Enska úrvalsdeildin

Swansea heimsækir Leikhús draumanna

Þessi nýliðni desember mánuður var sá versti í sögu Manchester United frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar. En nú er komið nýtt ár og nýju ári fylgja ný tækifæri. Sem betur fer meiðslalistinn búinn að styttast töluvert. Nú eru fjórir leikmenn á honum en það eru þeir Marcus Rojo, Jesse Lingard, Luke Shaw og Antonio Valencia og þar af bara Valencia og Shaw sem eiga við langtímameiðsli að stríða. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Swansea 2:1 Manchester United

Byrjunarliðið var svipað og flestir bjuggust við en Herrera kom inn fyrir Januzaj sem er meiddur, einnig var Carrick á bekknum.

20
Romero
23
Shaw
17
Blind
12
Smalling
36
Darmian
31
Bastian
28
Schneiderlin
7
Memphis
21
Herrera
8
Mata
10
Rooney

Bekkurinn; Johnstone, McNair, Valencia, Carrick, Young, Fellaini, Chicharito.

Liðið hjá Swansea var svona; Fabianski, Naughton, Fernandez, Williams (C), Taylor, Cork, Shelvey, Sigurdsson, Ayew, Routledge, Gomis.

Leikurinn
United byrjaði leikinn af krafti en strax eftir 30 sek fékk liðið aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Memphis tók. Því miður varði Fabianski vel. Stuttu seinna fékk Mata fínt skotfæri fyrir utan teig og hamraði yfir.
Leikurinn var svo fljótur að jafnast út. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Swansea á morgun

Manchester United mætir á Liberty Stadium í Wales á morgun. Gestgjafarnir Swansea City hafa staðið sig vel í sínum leikjum á tímabilinu. Liðið átti stórgóðan leik gegn Chelsea í fyrstu umferð og hefðu getað með smá heppni tekið öll stigin úr þeim leik. Þeirri frammistöðu fylgdi heimasigur gegn Newcastle og jafntefli gegn Sunderland á útivelli. Garry Monk er vissulega að gera stórgóða hluti með þetta Swansea lið. Heimamenn eru ekki með neinn leikmann á meiðslalistanum og ættu því að geta stillt upp sínu sterkasta liði. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Swansea 2:1 Manchester United

Louis Van Gaal heldur áfram að koma á óvart. Liðið sem byrjaði leikinn gegn Swansea var eftirfarandi:

1
De Gea
3
Shaw
5
Rojo
4
Jones
33
McNair
7
Di Maria
17
Blind
21
Herrera
31
Fellaini
10
Rooney
20
Van Persie

Bekkur: V.Valdes, C.Smalling, A.Januzaj, J.Mata, A.Valencia, A.Young, R.Falcao

Leikurinn byrjaði fjörlega, strax á 4. mínútu fengu Swansea menn hornspyrnu sem endar með því að Ander Herrera bjargar á línu frá Batafemi Gomis. Stuttu síðar fékk Gomis annað færi en þá skallaði hann yfir. Lesa meira