Þá er komið að fyrri slag þessara fornu fjanda. Liðin hafa byrjað þetta tímabil mjög ólíkt. Á meðan United voru slakir í fyrsta leik en hafa svo unnið fjóra leiki í röð ef að fyrsti leikurinn í meistaradeildini er tekinn með, þá hafa Liverpool átt sína verstu byrjun í um 100 ár. Svo hefur Manchester Utd ekki unnið á Anfield síðan 2007. En eins og oft áður þegar þessi lið mætast þá skiptir tölfræðin ekki alltaf máli. Leikurinn hefst klukkan 12:30.
Samkvæmt Sir Alex þá verður Wayne Rooney ekki í hópnum sem fer til Liverpool, hann er byrjaður að æfa á fullu og verður vonandi tilbúinn í næstu viku, á meðan þurfum við að bíða 2-3 vikur eftir að Ashley Young verði klár í slaginn. Ég held að David de Gea muni pottþétt byrja þennan leik eftir frábæra frammistöðu gegn Galatasaray á miðvikudaginn. Ferdinand verður líklega aftur í liðinu eftir að hafa verið hvíldur í sama leik. Margir vilja eflaust sjá Büttner í vinstri bakverðinum en mig grunar að Evra muni spila. Scholes verður líklega á bekknum eftir að hafa spilað 80 mínútur á miðvikudaginn, Cleverley verður pottþétt á miðjunni með Carrick og sóknarlínan verður sennilega óbreytt frá síðustu leikjum. Annars er alltaf möguleiki að Fergie muni komi á óvart með liðsvali og þá gæti Welbeck byrjað í stað Nani.
Líklegt byrjunarlið Man Utd
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Cleverley Carrick
Valencia Kagawa Nani/Welbeck
van Persie
Staða Liverpool er svolítið í sérstök í ljósi þess að liðið hefur alls ekki verið að spila illa í deildinni en þeirra helsti höfuðverkur er sá að þeir skora ekki mörk. Þeir eru ansi fáir framherjarnir í liðinu eða strangt til tekið tveir, og annar þeirra spilar á kantinum og hinn er Luis Suarez, sem virðist oftar en ekki gjörsamlega fyrirmunað að skora. Steven Gerrard hefur undanfarin ár verið lukkudýr Liverpool og hefur margoft komið liðinu til bjargar þegar hefur þörf hefur verið á. En með tilkomu Brendan Rodgers þá hefur Liverpool tekið upp nýjan spilstíl, svokallað tiki-taka sem flestir ættu að kannast með sem fylgst hafa með Barcelona og spænska landsliðinu undanfarin ár, Swansea spilaði þetta líka á síðustu leiktíð og skemmtu mörgum með skemmtilegu og hröðu spili. Gerrard hefur ekki ennþá fundið sig í nýja kerfinu og hefur ótrúlegt en satt í nokkrum leikjum verið slakasti leikmaður liðsins.
Líklegt byrjunarlið Liverpool:
Reina
Kelly Skrtel Agger Johnson
Shelvey Gerrard Allen
Borini Suarez Sterling
Þess má til gamans geta að Tryggvi Páll einn af ritstjórum síðunnar mun taka þátt í hringborðsspjall ásamt Kristjáni Atla af Kop.is á útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í dag klukkan 13.15. Hvet alla til að hlusta á það.
PS: Opið bréf Ferguson til United aðdáenda.
Egill Óskarsson says
Ég gæti alveg trúað því að Welbeck komi inn í liðið í stað Nani, Welbeck var sá eini með lífsmarki í fyrri hálfleik á móti Wigan í seinustu viku og fékk að mér finnst frekar ósanngjarna gagnrýni.
En ég vona bara að SAF leggi upp með að keyra svolítið á Liverpool. Eins og Kristján Atli sagði í spjallinu hér í gær þá hefur United verið alltof varfærið á Anfield seinustu ár en ef einhvern tíman er ástæða til þess að pressa svolítið á þá þá er það núna. Þeir eru ennþá óöruggir í þessu kerfi sem Rodgers lætur þá spila og þá er um að gera að gefa þeim lítinn frið.
Annars hef ég bara nokkuð góða tilfinningu fyrir þessum leik!
Árni Torfason says
Hentar fantasy liðinu mínu betur ef scholes og smjörið byrji leikinn.
Guðni Rúnar Jónsson says
Mér finnst líklegt að hann verði með Giggs í liðinu, hann hefur nú spilað svona leiki nokkrum sinnum kallinn og var hvíldur í síðasta leik.
ellioman says
Kenny Dalglish: „When the Hillsborough disaster happened back in ’89, Sir Alex was straight on the phone to offer his help in any way he could. Some love him, some hate him but when something terrible happens like Hillsborough, he is one of the first asking what he can do.“
http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/kenny-dalglish-column-on-hillsborough-and-how-1336883
Ingi Rúnar says
Spåi 2-0 fyrir okkur ad sjálfsogdu……vill sjá pressu allan leikinn
Islogi says
Til hamingju með síðuna.
Það var áður minnst á kop.is, sem er búin að vera lengi í loftinu. Frábær síða og lykillinn að því er að það líða aldrei nema ca 3 dagar á millni færslna þar og því alltaf nýtt topic til umræðu og því vil ég benda forsjármönnum þessarar síðu á nauðsyn þess að vera með nógu marga penna til að skrifa hér inn pistla með reglulegum hætti.
Ég er nánast eins og fíkill í fréttir af liðinum mínu enda rússibaninn búinn að vera mikill undanfarið.
LFC var korteri frá því að verða gjaldþrota, tíð stjóraskipti og drama í kring um það og svo núna Hillsbourogh skýrslan.
Kop.is hefur gefið okkur vettvang til að ræða þessa hluti og þegar aldurshópurinn er frá 10 ára og uppúr sem kemur með comment þá verður nauðsyn á styrkri ritstjórn mikilvæg.
Vona að forsjármenn þessarar síðu taki jafn vel á málum, en það er nauðsynlegt til að missa ekki umræðuna niður á leikskólalevelið.
Af því að ég var að minnast á skýrsluna varðandi dauða 96 stuðningsmanna Liverpool þá langar mig til að benda ykkur sem hafið áhuga á að skoða það mál betur á 65 mínútna heimildarmynd um niðurstöðu þessarar skýrslu hér: http://www.liverpoolfc.com/video/features/12555-truth-day
En aftur til hamingju með síðuna og vonandi verður þetta til þess að LFC og Manutd stuðningsmenn geti átt málefnalegar og skemmtilegar umræður
Vona að þið fyrirgefið mér að vera að commenta hér inn, verandi LFC Fan :-)
kv. Islogi