Á morgun mætum við Walesverjunum í Swansea á útivelli. Þeir hafa átt nokkuð góðu gengi að fagna í deildinni í ár undir stjórn Michael Laudrup. Margir bjuggust við erfiðu gengi eftir brottför Brendan Rodgers en liðið spilaði í fyrra virkilega góðan fótbolta á spænska mátann. Michael Laudrup spilaði á sínum tíma fyrir bæði Barcelona og Real Madrid og hefur þjálfað Bröndby, Getafe, Spartak Moskvu og Mallorca. Swansea gerði sennilega bestu kaup tímabilsins þegar þeir fengu spænska snillingin Miguel Pérez Cuesta eða Michu eins og hann er betur þekktur en hann markahæstur í deildinni ásamt Robin van Persie sem hafa skorað 12 mörk hvor. Hann er ekki eini spánverjinn sem Laudrup hefur fengið til liðsins því einnig voru Chico Flores og Pablo Hernández verslaðir. Búast má við því að hraðir vængmenn heimamann geti valdið okkur vandræðum þá helst hinn eldsnöggi Nathan Dyer.
Enska úrvalsdeildin