Fyrsta heimaleiknum er lokið með sigri okkar manna á spræku Fulham liði. Þetta leit ekki vel út í byrjun þegar Damien Duff kom gestunum yfir á 3. mínútu. En markið var ákveðið spark í rassgatið fyrir heimamenn sem tóku öll völd á vellinum. Patrice Evra átti fyrirgjöf sem virkaði frekar misheppnuð en Robin van Persie afgreiddi hana glæsilega framhjá Mark Schwarzer. Eftir það róaðist leikurinn örlítið en United var samt meira með boltann. Shinji Kagawa skoraði svo auðvelt mark eftir mistök frá Schwarzer sem varði skot Tom Cleverley beint í fætur Japanans sem gat ekki annað en skorað. Bakvörðurinn Rafael var mjög duglegur í sóknarleiknum í dag skoraði svo mark sem var dæmt af vegna rangstæðu réttilega en tæpt. Skömmu seinna átti Ashley Young fyrirgjöf sem Rafael af öllum mönnum skallaði í markið og United komnir í 3-1 og þannig var staðan í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri þangað til að stórstjarnan Own Goal minnkaði muninn fyrir Fulham, Matthew Briggs átti fyrirgjöf sem að de Gea og Vidic reyndu við og Mladen Petric truflaði úthlaup de Gea og Vidic náði á ævintýrilegan hátt að setja hælinn í boltann og mark frá Fulham staðreynd. Eftir þetta voru Fulham komnir aftur í leikinn og mátti ekki miklu muna að þeir náðu að jafna leikinn en David de Gea náði að koma í veg fyrir það. Wayne Rooney sem kom inná sem varamaður um miðjan seinni hálfleikinn fór svo meiddur af velli skömmu fyrir leikslok. Leiknum lauk svo með 3-2 sigri á mjög kaflaskiptum leik.
- Moussa Dembélé var frábær á miðjunni hjá Fulham og skapaði oft usla. En og aftur lendum við í vandræðum með líkamlega sterka leikmenn.
- Michael Carrick verður að komast aftur á miðjuna, var aðeins of ágengur á köflum í vörninni.
- Antonio Valencia ætti ekki spila bakvörð nema í neyð, hann er alltof mikilvægur partur af sókninni.
- Robin van Persie, eitt skot, eitt mark.
- Shinji Kagawa er að byrja rosa vel, sprækur með boltann og klókur að finna samherja.
- Nani var ekki í hópnum og ekki mun það kveða niður sögusagnir um möguleg félagsskipti.
- Wayne Rooney verður amk 4 vikur frá vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í dag. Þetta myndi valda manni meiri kvíða ef við hefðum ekki Van Persie, Chicharito og Welbeck í staðinn.
- David de Gea verður að styrkja sig meira til að koma í veg fyrir annað eins klúður þegar Fulham minnkaði muninn.
- Jonny Evans var á bekknum í dag og vonandi stutt í að hann komi til baka í byrjunarliðið.
[…] Fyrsti heimaleikur United í deildinni þetta tímabil var gegn Fulham, fyrsti af mörgum 3:2 sigrum… Þessi lið eru á ólíkum stað í deildinni þar sem United er á toppnum á meðan Fulham er í 14. sæti sex stigum frá fallsæti. Einhverjir gætu sagt að við værum óheppin að fá strax 2 úrvalsdeildarlið í röð svona snemma í keppninni, reyndar hafa verstu klúðrin yfirleitt verið gegn liðum úr deildunum fyrir neðan. […]