Árið 2014 er að renna skeið sitt á enda. Og þvílíkt ár. United hóf árið í sjötta sæti, tveim stigum á eftir Liverpool og þrem á eftir Everton, og það var ekki öll nótt úti fyrir David Moyes. Við endum árið í þriðja sæti, þrem stigum á undan liðinu í fjórða, með nýjan stjóra, nýja leikmenn uppá 165 milljónir punda og einn dýrasta framherja í heimi að auki að láni. Það er óhætt að segja að það gefi síðasta ári ekkert eftir í sviptingum.
Stoke City
Manchester United 2:1 Stoke City
Þessi sigur í kvöld var ekki öruggur en hann var algjörlega sanngjarn. Það er samt varla fyrirgefanlegt að misnota svona góð færi í leik og það var næstum búið að kosta 2 stig en United getur þakkað David de Gea fyrir enn eina snilldar vörsluna, en hversu mörgum stigum ætli hann sé búinn að bjarga á tímabilinu? Stuttu síðar bjargaði Ashley Young á marklínu en boltinn var kominn með rúmlega hálfur yfir línuna.
Stoke kemur í heimsókn
Annað kvöld kemur í ljós hvort United séu komnir á beinu brautina þegar Sparky kemur í heimsókn með Stoke City. Eftir 0-1 tapið gegn City hafa United unnið 3 leiki í röð sem hefur ekki gerst síðan fyrir ári.
Það má vel vera að David Moyes hafi verið með aðeins fleiri stig á þessum tíma í fyrra en það var áður en honum tókst að rífa liðið í meðalmennskuna sem einkenndi liðið eftir áramót. Munurinn er líka sá að liðið er sífellt að bæta sig og mun ekki síður gera það þegar menn koma tilbaka úr meiðslum.
Stoke City 2:1 Manchester United
Það ömurlegasta sem ég veit um er að þurfa skrifa leikskýrslu fyrir leiki þar sem ég öskra af reiði á imbakassan í leikslok. Leikskýrslan í dag fellur í þann flokk.
Byrjum á staðreyndunum. Stoke sigraði United með tveimur mörkum gegn einu. Charlie Adam skoraði bæði mörk Stoke í leiknum (á 38′ og 52′ mín) en Van Persie fyrir okkar menn (á 47′ mín). Moyes var ekkert að tefla neinu miðlungsliði gegn Stoke. Það má alveg halda því fram að þetta hafi nú einfaldlega verið eitt af betri byrjunarliðum United í langan tíma, Rooney, Van Persie og Mata í framlínunni og Carrick óvænt mættur á miðjuna. Svona leit liðsuppstillingin hjá okkar mönnum í dag:
United kíkir í heimsókn til Stoke
Tuttugasta og fjórða umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð um helgina og vonum við til eiga jafn fína umferð og þá síðustu. Í síðasta leik fengum við í fyrsta skipti að sjá nýja leikmanninn, Juan Mata, spila með United er United sigraði Cardiff á Old Trafford með tveimur mörkum gegn engu. Á sama tíma fengu liðin næstu tveimur sætum fyrir ofan United algjöra rasskellingu í sínum leikjum, Spurs tapaði 1-5 gegn Man City og Everton 4-0 gegn Liverpool, sem hleypti United þremur stigum nær þeim og munar nú einungis þremur stigum á milli United og Spurs í fimmta sæti deildarinnar.