Á morgun fer Manchester United til Wales og mætir þar Swansea í leik sem verður að vinnast. Ástæðan er sú að liðin fyrir aftan United í töflunni eru farin að nálgast óðfluga og það verður að segjast að við nennum ekki öðru tímabili þar sem það eru engir Evrópuleikir á þriðjudögum eða miðvikudögum (tek það fram að ég hef engan áhuga á Evrópuleikjum á fimmtudögum).
Swansea City
Manchester United 1:2 Swansea City
Nýtt tímabil, sama ruglið.
Liðið var eins og flestir spáðu, utan að Jesse Lingard fékk sénsinn í staðinn fyrir Reece James. Lingard fór á hægri kantinn og Ashley Young á þann vinstri:
Swansea leit svona út
Alvaran hefst – Swansea á morgun
Swansea í fyrsta leik. Eitthvað er það nú kunnuglegt. 4-1 sigur í fyrra var boðberi fagurra tima hjá David Moyes eða hitt þó heldur. Þannig að í ár verður skyldusigri á Swansea ekki tekið sem neinum spádómi um gengi liðsins. Og skyldusigur er það. Það getur verið að í fyrra hafi verið orðinn fastur vani að gefa aðskiljanlegustu minni spámönnum þeirra fyrsta sigur á Old Trafford í áraraðir en það var ekki boðlegt þá og er ekki boðlegt núna. Louis van Gaal mun án efa koma leikmönnum í skilning um það.
Manchester United 2:0 Swansea City
Jæja það var mikill léttir að sjá United vinna Swansea nú rétt í þessu, sérstaklega eftir að maður sá að Tottenham, Everton og Chelsea unnu sína leiki fyrr í dag. Þetta tekur töluverða pressu af af liðinu og stuðningsmenn liðsins geta slakað aðeins á neikvæðninni næstu vikuna.
Liðið sem byrjaði leikinn leit svona út:
De Gea
Rafael Smalling Vidic Evra
Valencia Carrick Fletcher Kagawa
Hefnd gegn Swansea á morgun!
Á morgun tekur United á móti Swansea í annað skipti á innan við viku. Við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar hvernig leikurinn spilaðist síðasta sunnudag, enda einn af lágpunktum tímabilsins (hingað til allavega). Ef ég væri leikmaður United þá væri ég mjög æstur í að spila þennan leik á morgun og hefna fyrir „ruglið“ um síðustu helgi. Það verður því forvitnilegt að sjá hvaða leikmenn mæta dýrvitlausir til leiks og hverjir ekki (ef einhverjir). Ef þetta er ekki tækifærið fyrir leikmenn liðsins til að sýna öllum hvað þeim virkilega finnst um gengið undanfarna daga, já þá veit ég ekki hvað þarf til að vekja þessa menn.