Moyes sendi út lið sem tók mið af meiðslum og því að við eigum undanúrslitaleik í deildarbikarnum eftir 49 klst.
Lindegaard
Smalling Evans Ferdinand Büttner
Valencia Cleverley Fletcher Kagawa
Hernandez Welbeck
Varamenn: De Gea, Fabio, Anderson, Carrick, Giggs, Zaha, Januzaj
Þetta gerðist svona: Swansea skoraði strax á 11. mínútu, Hernandez jafnaði fimm mínútum síðar. Eftir það gerðist nákvæmlega ekkert í leiknum fyrr en síðustu 10 mínúturnar. Rio Ferdinand fór meiddur af velli og kæmi engum á óvart ef það væri í síðasta sinn sem við sæjum hann. Fabio fékk loksins tækifæri og var svo uppveðraður yfir því að innan við fimm mínútum síðar fékk hann rautt spjald fyrir glórulausa tæklingu á vallarhelmingi Swansea. Wilfried Bony sá svo um að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af leikjaálagi í bikarnum með að skalla boltann í netið á 90. mínútu.