Liðið sem byrjaði þennan síðasta leik undir stjórn Ruud van Nistelrooy
Leikurinn var afskaplega tíðindalaus framan af, United meira með boltann en vantaði að gera eitthvað að ráði upp við teig. Leicester átti alveg sóknir en ógnuðu ekki. Það þurfti eitthvað sérstakt til að breyta þessu og það kom á 16. mínútu. United fékk innkast frá vinstri, Bruno fékk boltann gaf á Amad sem átti netta hælsendingu aftur á Bruno sem sá tækifærið við vítateigshornið og smellti hörkuskoti í hornið fjær. 1-0 fyrir United.
Ekki breytti markið miklu um gang leiksins sem mallaði áfram þangað til að United bætti við forystuna með næsta skondnu marki. Mazraoui gaf fyrir, Bruno reyndi að skalla en boltinn fór bara í lærið á honum og þaðan í lærið á Victor Kristiansen og framhjá Hermansen í marki Leicester. Gaman að þessu.
Lokafæri hálfleiksins kom í hlut Amad, sem átti flotta rispu upp miðjuna, framhjá varnarmönnum og fínt skot sem Hermansen rétt náði að sparka í eftir að hafa kastað sér of snemma. 2-0 í hálfleik nokkuð sanngjarnt.
Ruud vildi greinilega sjá betri frammistöðu Rashford í seinni hálfleik og þegar það kom ekki fljótt sendi hann Alejandro Garnacho inn í stað hans á 58 . mínútu. Sömuleiðis kom Jonny Evans inná fyrir Diogo Dalot. Þetta breytti ekki mjög miklu um leikinn og hann hélt áfram í svipuðum gír. Nokkru eftir miðjan hálfleikinn kom lokins frábær sending frá Ugarte á Garnacho sem geystist upp og inn í teig, ætlaði að snúa til baka til að leika á Faes en rann til og datt illa. Meiddi sig við það en ekki nógu alvarlega til að fara út af. Það var Rasmus Höjlund sem vék fyrir Joshua Zirkzee nokkru síðar. Síðasta skiptingin var svo Eriksen fyrir Casemiro.
United var með fína stjórn á þessum leik þó lítið væri um færi, og á 82. mínútum tók Garnacho eitt úr efstu hillu, United komu fram frekar hratt, Garnacho fékk boltann við teiginn, tók hliðarskref og skaut þessu líka frábæra bananaskoti fram hjá Hermansen og undir slána. Sigurinn innsiglaður og Ruud van Nistelrooy í þessum fjórum leikjum sem hann stjórnaði. Það er vonandi að þetta skili leikmönnum betri til Rúben Amorin sem mætir á Carrington á morgun til að taka við liðinu