Jæja, fyrsti leikur tímabilsins, gegn Everton, að fara í gang eftir rúman klukkutíma og liðið er auðvitað klárt. Kíkjum á:
De Gea
Valencia Carrick Vidic Evra
Scholes Cleverley
Nani Kagawa Welbeck
Rooney
Stærstu fréttirnar eru þær að Ferguson velur Welbeck framyfir Van Persie. Það ætti kannski ekki að koma svo mikið á óvart, það er ekki óvenjulegt að glænýir menn byrji á bekknum. Hinsvegar, þegar við erum að tala um menn af þeirri stærðargráðu sem Van Persie er þá bjóst maður nú við því að sjá hann frammi með Rooney. Eins og flestir vita er varnarlínan hjá okkur frekar lömuð þessa dagana þannig að Valencia er í hægri bakverði og Carrick frontar svo vörnina með Vidic (sem er frábært að sjá aftur í liðinu!). Þar sem Carrick er dottinn í vörn þá falla Shcoles og Cleverley aðeins aftar á völlinn, og síðan eru Nani, Kagawa og Welbeck þar sem við könnumst við þá.
Þetta verður erfiður leikur. Við munum vel eftir rimmu liðanna á Old Trafford í vor, sú reyndist afskaplega afdrifarík en það má segja að Man Utd hafi tapað titlinum þann daginn. Ég er hinsvegar bjartsýnn á þennan leik, það þýðir ekkert annað!
Koma svo drengir!
Skildu eftir svar