Maggi, Ragnar, Hrólfur og Friðrik fóru yfir fyrsta leik tímabilsins gegn Wolves, félagaskiptagluggann hingað til og mögulega endurkomu Mason Greenwood.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
MP3 skrá: 111. þáttur
Magnús Þór skrifaði þann | 1 ummæli
Maggi, Ragnar, Hrólfur og Friðrik fóru yfir fyrsta leik tímabilsins gegn Wolves, félagaskiptagluggann hingað til og mögulega endurkomu Mason Greenwood.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
MP3 skrá: 111. þáttur
Friðrik Már Ævarsson skrifaði þann | 1 ummæli
Þá er komið að fyrsta leik Manchester United á árinu 2022. Við eigum fjóra leiki í janúar og þrír þeirra eru heimaleikir sem verður að teljast ágætt í ljósi þess að útivallargengi liðsins er ekki það sama og það var í fyrra. Á morgun mæta Úlfarnir hans Bruno Lage í heimsókn á Old Trafford en þessi 45 ára gamli portúgali tók við af Nuno Espirito Santo í júní á síðasta ári. Lesa meira
Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann | 11 ummæli
Ole Gunnar Solskjær hefur greinilega verið sammála upphitun minni í gær og skellt Varane og Sancho inn í liðið og tekið Matic af miðjunni. Sennilega voru þessar breytingar það augljósar að þær lágu í augum uppi fyrir hvern sem er sem sá leikinn gegn Southampton. Frábært að fá að sjá Varane loksins í actioni í United treyjuni sem í dag var ljósblá og hvít í retro stíl. Það sem vakti kannski hvað mest athygli var að Pogba var kominn inn á miðja miðjuna þrátt fyrir frábærar framviðstöður á vinstri kantinum í upphafi tímabils. Í hans stað kom Daniel James á kantinn. Cavani var svo kominn á bekkinn og þar að leiðandi í fyrsta skipti í hóp á tímabilinu. Varð þá endanlega staðfest að Ronaldo mun ekki klæðast treyju númer 7 á þessu tímabili þar sem Cavani var skráður með það númer í þessum leik. Lesa meira
Þorsteinn Hjálmsson skrifaði þann | Engin ummæli
Á morgun kl. 15:30 mæta okkar menn liði Wolves. Fellur þessi leikur í algjörann skugga tíðinda gærdagsins þar sem staðfest var að sjálfur Cristiano Ronaldo væri að mæta aftur á Old Trafford sem leikmaður Manchester United. Ótrúleg félagsskipti sem virðast einungis hafa gengið í gegn á örfáum klukkustundum. Farið var yfir hvað gekk á í gær og þá nýju tíma sem framundann eru hjá United með Ronaldo innanborðs í nýjasta hlaðvarpsþætti okkar. Lesa meira
Magnús Þór skrifaði þann | Engin ummæli
Maggi, Halldór og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir leikina gegn Everton, Leicester og Wolves. Einnig ræddum við mögulega titilbaráttu United og Covid-19.
https://open.spotify.com/episode/11aKV1yItKMn7qcmWy1RaT?si=ojk4EgHbRDWQm0GDmA2B9Q
Djöflavarpið er í boði Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!