegu spili sem einkenndi liðið á LvG árunum.
Manchester United 0:1 Southampton
Lið United var svona, fátt sem kom á óvart nema hvað að Jesse Lingard fékk tækifærið en Juan Mata var settur á bekkinn. Adnan Januzaj fékk líka sæti á bekknum.
Bakvarðavandræði United hafa verið mikil undanfarið og fyrirfram leit út fyrir að með tvo bakverði í liðinu sem gætu spilað á sínum rettu köntum yrði þetta 4-2-3-1 sem fyrr. En þegar leikurinn fór af stað varð ljóst að í raun var Van Gaal að spila með þrjá haffsenta, Darmian kom innar og Borthwick-Jackson var framar og í raun vængbakvörður. Lingard var í svipaðri stöðu og Rooney og Martial fremstir í 3-5-2
Pep til United? + Southampton á morgun
Á morgun mætir góðvinur Louis van Gaal, Ronald Koeman með Southampton-liðið sitt á Old Trafford á morgun. Frá því að Southampton-liðið tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni árið 2012 hafa viðureignir þessara liða verið hin besta skemmtun og vonandi verður engin breyting þar á morgun.
En áður en ég fjalla um viðureignina á morgun verð ég að fá að snerta aðeins á sögusögnum sem fóru á fullt á Twitter í gær.
Southampton 2:3 Manchester United
Okkar menn stilltu svona upp á St. Mary’s í dag;
Varamannabekkur; Romero, McNair (’70), Valencia (’45), Herrera, Schweinsteiger (’59), Young, Fellaini
Leikurinn
Leikurinn byrjaði frekar rólega og var mikið um stöðubaráttu fyrstu 10 mínúturnar.
Eftir 12 mínútur tóku Southampton hins vegar forustuna. Sadio Mané fékk boltann í miðjuhringnum og lék honum út á hægri vænginn. Mané var svo mættur sjálfur í teiginn til að taka á móti fyrirgjöfinni sem kom þangað stuttu seinna og átti gott skot á markið sem David De Gea varði frábærlega. Því miður var Graziano Pellé mættur til að hirða frákastið og setja boltann í netið. Staðan 1-0 fyrir heimamönnum en öll varnarlína United ásamt Michael Carrick var steinsofandi í markinu.