Newcastle kemur í heimsókn til Manchester á morgun og hefst leikurinn kl. 12:45. Newcastle átti mjög góðan nóvember og var Alan Pardew valinn stjóri mánaðarins og Tim Krul leikmaður mánaðarins. Fyrir vikið er Newcastle stigi á undan United í 7.sæti. Þeir byrjuðu þó ekki desember gæfulega, töpuðu 3-0 í Swansea. Það er franska innrásin í Newcastle sem er að gera góðu hlutina þar (auðvitað fyrir utan Hollendinginn Krul, Fílabeinsstrendinginn Tiote, Senegalann Cissé og Argentínumanninn Coloccini) og leikmenn á borð við Loïc Rémy, Yohan Cabayé (sem hefur oft verið orðaður við okkur), Yoan Gouffran, Mathieu Debuchy, og Moussa Sissoko hafa allir staðið sig vel í vetur. Þannig það verður ekki mjög enskt lið sem kemur á Old Trafford!
Upphitun
Everton heimsækir Old Trafford
Áður en ég byrja þessa upphitun fyrir Everton-leikinn á morgun vil ég minna alla á að taka þátt í kosningunni á Wayne Rooney sem leikmanni nóvembermánaðar. Auk þess vil ég ganga úr skugga um að allir hafi örugglega séð þetta:
og þetta:
https://twitter.com/BeardedGenius/status/407545008519016448
Nemanja Vidic, gott fólk, Nemanja Vidic! Svona eiga fyrirliðar að vera!
Allavega…
Heimsókn til Gylfa Sig og félaga á White Hart Lane
Á morgun mæta okkar menn því liði sem hefur líklega valdið mestum vonbrigðum í deildinni hingað til. Tottenham hafa fengið leikmenn fyrir rúmar 100 milljónir punda og hafa slegið met í leikmannaverði tvisvar ef ekki þrisvar. Liðið er búið að leika 12 leiki og skora 9 mörk og þar af 4 úr vítum ef mér skjátlast ekki. Undir lok síðustu leiktíðar voru einhverjir og undirritaður meðtalinn ekki sammála því að Gareth Bale væri besti leikmaður deildarinnar miðað við tölfræði um framleiðni þeas mörk og stoðsendingar og stig unnin fyrir liðið. Miðað við hvernig Tottenham hafa verið að leika í vetur viðurkenni ég að hafa vanmetið gildi Bale. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða lagt upp jafnmörg mörk og t.d. Theo Walcott hjá Arsenal þá virðist nærvera hans í liðinu hafa losað um aðra leikmenn og þar af leiðandi hjálpað liðinu að skora og vinna inn einhver stig.
United ferðast til Leverkusen
Á morgun spilar Manchester United við Bayern Leverkusen í Þýskalandi í 5. umferð riðlakeppnis Meistaradeildarinnar. Staðan í riðlinum er svona:
Með sigri getur því annaðhvort liðið svo gott sem gulltryggt sig áfram í næstu umferð.
Andstæðingurinn
Okkar menn spilaðu einn af sínum bestu leikjum á tímabilinu þegar Leverkusen kom í heimsókn á Old Trafford í september og náðu með ágætum árangri að stöðva hættulegasta leikmann Leverkusen, Sidney Sam. Hann meiddist hinsvegar um helgina í 0-1 útisigri á Herthu Berlín. Hinir tveir lykilmennirnir verða þó í fullu fjöri, framherjinn Stefan Kießling og kantmaðurinn Son Heung-Min og verðum við að finna leið til þess að stoppa þá tvo en þeir hafa skorað, ásamt Sam, megnið af mörkum Leverkusen á tímabilinu.
Ferð til Cardiff á morgun
Þessi leiktíð hefur verið erfið fyrir mörg stórliðin. City er búið að tapa fjórum leikjum nú þegar, oftast gegn minni spámönnum, nú síðast botnliði Sunderland. Chelsea hefur ekki verið sannfærandi, en hins vegar hafa Arsenal og Liverpool verið á skriði. Það var því vel þegið að vera á Old Trafford fyrir tveim vikum og sjá United stöðva Arsenal. Það hefði vissulega verið annað upplit á mönnum ef sá leikur hefði tapast.