Þá eru félagsskipti Ángelo Henríquez frá Universidad de Chile til Manchester United loksins formlega frágengin. Nokkuð er síðan að Henríquez fékk atvinnuleyfi á Englandi og er hann því núna United leikmaður. Henríquez mun leika í treyju nr.21 í vetur. Kaupverðið var ekki gefið upp en er talið vera í kringum 4 milljónir punda.
Henríquez er fæddur 13.apríl 1994 í Santiago, Chile. Hann er uppalinn hjá Universidad og spilaði 17 deildarleiki fyrir þá og skoraði 11 mörk. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Chile, samtals 18 leiki og skorað 21 mark. Þess má til gamans að geta að hann skoraði 14 mörk í 9 leikjum með U-20 ára liði Chile.
Sir Alex segist hafa fylgst með leikmanninum frá því hann var 14 ára og þegar hann varð 18 ára þá vissi hann að við gætum fengið hann. Samkvæmt Fergie þá er hann snöggur, sterkur og góður slúttari miðað við aldur.
Ekki er ólíklegt að Ángelo Henríquez muni koma eitthvað við sögu þetta tímabil.
siggi United maður says
Frábærar fréttir fyrir okkar félag, ungur og efnilegur peyji kominn til okkar. Megi honum vegna sem best.
Ég vildi samt sýna stuðningsmönnum þennan póst hérna á Huga.is. sem var birtur fyrir átta árum. Ég les hann reglulega til að minna mig á hversu gott lið og knattspyrnustjóra við erum með. Endilega lesið greinina og svo athugasemdirnar; það hefur lítið breyst hjá okkur stuðningsmönnunum greinilega. Átta árum og mörgum titlum síðar eru nákvæmlega sömu athugasemdunum um liðið fleygt fram, mjög áhugavert. Mér finnst sérstaklega fyndið að lesa um hversu búinn stjórinn sé og hversu leiðinlegan bolta liðið spilar síðustu ár. Og já, Scholes og Giggs eru orðnir gamlir og þreyttir, og Liverpool er með ungt og efnilegt lið á meðan United er staðnað. 8 ár síðan! http://www.hugi.is/knattspyrna/greinar/245028/raudu-djoflarnir-a-leid-til-helvitis/
Birkir Freyr says
spennandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með:)