Á morgun mætir West Ham í heimsókn á Old Trafford. United hefur haft ágætis tök á West Ham í gegnum tíðina, sérstaklega á heimavelli, og ég held að við þurfum að fara einhver 5 ár aftur í tímann til að finna tapleik gegn Hömrunum, þá í deildarbikarnum gegn „varaliði“ United. Þó þetta verði án efa erfiður leikur, enda West Ham í spræklari kantinum þetta tímabilið, þá er þetta einn af þessum leikjum sem United verður hreinlega að vinna, tap eða jafntefli er bara ekki ásættanleg niðurstaða, ekki á Old Trafford. West Ham vörnin hefur lekið svolítið að mörkum á þessu tímabili og vegna meiðsla í hópnum verður framlínan hjá þeim mun bitlausari en áður (þessi setning á örugglega eftir að bíta mig í rassinn).
Upphitun
Toppslagur við Leicester!
Toppslagur!
Það er orðið svolítið síðan síðast. En loksins mætir United í leik tveggja efstu liðanna í deildinni og þá er það Leicester City sem er mótherjinn!
Það er rúmt ár síðan United fór á King Power Stadium, spilaði blússandi sóknarleik og tapaði 3-5. Síðan þá hefur Louis van Gaal lagt áherslu á varnarleikinn svo mjög svö að einhverjum dettur í hug að reka manninn sem búinn er að koma okkur í annað sætið í deildinni og kemur okkur í það fyrsta með sigri á morgun.
PSV kemur til Manchester
Meistaradeildarkvöld á Old Trafford…fátt betra og það er eitt slíkt í vændum enda er PSV á leiðinni í heimsókn. Við höfum að harma að hefna, ekki bara fyrir tapið í fyrstu umferð riðlakeppninnar heldur einnig fyrir fótbrotið á Luke Shaw [footnote]Endurhæfing hans gengur btw vel og von er á því að hann fari í skoðun á næstu dögum svo hægt sé að meta framhaldið[/footnote]
Spáum í spilið fer yfir leik United gegn Watford á morgun
Komið þið sæl og blessuð og verið öll hjartanlega velkomin í „Spáum í spilin“, þar sem tvö lið eru tekin fyrir og greind í frumeindir. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá erum við ekki oft á dagskrá, síðasti þáttur fór síðast í loftið apríl 2013 en við státum okkur af því að setja ávallt áhorfandamet í hvert sinn sem þáttur fer í loftið og er fastlega búist við því að það haldi áfram í dag.
Manchester United tekur á móti West Brom rútunni
Á morgun kemur í ljós hvort sigurinn á CSKA hafi kveikt í mönnum. West Brom er ekki ósvipaðan leikstíl og CSKA. Bæði liðin stilla mörgum mönnum á bakvið boltann og beita skyndisóknum.
Wayne Rooney skoraði loksins í síðasta leik eftir skemmtilega fyrirgjöf frá Jesse Lingard sem hefur óvænt verið að fá helling af tækifærum í síðustu leikjum. En ef við ræðum Rooney aðeins þá átti hann flottan leik gegn Everton á Goodison sem er eiginlega aldrei raunin en hefur svo verið frekar mikið ‘rubbish’ í öðrum leikjum. Ég velti fyrir mér hvort það muni ekki henta honum betur að hafa hraða á vængjunum og vera með Mata fyrir aftan sig.