Dagurinn í dag snérist að minnstu leyti um leikinn gegn Swansea.
Í dag fögnuðum við 20. Englandsmeistaratitli Manchester United, kvöddum næst-sigursælasta leikmann enskrar knattspyrnusögu og kvöddum mesta og besta knattspyrnustjóra allra tíma.
Fyrir leikinn hafði rauður ‘Champions’ fáni verið settur við hvert sæti, og af því United er klassaklúbbur fengu stuðningsmenn Swansea hvíta ‘Carling Cup Winners’ fána. Fánaborgin sem myndaðist var gersamlega ógleymanleg. Stemmingin var stórfengleg og ef einhver var með þurra hvarma þegar Sir Alex Ferguson gekk inn á völlinn er ég hissa.