Markmenn: 1. David de Gea, 13. Anders Lindegaard, 50. Sam Johnstone
Varnarmenn: 2. Rafael, 3. Patrice Evra, 4. Phil Jones, 5. Rio Ferdinand. 6. Jonny Evans, 12. Chris Smalling, 15. Nemanja Vidic
28. Alexander Büttner, 36. Marnick Vermijl, 38. Michael Keane
Miðjumenn: 7. Antonio Valencia, 8. Anderson, 11. Ryan Giggs, 16. Michael Carrick, 17. Nani, 18. Ashley Young, 22. Paul Scholes,
23. Tom Cleverley, 24. Darren Fletcher, 25. Nick Powell, 34. Larnell Cole, 35. Jesse Lingaard, 46. Ryan Tunnicliffe
Sóknarmenn: 10. Wayne Rooney, 14. Javier Hernández, 19. Danny Welbeck, 20. Robin van Persie, 26. Shinji Kagawa, 27. Federico Macheda, 41. Joshua King
Skáletraðir eru svonefndir b-lista leikmenn, sem eru leikmenn fæddir eftir 1.janúar 1991 og hafa verið „eligable“ til að spila fyrir klúbbinn síðustu 2 ár. Sem þýðir að fleiri leikmenn en þeir sem eru á þessum lista munu koma til greina til að spila fyrir okkur í Meistaradeildinni, t.d. Scott Wootton, Robbie Brady o.fl sem komu við sögu á undirbúningstímabilinu.
Halldór Marteinsson says
Er ekki miðað við 1. janúar 1991 fyrir B-listann?
Annars líst mér vel á hópinn, gaman að sjá Fletcher þarna. Vonandi að hann komi eitthvað við sögu.
Óli Jón Gunnarsson says
Ósköp venjulegur hópur, gaman að sjá Fletcher.
Heimir Eir says
Bebe.? er hann ekki til taks, eða er hann meiddur.?
Magnús Þór says
Halldór, þetta er rétt hjá þér. Breyti því strax.
Guðmundur says
er ekki bara allt í lagi að bebe sé ekki í þessum hóp? ég bara spyr:)
Goggi says
Fletcher… Er hann ekki með ólæknandi sjúkdóm og ekki spilað í ár?
Guðmundur says
Fletcher er búinn að vera að spila nokkra leiki..minnir rosalega að ég hafi lesið að hann hafi spilað heilann leik um daginn, þannig að kallinn er allur að koma til..veit ekki alveg hvað er að frétta með þennann sjúkdóm..:/
Heiðar Ingi says
Ef ég man rétt þá las ég einhversstaðar að hann fengi einhverja meðferð við sjúkdómnum og gæti lifað eðlilega með honum upp að vissu marki, hvaða áhrif þetta hefur á hann veit ég ekki. Man bara að þetta er einhver ristilsjúkdómur. Ætli meltingarkerfið hjá honum sé ekki í einhverju rugli af og til.
Hann spilaði heilan leik með varaliðinu rétt áður eða eftir að hann kom inná af bekknum á undirbúningstímabilinu. Minnir að það hafi verið Aberdeen.
úlli says
Endaþarmurinn er eitthvað að stríða honum. Hver kannast ekki við slíka kvilla.
Björn Friðgeir says
Það er nú ekki til að gera að grín að að vera með þetta ‘ulcerative colitis’ sem Fletcher er með, það er ansi miklu verra en að ‘endaþarmurinn sé eitthvað að stríða honum’. Ég vona að enginn hér kannist við þetta af eigin raun.
Þetta er gríðarlega íþyngjandi ástand og mesta furða að Fletcher sé yfirhöfuð að spila. Einhver meðferð er til sem getur slegið á þetta og einkenni geta minnkað um lengri eða skemmri tíma en lækning er ekki til.
Samt virðist Fletcher vera að ná sér nógu vel til að geta spilað eitthvað. Hann spilaði hluta úr Aberdeen leiknum rétt fyrir fyrsta leik, og heilan varaliðsleik um daginn. Samt áberandi hvað hann virðist rýr, þó að Fergie segi hann hafa náð meiri kröftum en hann hafði þegar hann fór í veikindaleyfið.
Ég verð að viðurkenna að ég yrði hissa og glaður ef hann næði að spila eitthvað í vetur, og þess þá heldur glaðari ef hann næði að gera það af almennilegri getu. Við vonum það besta hans vegna.
Hugi says
Ég hef trú á því að Fletcher nái að yfirbuga þetta. Það er að segja nógu mikið til að geta spilað hlutverk í liðinu. Ferguson sagði núna um daginn að Fletcher væri kominn í sömu þyngd og fyrir 2-3 árum, auk þess sem hann er að æfa vel á hverjum degi og var mjög flottur og duglegur í varaliðsleiknum á móti spurs.
Maður krossleggur bara fingur, það væri ekkert slæmt að hafa einn leikmann eins og Fletcher í þessum hóp..
Óskar Ragnarsson says
Er Ben Amos í láni einhverstaðar?
Hugi says
Amos er í láni hjá Hull. Er meðal annars þar búinn að sigra vítaspyrnukeppni!