Á morgun tekur United á móti Swansea í annað skipti á innan við viku. Við þurfum ekkert að ræða það neitt frekar hvernig leikurinn spilaðist síðasta sunnudag, enda einn af lágpunktum tímabilsins (hingað til allavega). Ef ég væri leikmaður United þá væri ég mjög æstur í að spila þennan leik á morgun og hefna fyrir „ruglið“ um síðustu helgi. Það verður því forvitnilegt að sjá hvaða leikmenn mæta dýrvitlausir til leiks og hverjir ekki (ef einhverjir). Ef þetta er ekki tækifærið fyrir leikmenn liðsins til að sýna öllum hvað þeim virkilega finnst um gengið undanfarna daga, já þá veit ég ekki hvað þarf til að vekja þessa menn.
Upphitun
Undanúrslit deildarbikarsins – taka 1
Eftir vonbrigði helgarinnar er vel þegið að fá leik strax í kjölfarið svo að hægt sé að einbeita sér að einhverju öðru en eingöngu því neikvæða. Á morgun mætum við Sunderland í úrslitum deildarbikarsins. Sem betur fer á útivelli.
Ég las ágæta grein fyrir helgina um mikilvægi bikarkeppna. Í henni er haldið fram að sigur í bikarkeppni geti virkað sem stökkbretti fyrir lið og fleytt þeim í átt að frekari velgengni. Tekið er dæmi um Nottingham Forest lið Brian Clough frá áttunda áratugnum sem vann hina merku keppni Anglo-Scottish bikarinn árið 1976. Kannski ekki stærsta bikarkeppnin en Clough sagði seinna að þetta hefði haft sín áhrif:
Swansea í bikarnum á morgun
Fyrsta helgin á nýju ári og þá er bara eitt sem er að gerast: Þriðja umferðin í ensku bikarkeppninni.
Sama hverjar breytingarnar hafa orðið á síðustu árum, það er fátt rómantískara við fótboltann en ap sjá neðri- og jafnvel utandeildarlið takast á við stóru strákana á þessum degi. Það hafa auðvitað verið sorglega fá óvænt úrslit hin síðari ár enda bilið breikkað, En þetta er helgin þegar allt er hægt, draumar rætast, miðlungsleikmenn fá sitt tækifæri til að skína á völlum sem þeir annars sjá í sjónvarpinu.
Tottenham kemur í heimsókn
Manchester United byrjar árið 2014 á gíðarlega mikilvægum leik gegn Tottenham á Old Trafford. Okkar menn hafa verið á ágætis skriði undanfarið, unnið fjóra leiki í röð, leikir sem menn hafa nú á undanförnum árum ætlast til þess að United vinni. Morgundagurinn er því gott tækifæri fyrir okkar menn að sýna toppliðunum að þeir ætli sér ekki að gefa tommu eftir, nú og svo væri það líka bónus að ýta Tottenham 3 stigum aftur fyrir sig, en þeir eru með 34 stig eins og United.
Norwich heimsótt á morgun
Það verður seint sagt að enskir knattspyrnumenni hafi það náðugt um jólin. Eftir fyrsta alvöru „kommbakk“ liðsins undir stjórn David Moyes í gær eru okkar menn varla komnir heim þegar þeir þurfa að fara aftur af stað og eru að fara í loftið til að fljúga til Norwich þegar þetta er skrifað. Það gengur vonandi betur en í gær þegar þeir komu á völlinn rétt klukkutíma fyrir leik. Eitthvað er samt Carrick stressaður: