Eftir gríðarlega erfiðan úrslitaleik, þar sem Southampton mætti bæði vel stemmt og skipulagt inn í leikinn, náði Manchester United að landa sigri og vinna fyrsta bikarinn sem í boði var á þessu tímabili. Þar með varð José Mourinho fyrsti knattspyrnustjóri í sögu Manchester United sem vinnur titil á sínu fyrsta ári. Manchester United var á löngum köflum lakari aðilinn í leiknum en náði samt að seiglast í gegnum leikinn án þess að lenda undir. Að lokum voru það gæðin og hungrið í einum manni, Zlatan Ibrahimovic, sem skildu liðin að.
Wembley
Úrslitaleikur á Wembley
Það er komið að úrslitaleik um fyrsta bikar tímabilsins. Þangað er Manchester United mætt og stefnir að sjálfsögðu á sigur. En það verður ekki auðvelt. Southampton er sterkt lið sem er, ólíkt Manchester United, taplaust í þessari keppni á tímabilinu. Sigur skiptir miklu, það væri sterk yfirlýsing frá Mourinho og hans mönnum að vinna fyrsta bikar vetursins auk þess sem bikarsigrar geta gefið liðum aukið sjálfstraust fyrir framhaldið, bæði á þessu tímabili og því næsta.
Zamfélagsskjöldurinn: Manchester United 2:1 Leicester City
Mourinho er búinn að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United. Zlatan er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. Sigurmarkið í leiknum sem tryggir það að Manchester United eru meistarar meistaranna.
Liðið sem byrjaði leikinn fyrir United:
Varamenn: Romero, Rojo, Schneiderlin, Herrera, Mata, Mkhitaryan, Rashford
Byrjunarlið Leicester City:
Það var mikið um dýrðir á Wembley í dag og ekki að undra, upphafspunkturinn á virkilega spennandi tímabili í enska boltanum sem nú er að hefjast. Titill í húfi og bæði lið búin að gefa það skýrt út að það yrði ekki litið á þetta sem neinn vináttuleik.
Samfélagsskjöldurinn 2016: Leicester City gegn Manchester United
Það er komið að því að henda þessu tímabili í gang. Þrátt fyrir að Evrópumót karlalandsliða hafi svo sannarlega hjálpað til við að stytta biðina í sumar þá getur maður ekki sagt annað en: loksins! Samkvæmt hefðinni byrjar tímabilið á Samfélagsskildinum, leiknum þar sem skorið er úr um hvaða lið er meistari meistaranna. Deildarmeistarar Leicester City gegn bikarmeisturum Manchester United.