United tók á móti Stoke í kvöld í alveg hörkuskemmtilegum leik. Já þið lásuð rétt, United spilaði vel í skemmtilegum knattspyrnuleik. Svo til að kóróna allt saman þá skoraði liðið í fyrri hálfleik. Ekki einu sinni heldur tvisvar! Liðið skoraði svo úr skyndisókn. Tvisvar! Svei mér þá, ég held bara að ég sé orðinn hið opinbera lukkudýr United. Tvær upphitanir í röð, tveir sigrar og 6 mörk! Not too shabby.
Stoke City
Stoke kemur í heimsókn í kvöld
Þetta er held ég í fyrsta skipti sem ég er fenginn til að skrifa tvær upphitanir í röð og það er gaman að velta fyrir sér er hversu mikið síðasti fótboltaleikur hefur áhrif á hugarfar manns þegar það kemur að því að hugsa til þess næsta.
Fyrir leikinn gegn Derby hafði United tapað 0-1 gegn Southampton í alveg afskaplega daufum leik sem Bjössi lýsti svona:
Þetta var hreint skelfilegur leikur af hálfu United. Allt það slæma sem við höfum verið að sjá í leikjum síðustu mánuða var kýrskýrt. Það er enginn hraði í leik liðsins, það skapast nær engin færi, og það er eins og miðjan geti ekkert gert til að skapa framávið.
Stoke City 2:0 Manchester United
Byrjunarliðið var svona:
Varamannabekkur; Romero, Borthwick-Jackson, McNair, Varela, Pereira, Schneiderlin, Rooney.
Stoke City; Butland, Johnson, Shawcross, Wollscheid, Pieters, Cameron, Whelan, Shaqiri, Afelley, Arnautovic og Bojan (4-2-3-1)
Leikskýrsla dagsins verður í styttri kantinum. Leikurinn byrjaði í ágætis jafnvægi en ekki mikið um opin færi.
Svo komu hreint út sagt hörmulegar 5-6 mínútur. Fyrst ákvað Memphis að það væri góð hugmynd að skalls boltann 15-20 metra aftur til David De Gea, það heppnaðist ekki betur en Glen Johnson lagði boltann á Bojan sem potaði honum í netið framhjá Phil Jones og Chris Smalling.
Dómsdagur
Þið afsakið dramatíkina í fyrirsögninni, en að vissu leyti er leikurinn gegn Stoke á morgun svokallaður dómsdagur. Allavega fyrir þjálfara voran, Louis Van Gaal.
Eftir hreint út sagt hörmulegt gengi liðsins undanfarið þá er komið að hinni víðsfrægu jólatörn. Og ekki eru andstæðingarnir lakari en þeir sem hafa valtað yfir United undanfarið. Á morgun fer liðið til Stoke On Trent og keppir við Stoke City. Þann 28. desember kemur svo Chelsea í heimsókn á Old Trafford með nýjan þjálfara og eflaust mun meira sjálfstraust en undanfarnar vikur. Slúðurblöðin á Bretlandseyjum segja að ef liðið vinni ekki báða leikina þá fái Van Gaal að taka pokann sinn.
Stoke City 1:1 Manchester United
United byrjaði með nær óbreytt lið í þriðja leiknum á átta dögum, Valencia er meiddur og Shaw kom inn og Young skipti um kant. Grey Rafael er ekki í náðinni, og maður er farinn að trúa að slúðri um að við séum á eftir Coleman sé rétt. Smalling kom í liðið fyrir McNair eins og ég spáði og þetta er því 25. miðvarðasamsetning okkar á tímabilinu
Á bekknum: Lindegaard, Blackett, Rafael, Fletcher, Herrera, Januzaj, Wilson