Frá síðustu útgáfu af „Rauðu djöflarnir lesa“ er United búið að spila tvo leiki. Sigruðu Wigan 4-0 í ensku deildinni og svo Galatasaray 1-0 í Meistaradeildinni. Það er því af nógu lesefni að taka og hér er það helsta sem við lásum í þessari viku.
- ROM svarar ásökunum fjölmiðla um Hillsborough níðsöngva á Old Trafford um síðustu helgi og útskýrir söguna á bakvið “always the victims, it’s never their fault“
- Gary Neville skrifaði frábæra grein um Hr. Paul Scholes
- Sky Sports greinir frá því að Vidic og Gerrard munu í sameiningu sleppa 96 blöðrum til minningar um þá sem létu lífið í Hillborough harmleiknum
- Van der Sar segir frá samtali sem hann átti við Van Persie í sumar
- Beautifully Red sýnir okkur það besta úr leik United gegn Wigan
- Steve Bruce talar um útsendararaskýrslu sem dæmdi hann veikburða og ekki nógu góðan fyrir United
- Powell segir að engin hætta sé á því frægðin muni stíga honum til höfuðs
- Swiss Ramble með grein sem útskýrir það helsta um Financial Fair Play (FFP)
- The Guardian rifjar upp leikinn í Istanbul fyrir 19 árum þegar United heimsótti Helvíti
- Sky Sports tók viðtal við Ferguson eftir leikinn gegn Galatasaray (Vídeó)
Að auki hefur Chevrolet verið með skemmtilegt Q&A þar sem aðdáendur spyrja leikmenn United alls kyns spurninga og svörin birt á youtube. Smellið hér til þess að sjá vídeóin.
Stefan says
takk fyrir, þetta er snilld:)
Stefan says
Finnst skemmtilegast greinin um Scholes og Wigan leikurinn
Sigurbaldur says
Frábærar lesningar, takk fyrir þetta. Gaman að sjá G. Neville tala um P. Scholes. Þvílíkir fagmenn báðir tveir. Ég sá í fréttablaðinu magnaða staðreynd. P. Scholes skoraði í sínum 100., 200., 300., 400., 500., 600. og sínum 700. leik fyrir Man Utd. Legend !
Tryggvi Páll says
Paul Scholes skoraði reyndar ekki í sínum 600. leik fyrir félagið og mér skilst að markið í 200. leiknum hafi verið sjálfsmark.
Sigurbaldur says
Hehe jæja Tryggvi, þetta var líka of gott til að vera satt.