Eftir fjóra sigra í Evrópudeildinni í röð hefur hagur Manchester United vænkast verulega. Liðið er öruggt með að komast áfram en gæti enn lent í umspili með óhagstæðum úrslitum og þarf því stig annað kvöld gegn FCSB í Rúmeníu.
Hugleiðingar eftir Fulham?
Langskot, hefst upp í hornið sláin inn. Sannarlega glæsileg lýsing, þegar ekki er tekið fram að boltinn hafi farið í varnarmann og þaðan í furðulegan boga yfirmarkvörðinn sem náði ekki nógu mikilli snertingu til að blaka honum frá. En við þiggjum það sem er í boði er.
United verðskuldaði ekki sigur í hrútleiðinlegum leik gegn Fulham síðasta sunnudag. Það segir sitt að bæði lið voru með 0 í flokknum „stærr færi“ í tölfræðiforritum. Vissulega er gleðilegt að liðið hafi verið skipulagt og að mestu haldið aftur af Fulham en á móti kemur kemur að sóknin var jafn geld eins og hún hefur verið síðustu ár. Rasmus Höjlund var enn eina ferðina týndur frammi og heppnismark Lisandro Martinez skildi liðin að.
Janúarglugginn
United virðist hafa gengið frá kaupunum á Patrick Dorgu, örvfættum vængbakverði frá Lecce á Ítalíu. Dorgu, sem er danskur, mun væntanlegur til læknisskoðunar í Manchester á morgun. Kaupverðið mun vera 24 milljónir punda staðgreitt og fjórar síðar ef honum vegnar vel. Ekkert hefur komið fram enn um hvort United fjármagnar kaupin, hvort liðið geti lifað á yfirdrætti fram í júní og selt þá eða þurfi að selja strax.
Nærveru Marcusar Rashfords er klárlega ekki óskað. Ruben Amorim sagðist frekar setja inn á 63 ára markmannsþjálfarann heldur en leikmann sem ekki stæði sig á æfingum þegar hann var spurður um stöðu Rashfords eftir Fulham leikinn. Þjálfaranum virðist eins og Ingu Sæland ganga illa að hemja hvatvísina.
Rashford er áfram orðaður við ýmis lið en það virðast engar yfirgnæfandi líkur á sölu. Alejandro er áfram orðaður við Napoli og Chelsea, sem vilja nýta sér bága stöðu United til að fá Argentínumanninn á góðum díl. Það að hann hafi byrjað síðustu tvo leiki bendir til að Amorim vilji halda honum.
Tyrrell Malacia gæti verið lánaður eftir tilkomu Dorgu og smávegis áhugi virðist á Casemiro. United áfram orðað við sóknarmenn, helst Christopher Nkunku frá Chelsea á láni en líka Mathys Tel sem vill víst fara frá Bayern München. Tel er afar spennandi leikmaður en United á ekki krónu í hann án þess að selja Rashford eða Garnacho.
Liðsfréttir
Lið halda opna æfingu daginn fyrir Evrópuleiki. Í morgun sást til Luke Shaw á slíkri æfingu en hann er þó vart leikfær. Victor Lindelöf var þar líka og á meiri möguleika á að komast í hópinn. Manuel Ugarte virtist líka í ágætu standi en hann fór meiddur af velli á sunnudag.
Hvað er þetta FCSB?
FCSB er nýlegt nafn í Evrópuboltanum en félag með mikla sögu. Flest þekkjum við Steaua Búkarest sigursælasta lið Rúmeníu en það skipti um nafn árið 2017 eftir deilur. Liðið er nær eingöngu skipað rúmenskum leikmönnum, þar af fjórum sem eru í landsliðhópnum.
Liðinu hefur gengið ágætlega í Evrópudeildinni í vetur, mest þökk sé sterkum varnarleik því fyrir utan 4-0 tap gegn Rangers hefur liðið aðeins fengið á sig 3 mörk í 6 leikjum. Liðið hefur þó ekki lent í mörgum liðum úr efsta hluta töflunnar.
Hve mikilvægur er leikurinn United?
Þetta þýðir hins vegar að liðið er í áttunda sæti sem gefur sæti beint í 16 liða úrslitum fyrir leikinn á morgun. Þar er það með 14 stig en United er í fjórða sæti með 15 stig. Liðin í 9. – 12. sæti gætu öll náð United ef liðið tapar. Ósigur myndi ekki endilega fella liðið niður í umspilssætin (9. – 24.) en væri óþarfi. Jafntefli ætti að tryggja sæti meðal þeirra átta efstu. Engin ástæða er til annars en stefna hátt, United er eitt þriggja liða sem ekki hefur enn tapað í Evrópudeildinni.
Sigurvegari Evrópudeildarinnar kemst í Meistaradeildina á ári. Miðað við stöðu United í ensku úrvalsdeildinni virðist helsta vonin um Evrópusæti á ári vera sú leið eða að verja bikarinn.
Leikurinn hefst klukkan 20:00