Framundan er tveggja vikna landsleikjahlé þannig að vonandi verða litlar fréttir af United mönnum á meðan, eina sem við viljum er að allir komist meiðslalausir í gegnum þetta. En við munum flytja fréttir af gengi okkar manna, sem og aðrar greinar á hverjum degi til að reyna að stytta okkur öllum stundir.
Meginslúðrið í gærkvöld kom hins vegar frá Madid þar sem hinn gamli vinur okkar, Cristiano Ronaldo, fagnaði hvorugu marki sínu í leik Real og skv fregnum á hann að hafa grátið í klefanum eftir leik. Eftir leikinn sagði hann fréttamönnum að hann væri leiður og það væri atvinnutengt frekar en einkamál og þess vegna gæti hann ekki fagnað mörkum. Einni sagði hann að klúbburinn (Real Madrid) vissi hvers vegna hann væri leiður.
Það er ekki að sökum að spyrja að slúðurmaskínur hafa farið í kraftdrif við þetta að velta fyrir sér hvort Ronaldo sé á leiðinni í burtu frá Madrid. Tímasetningin gæti auðvitað ekki verið verri, tveim dögum eftir að lokað var á leikmannaskipti. Ég held að það hljóti hver einasti United stuðningsmaður að láta sig dreyma um að Ronaldo komi aftur heim, og þá er ég ekki að tala um Madeira. Köld rökhyggja segir okkur þó að þetta séu líklegast bara draumar, jafnvel þó þetta sé það alvarleg óánægja hjá honum til að hann fari frá Real. Ólíklegt er að við getum reitt fram kaupverðið fyrir hann, og líklega ekki nógu há laun. Enda hafa menn sem velt hafa upp mögulegum næsta áfangastað hans velt upp tveim möguleikum: PSG og, og Cantona forði því, Manchester City.
En þetta er opin umræða, ræðið Ronaldo eða annað slúður helgarinnar (vinsamlega haldið umræðu um leikinn í gær í þræðinum við leikskýrsluna)
Birgir Freyr says
Ég man eftir greininni í sumar þegar ferguson talaði um að kannski myndi hann kaupa 1 í viðbót, hann sagði að ef að sá leikmaður yrði fáanlegur þá gætu eigendur united ekki sagt nei.
Var það Ronaldo sem hann talaði um?
Almar Enok says
Það væri svo gaman að fá hann aftur heim en ég held hann fari frekar til PSG eða Anzhi það eru svona einu liðin sem geta borgað uppsett verð og launin hans en ég vona allavega að hann hafi nógu mikið United hjarta ennþá að hann haldi sér frá Man $hitty
Tómas Freyr Kristjánsson says
Money talks and bullshit walks… Ef að hann færi frá Madrid þá yrði næsti áfangastaður hans einhver af peningaklúbbunum… City, Chelsea, Anzhi, PSG. United getur ekki keppt við þessi lið eins og komið hefur í ljós.
Það má samt alltaf vona að CR7 sé jafn vel lundaður í geðþótta eins og RVP og vilji bara koma til United en það eru bara draumórar.
EDA says
Ef Ronaldo væri til sölu þá myndi Ferguson kaupa hann. Við erum stærsta knattspyrnufélag i heiminum og það ætti að lítið mál að fá þennan pening, það væri hægt að selja Nani og nýta svo smá hluta af þessum nýju styrktarsamningum, og í versta falli þá mun Ferguson ganga í hús og safna flöskum. Svo er ekkert sem útilokar að Ferguson myndi biðja Glazer um þann pening sem uppá vantaði, en það verður þó að teljast ólíklegra.
Ferguson hefur sagt að það sé einn leikmaður í heiminum sem er 80 mp virði og það er Ronaldo. Fergie vill fá hann eira en við held ég, og ég neita að trúa því að hann fari til City.
Friðrik says
Þetta er bara bull, hver myndi biðja um sölu 2.september ?
Þórður says
Það er bull að biðja um sölu 2. sept já en að koma fram og segjast vera fúll strax eftir að glugganum lokar bendir til að tilboð hafi komið og ekki verið tekið sem hann vildi eða að hann fór fram á sölu og ekki var staðið við það. Hlutur sem kemur þá í ljós 31. ágúst og þetta er fyrsta sem hann gerir eftir að glugganum lokar.
Björn Friðgeir says
EDA: Já ef það væri nú lítið mál að finna þennan pening… En það er efni í aðra umræðu og það eiga eftir að koma Glazergreinar hér síðar.
Þetta er allt hið furðulegasta mál, og ég hallast að þetta gæti verið rétt skýring hjá Þórði, að tilboð hafi komið sem ekki hafi verið tekið.
Alexander says
Gæti ekki verið möguleiki að Ferguson hafi bara í laumi boðið í drenginn og því tilboði hafi verið neita? Það er sömuleiðis möguleiki.
Guðmundur Egill / @gudmegill says
Vona að CR7 sé nógu mikill kóngur til að vilja koma heim. Annars er þetta flott blogg og ég óska stjórnendum til hamingju með það.
Nesi Cool says
Hann var nú bara leiður útaf því á þessum degi voru nákvæmlega 7 ár síðan pabbi hans dó.
andri már says
ég held að united fari á hausinn ef þeir myndu fá ronaldo ehv tíman sem væri samt mjög ólíklegt
Hafsteinn says
Ef Ronaldo kemur til okkar þá held ég að Rooney yrði án nokkurs vafa hluti af þeim samningi. Eftir að RVP kom til okkar þá hefur mikilvægi Rooney minnkað. Ég held að það yrði góður díll að senda Rooney og Nani til Real og fá Ronaldo heim aftur:) og borga jafnvel einhverja skiptimynt á milli.
EDA says
Nesi Cool #10: Nei pabbi hans dó ekki þennan dag, auk þess þá sagði Ronaldo að þetta væri ekki persónulegt vandamál helfur eitthvað tengt félaginu. Kannski stal Ramos hárgelinu hans.
Kristjan says
Hann er í uppnámi fyfir því að Madríd fékk Essien að láni, Ronaldo á sennilega slæmar minningar á móti honum geng Chelsea
ásgeir says
kanski plott á milli ferguson moriniho og ronaldos… ronaldo fúll í byrjun leiktíðar og verður þannig alla leiktíðina og fer framm á sölu, þannig að verðmiðinn minkar eithvað á honum. fer til united á næsta ári á 60 millur… svo þegar fergusson hættir( líklega eftir 2 ár þar sem hann hefur talað um það að byggja upp nógu gott lið áður en hann hættir og mér sínist stutt í það) þá kemur moriniho og tekur við af fergusson :Þ
bara svona smá sammsæriskenning ;)
ásgeir says
hvernig er annars með mutv stöðina. þeir sýna ekkert leiki frá aðaliði united?
Tryggvi Páll Tryggvason says
Nei, ekki nema vináttuleiki eða aðra óopinbera leiki og auðvitað varaliðsleikina. MUTV hefur ekki réttinn á að sýna frá úrvalsdeildinni eða öðrum keppnum. Það er í höndum SKY og fleiri aðila. Það er reyndar stíft program fyrir og eftir leiki á MUTV en á meðan leiknum stendur er bara einhver grafík sem sýnir stöðuna í leikjunum og kannski spila þeir hljóðrásina því MUTV er auðvitað með eigin lýsendur sem lýsa leiknum. Held að þeir megi svo sýna leikina daginn eftir að þeir eru spilaðir en þá er auðvitað allt fútt úr þeim farið.
Nesi Cool says
Talandi um MUTV er hún kominn aftur ? hún hvarf hjá mér eftir að enski boltinn byrjaði, LFC TV fór á sport 5 og Chelsea tv fór á sport 6.
Hjálmar says
Veit ekki með Ronaldo, hann vildi fara og hann fór. En svo er annað mál að það er ekki hægt að neita að kaupa leikmann fyrir hálfvirði það sem hann var seldur á…
En munum að hann er prímadonna og vill laun samkvæmt því og minna „liðshlutverk“ í liðinu og vegna þess kostaði hann okkur eitt ef ekki tvö mörk í úrslitum CL gegn Barcelona fyrir 3 árum minnir mig.
Eitt að lokum, má ég biðja síðuhaldara um að feta ekki sömu hallærisbrautina eins og þeir á kop.is með því að nota nafn Fowlers í stað drottins eins og er gert hér að ofan (Cantona). Það má margt copy/paste frá þeirri ágætu síðu en líka annað sem má sleppa. Mun skemmtilegra ef menn ná að setja sitt mark á þetta og sleppa hallærinu;)
Óskar Ragnarsson says
Ég held að við ættum ekkert að vona að hann fari fram á sölu. Það eru bara 3 lið í heiminum sem hafa efni á honum og 2 þeirra eru í úrvalsdeildinni. Við hefðum ekkert gaman að því að láta hann spila á móti okkur í PL
Oskar says
Ronaldo á aldrei eftir að fara á jafn mikinn pening og hann var keyptur á og um leið og hann biður um sölu, þá lækkar verðið á honum…
ef Ronaldo er jafn mikill united maður og hann segist vera,,þá myndi hann ekki fara fram á óraunhæfar launakröfur ef tilboð kæmi frá united…enn EITT veit ég, það er að hann myndi ALDREI fara til city !!
enn að sumir segji að mikilvægi Rooney hafi minnkað með komu RVP er fáránlegt,,,Rooney er heimsklassaleikmaður,, eina sem hefur breyst er að sóknarleikur Man utd er ekki bara á herðum Rooney eins og undanfarin ár,,það gæti jafnvel bara gert honum gott
Óskar Ragnarsson says
Af hverju ætti hann að fara á minni pening. Hann bað um sölu hjá United, samt fór hann á 80 millur, hann er búinn að spila enn betur hjá Real heldur en hjá United, og er ekki nema 27 ára. Hann færi kannski ekki á meiri pening, en varla minni heldur.
Oskar says
af því að um leið og hann biður um sölu útaf hann er óánægður,, þá sjálfkrafa lækkar verðmiðinn á honum…
og ef hann myndi bara vilja fara til Man utd,,,þá er i raun bara tvennt i stöðunni fyrir R.Madrid,,,selja hann á töluvert minna enn þeir keyptu hann á eða halda honum gegn vilja hans á þvílíkum launum.
EDA says
Djöfull er ég sammála þér Hjálmar, fátt hallærislegra en þetta Fowler/Cantona guð dæmi, það er jafnvel verra en að enda alla póstana sína á YNWA/GGMU.
Erlingur says
Hvað sem því líður að drengurinn er óánægður hjá Madrid, þá verður hann að vera þar í það minnsta fram að áramótum, en þá hef ég þá trú að hann fari. Ég hef enga trú á því að Madrid geti pumpað verðið á honum upp úr öllu valdi, ef hann er að gefa það opinberlega í skyn svona rétt eftir að glugginn lokaði að hann sé óánægður, ég myndi segja að þetta sé hans leið til þess að force-a transfer í janúar.
hvert hann fer?? Vonandi heim í United… :) En Þá þarf United líklega að rýma til fyrir honum, með sölu á leikmanni/mönnum..
En maður skal aldrei segja aldrei, ég hefði t.d. aldrei trúað því að ég væri að horfa á markahæsta leikmann síðasta tímabils vera kominn í United treyjuna á þessu ári. :)
Svo við skulum sjá til hvað gerist.
Óskar Ragnarsson says
Myndu menn vilja sjá nafnið á Old Trafford selt, í staðin fyrir að fá Ronaldo?
EDA says
Nei ekki séns, Ronaldo á 6-7 ár eftir á toppnum í mesta lagi held ég, Old Trafford á töluvert meira eftir en það ;)
Björn Friðgeir says
Hjálmar og EDA: Mér dettur ekki í hug að frábiðja mér gagnrýni, en mótmæli því að ég sé eitthvað að stæla kop.is hvað þetta varðar (við höfum fengið nóg af öðrum góðum hugmyndum þaðan samt). Cantona hefur verið Le Dieu fyrir mér mun lengur en kop.is hefur verið til og reyndar mun lengur en Guð var guð fyrir mér fyrir áratugum síðan og ég nota þetta alltaf af og til í spaugi og virðingarskyni,
GGMU mun hins vegar aldrei birtast hér í grein! Spurning um að banna það í kommentareglunum?
Annars var Siggi Hlö að tilkynna á feisbúk að MUTV kæmi aftur inn á 365 í dag.
Big B says
selja nani til zenit á 40 kaupa cronaldo á 60
Árni Þórður says
Ronaldo er ekki að fara neitt, hann er samningsbundin Real Madrid og hann fær allt sem hann vill þar.
kv. Árni.
Pillinn says
Ronaldo er ekki að fara frá Real held ég. Þetta er bara smá fýla en hann jafnar sig væntanlega og fær jafnvel hærri laun. Gæti allt eins snúist um launamál. Myndi ekkert neita honum aftur en sé hann ekki koma. Hann er bara of dýr held ég.
Liverpool Lover says
Vildi bara óska ykkur til hamingju með þessa síðu kominn tími til að þið hafið svona síðu eins og mitt heitelskaða félag gangi ykkur vel með síðuna en ekki annarstaðar ;) haha
McNissi says
Þetta var plan kónganna þriggja:
1. Ronaldo og Mourinho áttu að steypa Barcelona af stalli sem besta lið Spánar og sanna að Ronaldo væri betri en Messi.
2. Real Madrid átti að vinna Meistaradeildina núna síðast (þess vegna lét Ferguson United detta út í riðlakeppninni). Svo að Mourinho myndi halda áfram að vinna CL með mismunandi liðum.
3. Ronaldo átti að koma til United í sumar til að hjálpa Sir-inum að vinna EPL og CL.
4. Eftir þetta tímabil átti Ferguson að hætta sem Englands- og Evrópumeistari.
6. Mourinho tekur við af Sir.Alex og verður í 20 ár hjá United.
Real Madrid gerði sitt, að vinna La Liga og taka við af Barcelona sem besta lið Spánar, en þeir náðu ekki að vinna Meistaradeildina eins og planið var og því vildi Madrid ekki hleypa Ronaldo til United fyrr en hann vinnur þá dollu fyrir Madrid. En Ronaldo er búinn að fá nóg af Spáni, vegna stöðugs samanburðar við Messi og vill bara fara að komast aftur í faðm Ferguson !
Arsenal fan says
Það er nú talað um erlendis að þetta sé út af því að Iniesta var valin besti leikmaður heims en ekki Ronaldo.
Þið hafið Rooney , RVP og Kawaga og þar með eina bestu sóknarlínu í heimi …
Ég vona ykkar vegna að þið lendið ofar en Man City , City má brenna í hinu neðra fyrir mér …
En mér þykir ekki ólíklegt að Ronaldo snúi aftur til ykkar, eftir 1-2 ár .. Ferguson er ekki að fara hætta fyrr en hann gefur upp öndina. Þótt ég haldi með Arsenal, að þá er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir Ferguson sem er einn sigursælasti þjálfari frá upphafi …
Ég held að það séu líka draumórar að Mourinho myndi endast í 20 ár hjá Man U … Hann myndi í mesta lagi vera hjá ykkur í 3-5 ár. Hann er þannig þjálfari að hann tollir hvergi lengi á neinum stað …
Ronaldo myndi vinna sem besti leikmaður heims, ef hann væri ekki svona mikil prímadonna eða barbýdúkka, dettur við minnstu snertingu. Það sem Ronaldo mætti læra af Messi er auðmýkt, Ronaldo er alltof stolltur og hrokafullur leikmaður.. Ég styð Real Madrid í spænska boltanum , og er sáttur við að hafa hann, þar sem hann þarf ekki leikmenn í kringum sig til að vera góður … En vonum hans vegna að hann verði valin besti leikmaður heims á næsta ári …
Björn Friðgeir says
McNissi: Besta. Samsæriskenning. Ever.
möller says
ronaldo er ekki að koma til okkar þegar við getum ekki fengið miðju mann sem kostar 20 millur hvað þá 80 millur
Magnús Þór says
Veit ekki til þess að tilboð hafi verið gerð í neina miðjumenn, hvorki á 20 milljónir né meira eða minna.
jón rúnar says
Sælir.
Mér finnst fáranlegt að lesa þetta um rooney sem hér stendur fyrir ofan að hlutverk hans í liðinu sér orðið minna. Nú fyrst fáum við að sjá gamla wayne rooney aftur. Það hefur ekki verið sjón að sjá hann eftir að utd misstu ronaldo. Rooney var lang bestur með ronaldo og að mörgu leyti rooney að þakka hversu vel ronaldo stóð sig. Eftir að Ronaldo fór þá hefur vantað hetju í þetta lið, mann sem getur gert akkurat það sem persie gerði í síðasta leik, klárað leikina einn. Og með svoleiðis mann með sér þá er Rooney lang bestur.
Við endurheimtum þessa dollu það er á hreinu
Biggi says
cr#7 HEIM ! 7an laus og bíður fre$h eftir honum !
Magnús Þór says
Reyndar er Antonio Valencia sjöan eins og er. Hann óskaði eftir henni í sumar eftir að Kagawa hafnaði henni.
Magnús says
Finnst alveg ótrúlega kjánalegt að halda það að united sé að fara að fá ronaldo aftur. Að öllum líkindum þá jafnar hann sig og verður áfram hjá Real, fær jafnvel betri samning.
Finnst líka mjög ólíklegt að verðmiðinn á honum lækki af því að hann tjáir óánægju sína. Hann er búinn að vera mun betri hjá Real en hann var nokkurntímann hjá okkur og á AÐ ÉG HELD allavega 3 ár eftir af samningi sínum sem að þýðir það að hvaða lið sem að ætlar sér að kaupa hann þarf að borga væna summu fyrir og reikna ég með að Real sætti sig aldrei við minna en þeir borguðu fyrir hann.. Að því sögðu þá held ég að United sé ekki eitt af þeim fáu liðum sem að hafa efni á því að borga fyrir hann, hvorki kaupin eða í laun sérstaklega eftir að við fengum RvP og erum að borga honum samkvæmt fjölmiðlum himinhá laun…
Að lokum vil ég segja við þá sem að halda það að hann sé svona trúr okkur í united að hann myndi aldrei fara í annað lið á englandi þá vil ég minna fólk á þessa frétt hérna..
http://fotbolti.net/fullStory.php?id=110757
Egill Óskarsson says
Jón Rúnar, tvö langbestu tímabil Rooney hjá United komu *eftir* að Ronaldo fór. 2009-2010 og svo tímabilið í fyrra. Þetta eru einu tvö tímabilin sem hann skorar yfir 30 mörk í öllum keppnum til þessa.
Ég hef annars litla trú á því að Ronaldo komi til United sé hann yfirhöfuð á förum frá Real Madrid. Hann á þrjú ár eftir af samningi og Real Madrid þarf ekki að sætta sig við neitt tombóluverð þó að hann óski eftir sölu, það er langt í frá reglan að það keyri niður verð á leikmönnum. Ég minni á, tjahh, Christiano Ronaldo sem óskaði eftir því að fara frá Man Utd og varð dýrasti leikmaður allra tíma. Ég sé eigendur liðsins ekki fyrir mér eyða því í kaupin og svo laun sem til þyrfti.
Ég reyndar sé Ronaldo heldur ekki fyrir mér í frönsku deildinni, hvað þá þeirri rússnesku. Við vitum að þetta er maður sem er svo metnaðargjarn að hann ræður á köflum illa við tilfinningar sínar (sbr það að hann varð brjálaður yfir að vinna ekki þessi UEFA verðlaun), hann er ekki að fara í veikari deildirnar.
Hugi says
Ég skil ekki hvaðan menn hafa það að Ronaldo hafi tekið því svona illa að vinna ekki UEFA verðlaunin. Hann sagði sjálfur að Iniesta hafi verðskuldað þetta og það væru mikilvægari hlutir. Er fólk ekki bara að gefa sér hluti um Ronaldo því hann á það til að vera svolítið dramatískur?
hilmar says
ronaldo mundi aldrei nokurntima fara til cyti ef ég þekki hann rétt vona bara að hann fari til united sem fyrst
Egill Óskarsson says
Það fór víst ekkert á milli mála á verðlaunaafhendingunni að hann var hundfúll þegar þetta var tilkynnt.
En nú er semsagt komið í ljós hvað var í gangi, honum fannst kominn tími á nýjan samning enda bara þrjú ár eftir af núverandi samningi. Vandamálið var víst að aðrir leikmenn í liðinu voru komnir of nálægt honum í launum.
Bragi says
Real Madrid búið að setja verðmiða á Ronaldo, 160 m pund. Þeir ætla ekki að hleypa honum í burtu