Óhætt er að segja að beðið hafi verið eftir þessum leik með mikilli eftirvæntingu. Þetta var fyrsti heimaleikur Liverpool eftir útgáfu Hillsbrough skýrslunnar og var andrúmsloftið magnþrungið. 96 blöðrum var sleppt til minnast þeirra 96 sem létust í Sheffield og var stemmningin mögnuð. Og voru allir stuðningsmenn til fyrirmyndar.
Liverpool stillti upp sama liði og gegn Sunderland á meðan Ferguson gerði nokkrar breytingar frá leiknum gegn Wigan.
United:
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Giggs
Valencia Kagawa Nani
van Persie
Liverpool:
Reina
Kelly Skrtel Agger Johnson
Gerrard Allen Shelvey
Sterling Suarez Borini
Liverpool byrjaði leikinn mikið betur, góð hreyfing var á mönnum og þeir héldu boltanum vel, voru ríflega 60% með boltann í fyrstu 10 mínúrnar. United áttu erfitt með að halda boltanum og tókst aldrei almennilega ná upp einhverju spili.
Seint í hálfleiknum reyna Jonjo Shelvey og Jonny Evans við sama boltann og fara báðir með báða fæturna á undan sér en Shelvey fór aðeins í Evans og fékk að sjá rautt, frekar harður dómur.
Ekkert fleira markvert gerðist í þessum bragðdaufa fyrri hálfleik þar sem hvorugt liðið átti einhver færi en Liverpool voru samt líklegri.
Suso kom inná fyrir Borini og hálfleik og Paul Scholes kom inná fyrir arfaslakan Nani. Suso var fljótur að hafa áhrif og hann stóran þátt í marki Steven Gerrard strax í byrjun hálfleiksins. Ekki ósanngjarnt miðað við gang leiksins.
Rafael jafnaði metin með laglegu skoti með vinstri eftir krafs í vítateig Liverpool. Seinni hálfleikurinn var fjörugur og erfitt var að sjá að Liverpool væru manni fleiri en liðið lék vel í dag.
Raheem Sterling einhver áhugaverðasti ungi leikmaðurinn í deildinni var tekinn útaf fyrir Jordan Henderson og við það minnkaði álagið á Evra sem virkilega þarf að fara sýna lit.
Draga fór til tíðinda þegar Antonio Valencia átti hörkusprett upp að marki Liverpool og virtist vera tekinn niður af Glen Johnson og vítaspyrna dæmd, frekar harður dómur að mínu mati. Daniel Agger var borinn af velli og Jamie Carragher kom inná í hans stað. Robin van Persie stillti boltanum upp og beið í tæpar 4 mínútur eftir að taka spyrnuna, van Persie skoraði örugglega en Reina var ekki langt frá að verja.
Javier Hernández kom inná fyrir Shinji Kagawa á 81. mínútu og van Persie átti skrautlega tæklingu skömmu síðar og fékk gult spjald að launum.
Liverpool missti svo Martin Kelly af velli vegna meiðsla og þurfti því að spila lokamínúturnar 2 færri.
Danny Welbeck kom inná fyrir Rafael undir restina vegna meiðsla og ljóst að Ferguson vildi ekki taka neina áhættu með Brassann.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og fyrsti sigur Man Utd á Anfield síðan 2007 staðreynd.
Helstu atvik:
Jonjo Shelvey rautt spjald 39′
Steven Gerrard skorar 46′
Rafael skorar 51′
Robin van Persie skorar 81′
Nokkrir punktar:
- Nani átti sinn daprasta leik í dag sem ég man eftir.
- Evra átti í miklum vandræðum með hinn unga og spræka Sterling.
- Fengum 3 vítaspyrnuna á einhverjum 26 árum á Anfield.
- Við skoruðum úr VÍTI (lesist tvisvar)
- Lindegaard var traustur en þetta Liverpool lið hefði líka hentað David de Gea vel þar sem Andy Carroll er kominn í annað póstnúmer.
- Rafael hefur skorað 3 mörk fyrir United en ekkert með hægri fótnum.
- Evra og Suarez tókust í hendur (hverjum er ekki sama?)
- Tæklingin frá Shelvey var ljót en brottvísunin opnaði leikinn og bæði lið urðu aðeins sprækari. Hann á samt seint eftir að gleyma þessum leik þó hann vilji það sjálfsagt.
- Liverpool voru óheppnir að fá ekki víti og hefðu sennilega fengið það ef þetta hefði verið einhver annar en Suarez.
Það er alltaf gaman að vinna Liverpool og hvað þá á Anfield, í þetta skiptið þurftum við ekki John O’Shea til að pota’num.
Þetta Liverpool hlýtur að fara vinna leiki ef þeir spila eins og þeir gerðu í dag.
Manchester Utd hafa oft spilað betur í dag og erfitt var að sjá að þeir væru einum fleiri síðustu 50 mínúturnar af leiknum.
Næsta verkefni er Carling bikarinn gegn Newcastle á miðvikudaginn og við viljum klárlega fá betri spilamennsku í honum heldur en við fengum í dag.
Hver var að ykkar mati maður leiksins?
Sigurbjörn says
Jonny Evans er maður leiksins.
Rauða spjaldið var hárréttur dómur, og ef Evans hefði varið með lappirnar í Shelvey, þá hefði hann átt að fá rautt líka.
Meðan Evans er heill, þá finnst mér hann alls ekki vera síðri kostur í vörnina heldur en Ferdinand eða Vidic. Frábært að sjá hvernig hann hefur stigið upp síðustu tvö tímabil.
Persie sást ekki mikið í leiknum, og Kagawa átti sinn slakasta leik hingað til, þrátt fyrir að fá skráða á sig eina stoðsendingu.
Giggs, því miður að mínu mati, hefur ekki lengur það sem til þarf til þess að byrja erfiða útileiki. Það sást að um leið og Scholes kom inná hvernig spilið stórbatnaði.
Dagur Björnsson says
Virkilega dapur leikur hjá okkar mönnum. Líka leiðinlegt að sjá Liverpool spila svona bara á móti „stóru“ liðunum en virðast ekki getað haldið haus á móti „minni“ liðum.
Skítug 3 stig eru þó 3 stig.
Steven Gerrard var maður leiksins!
Jó says
Lindegaard. Engin spurning
AAA says
http://imageshack.us/photo/my-images/337/rautt.jpg/
Agnar says
Ég var ánægður með Ferdinand í þessum leik, fannst hann mjög traustur.
Almar Enok says
Mér fannst Jonny Evans mjög traustur í dag og gerði enginn mistök. Rauða spjaldið var að öllum líkindum rétt ákvörðun en annað má segja með vítið. Mig verkjaði í augun að horfa á Man Utd liðið „spila“ í fyrri hálfleik, einn lélegasti hálfleikur sem ég hef séð í mörg ár hjá þeim. Svo eftir komu Scholes í hálfleik komst loksins ró í liðið og þeir náðu meira en 2 sendingum á milli sín
En 3 stig eru alltaf 3 stig alveg sama hversu ógeðsleg þau eru. En ég auglýsi bara formlega eftir Luis Nani, mikið rosalega var hann lélegur í dag!
Björn Friðgeir says
Ef að menn vilja rifja upp hvers vegna Suarez fær ekki víti þá er þetta fínt http://twitpic.com/7kst4r
Þegar hann ýkti fallið svona rosalega áðan hjálpaði hann dómaranum til að taka ákvörðun. Við munum þetta vel frá Ronaldo árunum.
bjarnig says
Þokkalegur leikur þ.e.a.s hjá Liverpool
En ljótt er ef satt sem stendur á twitter
@sammatterface
United fans end the day singing „it’s never your fault, it’s never your fault. Always the victim it’s never your fault“
And it’s was the majority not the minority. I don’t understand. Maybe it won’t ever change #sadtimes
EDA says
Fyrir þessa skítaframmistöðu fengum við einu stigi meira en Liverpool hafa fengið á öllu tímabilinu. Evans hefði átt að fá rautt spjald, Suarez og Sterling hefðu átt að fá gul spjöld fyrir dýfur, Valencia átti ekki að fá víti, Livepool hefðu þurft að skapa sér dauðafæri til að geta heimtað að eiga skilið 3 stig úr leiknum. Það er nú ekki nóg að halda boltanum, menn þurfa að skora líka.
Við spiluðum illa en greinilega nógu vel þar sem við fengum 3 stig en Liverpool ekkert, við vorum heppnir en menn þurfa líka heppni til vinna.
Við unnum, Liverpool tapaði, Shelvey kennir Ferguson um rauðaspjaldið, ég er glaður, þeir eru brjálaðir og í fallsæti.
Af hverju ætti maður ekki að vera glaður?
svo mæli ég með kop.is, frábær stemning þar, minnir á N-Kóreu þegar Kim Jong Il dó, endalaus grátur.
EDA says
@bjarnig
Þetta er ekki vísun í Hillsborough, það hefur margoft komið fram í fjölmiðlum í þessari viku, sumir einfaldlega vilja ekki lesa sannleikann.
Pétur says
Hey AAA…þetta er fryst mynd þar sem þetta lítur sem verst út fyrir Evans…þarna var Evans búinn að ná undan til boltans með að sparka innanfótar í hann, hvort hann hefur runnið eða reynt að láta vinstri fylgja með er erfitt að vita, því mjög líklega óásettning að ræða, en shelvey kemur á fleygiferð og hendir sér í tæklingu sem virtist algjör ásetningur…kannski þess vegna slapp Evans…en rautt á báða segi ég…en hér sérðu atvikið…ekki fyrst ykkar til hagnaðar;)
http://www.101greatgoals.com/gvideos/gif-jonjo-shelveys-brutal-tackle-on-jonny-evans-liverpool-v-manchester-united/
Heiðar says
„van Persie skoraði örugglega en Reina var ekki langt frá að verja“.
Þetta er nú nokkuð mótsagnakennd setning….
Daníel Sveinsson says
Vil byrja á að óska ykkur til hamingju með síðuna (og sigurinn þó svo mér sé meinilla við það).
Sammála þér með þessi vafatriði, fannst Liverpool vera rænt amk 1 stigi, en í dag féll þetta bara með ykkur og lítið við því að gera eftirá. Þó þetta sé extra súr dagur þá er þetta samt það sem gerir fótboltann að bestu íþrótt í heimi… Djöfullinn!
Daníel Sveinsson says
Það má kannski bæta við að í þessari tæklingu kemur Shelvey af miklu meiri ákefð í hana svo maður skilur kannski ákvörðun dómarans þar, en bara get ekki séð að þetta eigi að vera víti en t.d. ekki hjá Suarez hinu megin.
Magnús Þór says
Heiðar, þessi leikur var allur mótsagnakenndur þannig að þetta var bara við hæfi.
Siggi says
Vítið sem við fengum var ekkert annað en gjöf. Ég hef bara nokkrar áhyggjur af okkar mönnum ef þeir fara ekki að spila betur. Ég hef ekki séð einn einasta leik það sem af er tímabils þar sem mér finnst ég sjá liðið spila af viti
Ingi Rúnar says
Liverpool ad spila sinn besta leik og UTD sinn versta samt vann UTD. En oll vafaatridi féllu med okkur, tvi midur fyrir Liverpool verdur ad skora til ad fá stig, onnur tolfrædi dugir ekki. Madur leiksins hjá okkur, pass, ekki madur leiksins, dómarinn.
Tryggvi Páll says
Gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig. Löngu kominn tími á að eitthvað dytti með okkur á Anfield. Ég t.d. get ekki gleymt farsanum sem átti sér stað þegar Carragher tæklaði Nani upp í mitti í leik liðanna í mars í fyrra. Þetta var vissulega ekki glæsileg frammistaða í dag og ég get alveg tekið undir með þeim sem segja að dómarinn hafi hjálpað til með sigurinn. Mig langar til þess að fara aðeins yfir vafaatriðin.
Fyrst varðandi rauða spjaldið. Það er fáránlegt að vísa eingöngu í þessa mynd af atvikinu á milli Jonjo Shelvey og Evans eins og AAA og fjölmargir Poolarar hafa gert og segja að Evans sé í raun sökudólgurinn. Það er líklega enginn tilviljun að það er gert jafn oft og raun er enda hentar hún málstað Liverpool-manna einstaklega vel. Samkvæmt þessari mynd lítur allt út fyrir það að Jonny Evans sé sá eini sem sé að gera eitthvað sem verðskuldi rautt spjald.
Sú var alls ekki raunin og ósköp einfalt að sjá það ef menn horfa á alla tæklinguna en ekki bara eitt sekúndubrot úr henni. Ef menn horfa á alla tæklinguna sést að Shelvey hendir sér í hana á lofti, af fullu afli og hefur enga stjórn á neinu. Jonny Evans fer vissulega með tvær lappir á móti og ég held að Salómonsdómur í þessu hefði verið sami dómur á báða, hvort sem það hefði verið gult eða rautt. Við vitum hinsvegar ekki nákvæmlega hvernig Halsey sá þetta gerast og þó að það sé klisja að segja þetta er það ljóst að hann fær engar endursýningar og við fyrstu sýn leit tæklingin mjög illa út af hálfu Shelvey. Kannski litaði það líka sýn Halsey að hann hafði sagt Shelvey að hafa sig hægan þegar hann sleppti því að spjalda Shelvey fyrir frekar harkalega tæklingu á Rafael fyrr í leiknum
Hvað varðar vítið hjá Suarez held ég að þar hafi Halsey gert mistök og við sloppið með skrekkinn. Hinsvegar, svo maður detti í klisjurnar, hjálpaði Suarez sér ekkert því að hann datt með einhverjum tilfþrifum. Það réttlætir auðvitað ekki að sleppa því að dæma víti þegar brot á sér stað en er kannski skýring á því afhverju hann dæmdi ekkert.
Hvað varðar vítið hjá Valencia var ég á því á meðan leiknum stóð að þetta hefði ekki verið víti en endursýningar eftir leikinn hjá sérfræðingunum á SKY sýna greinilega að Glen Johnson fór í hælinn á Valencia sem varð til þess að hann datt, klárt víti.
Ég ætla ekki svo að fara í neina umræðu um að Robin van Persie hefði átt að fá rautt fyrir tæklingu á Suso eins og einhverjir Liverpool-menn voru að heimta á meðan á leik stóð. Algjörlega fáranleg umræða og hreinlega ekki svaraverð.
Allt í allt geta Liverpool-menn verið ósáttir og ég skil vel að þeir séu pirraðir. Mér er samt einhvernveginn alveg nákvæmlega sama um það. United vann og Liverpool menn eru pirraðir. Það hljómar bara eins og win-win situation.
DMS says
@bjarnig
Þessi söngur er ekki um Hillsborough. Getur meðal annars lesið um hvað þeir syngja hér í þessari grein:
http://therepublikofmancunia.com/its-never-their-fault/
DMS says
@bjarnig
Þessi söngur er ekki vísun í Hillsborough. Getur lesið um hvað þeir syngja í þessari grein:
http://therepublikofmancunia.com/its-never-their-fault/
Björn Friðgeir says
Tek undir hvert orð hjá Tryggva Páli.
Og svona til að gera daginn aðeins betri, jafntefli hjá City og Arsenal. Góður dagur!
AAA says
Pétur, alveg sammála þér, myndin átti einmitt að sýna að ólíkt því sem Liverpool menn virðast halda fram er Jonny Evans ekki á leið í tveggja fóta tæklingu, þarna var hann búinn að vinna boltann innanfótar (hin löppinn kom aldrei nálægt honum) og eftir það kemur Jonjo Shelvey með glórulaust brot sem er ekkert nema rautt og hefði auðveldlega getað mölbrotið fótinn á Evans.
Palli says
Rafael okkar lang besti maður í dag.
siggi United maður says
Pottþétt rautt spjald, lítur mjög illa út á fullum hraða. Svo skil ég ekki hvað Púlarar vilja fá víti þegar Evans á að hafa brotið á Suarez. Það sést greinilega að hann tekur boltann fyrst. Eitt af því sem gerir lið að meisturum er að vinna leikina þar sem þeir eru lélegri. Það er gott að ná í 3 punkta á Anfield, þar erum við allavega komnir með tveimur punktum meira en City tóku.
O'shea says
http://twitter.yfrog.com/06u5tokbgkvoblxqnlkupfhjz
@EDA,Tryggvi Páll & DMS
Egill Guðjohnsen says
Mér fannst Jonny Evans vera mjög góður í dag og Lindegaard var líka mjög traustur í markinu og gerði ekki nein mistök og varðandi Evans þá er hann orðinn virkilega góður og þegar ég sé hann í byrjunaliðinu verð ég aldrei neitt stressaður,þvílíkar framfarir sem hann hefur tekið og sé hann alveg halda sínu sæti í liðinu.
Varðandi með leikinn þá fannst mér dómarinn gera allt rétt í dag.
DMS says
Ég man nú alveg eftir viðureignum við Liverpool þar sem við vorum sviknir af stórum ákvörðunum, þetta gerist á báða bóga, Carragher átti þátt í þeim öllum.
Í október 2009 tók Carragher Owen niður sem aftasti varnarmaður en slapp við rauða spjaldið.
Carragher opnaði skurð rétt fyrir neðan hnéð á Nani án þess að fá reisupassann:
http://pic40.picturetrail.com/VOL298/11664132/23168834/404026750.jpg
Carragher fór yfir boltann og tæklaði beint í legginn á Michael Carrick innan vítateigs án þess að nokkuð væri dæmt:
http://pic40.picturetrail.com/VOL298/11664132/23168834/404026751.jpg
Stundum færðu þessar ákvarðanir með þér, stundum ekki. En það er alltaf eins og að Liverpool menn láti eins og þeir séu þeir einu sem lenda í því þegar þeir fá ekki 50/50 dómana sér í hag. Mér fannst Shelvey vera heppinn að sleppa við gult á 15. mín þegar hann straujaði Rafael. Við sáum Scholes fá gult eftir um 10-15 mín. í síðari hálfleik fyrir svipaða tæklingu, hans fyrsta brot.
Við vorum heppnir að þetta datt með okkur í dag, engin spurning. En poolarar geta líka spurt sig af hverju þeir nýttu ekki tækifærið í fyrri hálfleik þegar þeir yfirspiluðu okkur og settu allavega 1-2 mörk. United voru algjörlega á hælunum, samt ná þeir ekki að skora.
bjarnig says
http://www.youtube.com/watch?v=RbgMW2DkS2I&feature=youtu.be
EDA says
@bjarnig
Eins og ég sagði áðan, þetta er EKKI vísun í Hillsborough, sama þótt einhverjir kjánar reyna að halda öðru fram. Liverpool menn eru þekktir fyrir að snúa svona hlutum gegn mönnum og leika fórnarlömbin. Þessi söngur er í raun um akkúrat það sem púlarar eru að gera núna, heyra lag og reyna eftir bestu getu að sannfæra menn um það sé verið að níðast á livepool mönnum, en í raun er verið að benda á hversu miklir vælukjóar þeir eru.
DMS says
@bjarnig
http://www.433.is/frettir/england/studningsmenn-liverpool-leku-hrapandi-flugvel/
Phil McNulty hjá BBC:
„The occasion was marred slightly after the final whistle when a couple of home supporters ran across from the main stand to the visiting contingent – held behind on police orders – and started making aeroplane signals in a clear reference to the Munich air disaster in 1958 when eight United players were among 21 people who lost their lives.
The provocation was met with chants of „Always the victims“ and „Murderers“ from the travelling fans in relation to the Hillsborough and Heysel stadium disasters that Liverpool were involved with in the 1980s.“
Þó það réttlæti ekki neitt að syngja svona söngva, hvorki um Hillsborough eða Munchen, þá er betra að hafa allar staðreyndir til taks.
KristjánS says
Hvað finnst mönnum um markmannsmálin? Erum við að fara horfa upp á annað Howard/Carroll dæmi?
bjarnig says
Víst var verið að vísa til þess.
Er sammála að þetta á ekki að eiga sér stað neinsstaðar
EDA says
vertu ekki að bulla eitthvað sem þú hefur ekki hundsvit á. Þetta er bara eitthvað sem þið púlarar viljið enda fædd og uppalin fórnarlömb og vælukjóar. Auk þess þá heldur það ekki neinu vatni að tengja þetta við Hillsborough eftir að skýrslan var opinberuð. Það er marg búið að ítreka fyrir ykkur að þetta tengist Hillsborough á ekki neinn hátt, sama hvort ykkur líkar betur eða ver.
ulli says
Ok, eg er gallhardur United-madur en get samt alveg fokking vidurkennt ad akvedinn hluti studningsmanna lidsins samanstendur af monnum sem aetti bara ad leida til slatrunar. Sama a vid um studningsmenn Liverpool og allra annarra enskra fotboltalida.
Skiptir engu hvort einhver tiltekin brot sem tid visid i syni omurlegar visanir i Hillsborough eda eitthvad annad. Tessir menn eru til stadar og verda tad tvi midur alltaf.
Skil ekki hvernig tid nennid ad vera ad taka hanskann upp fyrir svona lid eda bera saman verstu stuningsmenn United og Liverpool. Tetta eru ekki einu sinni studningsmenn, tetta eru gedsjuklingar tar sem fotboltinn er i aukahlutverki og algjor otarfi ad vera ad reyna ad fegra tad eitthvad, teim er skitsama um ykkur, myndu liklega berja ykkur i klessu a gotum uti. En sem betur fer er tetta ekki nema brotabrot af heildarhopnum.
ulli says
Eins og einhver her ad ofan hefdi eg annars gaman ad tvi ad fa pistil um markmannsmalin hja lidinu og hvernig teim verdur hattad. Tetta fer ad verda nokkud athyglisvert.
Björn Friðgeir says
Eigum við ekki að sleppa því að tala um að leiða fólk til slátrunar. Einmitt það viðhorf hjá yfirvöldum gat af sér Hillsborough.
Hvað markmannsmálin varðar held ég það sé bara einn maður sem gæti skrifað um þau og komið með sannleikann og það er Sir Alex. Við hin verðum bara að horfa á og klóra okkur í kollinum.
úlli says
Ég er ekki bókstaflega að meina að það eigi að taka þessa menn að lífi. Hins vegar er það alvitað að þessi hópur er algjör óþverralýður, hvort sem hann á heima í Manchester, Liverpool, London eða Leeds.
Tómas says
Ef einhver hleypur í fótinn á manni þegar það er búið að munda hann í skot, má alveg segja að það ætti að dæma víti. Johnson gerði það ekki viljandi en það hefur klárlega mikil áhrif á Valencia í þessarri stöðu. Fyrir mér er þetta víti eftir að hafa horft á þetta í endursýningu, fannst það ekki þegar ég sá þetta fyrst. Þar að auki ýtir hann á bakið á honum, þegar maðurinn er á feiknaferð.
http://www.youtube.com/watch?v=g9u0F07EPyk
KristjánS says
Okkar menn verða samt að girða sig í brók eftir þennan leik. Þetta var alls ekki sannfærandi frammistaða og það er rannsóknarefni hvernig á því stendur að liðið spilar svona illa, leik eftir leik á Anfield. Vonandi fara okkar menn í gang núna og fara að vera meira sannfærandi, finnst hafa skort eitthvað í leik liðsins á þessu tímabili.
Ég er búinn að horfa aftur og aftur á myndbrot af vítinu sem Valenica fékk. Í mínum huga er þetta ekki víti. Er ég svona blindur en ég sé ekki þessa snertingu frá Johnson með hælnum.
Ég tel rauða spjaldið á Shelvey réttan dóm. Í mínum huga fer Shelvey glórulaust í Evans sem er að reyna spyrna innanfótar í boltann.
En svona er boltinn með þessi vafaatriði, stundum falla þau með manni og stundum ekki. Gleymum ekki þegar Carragher tæklaði eða hjó í löppina á Nani, er hann tæklaði Carrick og þegar hann tók Owen niður.
Aron says
Það er æðislegt að komin sé síða sem gefur málefnalegum stuðningsmönnum United tækifæri til að taka þátt í þroskaðri umræðu um fótbolta, þó svo að vitleysingarnir séu aldrei langt undan. Kvartaði mjög oft yfir því að Púllarar væru með góða síðu fyrir málefnalega umræðu (kop.is er góð síða þrátt fyrir allt) og við United-menn með manutd.is þar sem umræðan var iðulega eins barnaleg og hún gerist. Það er alltaf „of gott“ að vinna á Anfield en ég hefði óskað þess að United hefði tekið 4-1 leik á þetta eins og við lentum í um árið en spilamennskan bauð aldrei upp á það. United voru mjög lélegir í fyrri hálfleik og hefði Shelvey ekki fokið útaf hefðu Liv’pool sigrað leikinn að öllum líkindum. Virðingin er ekki meiri en svo að vissir íslenskir man u/liv’pool aðdáendur benda á hvorn annan útaf haturssöngvum og saka hina og þessa stuðningsmenn um að vera „viðbjóður“ og til skammar. Í bræði sinni fannst sumum púllurum rétt að varpa ljósi á þessa söngva hjá gestastúkunni og svo „lúmskt“ finna einhvern samnefnara yfir alla stuðningsmenn United og núna gera íslenskir United-menn hið sama og benda á að „púllararnir byrjuðu“. Því heitari sem umræðan verður á Íslandi því minni áhersla er lögð á orðið „nokkrir“ eða „fáir“. Ég held að hvorki ég né nokkur annar búsettur Íslendingur muni nokkurn tíman skilja þetta hatur á milli smás hóps stuðningsmanna á Englandi en samt sem áður taka sumir upp hanskann fyrir þá eða bölva þeim.
Ég hef enga reynslu af „bullum“ en bróðir minn sem býr í Englandi hefur kynnt sér (að vissu leyti) það álit sem Bretar hafa á þessum „bullum“. Hann vinnur við veitingar og spjallar við mann og annan en þau svör sem hann fær eru nánast alltaf neikvæð. Ekki leið á löngu þar til hann lenti í einni „bullu“ sem var stuðningsmaður Brighton og hann hefur aldrei kynnst öðrum eins sora á sinni ævi, maðurinn var eins skítugur og þeir gerast og talaði ekki um annað en kynþátt, slagsmál og Brighton football club. Þar sem bróðir minn er Íslendingur áttaði maðurinn sig á að hreimurinn væri eitthvað sérstakur og spurði hvaðan bróðir minn væri, hann svaraði „Íslandi“ og maðurinn sturlaðist þrátt fyrir að hann væri einnig af sama hörundslit og upp úr sauð á milli þeirra. Sem betur fer tóku aðrir Bretar upp hanskann fyrir bróðir minn og öskruðu ljót orð yfir manninn og fylgdu honum út með valdi og báðust svo afsökunnar fyrir hans og Bretlands hönd. Þessi saga segir ekki alla söguna, langt því frá, en hún gæti gefið þeim sem dirfast að búa til einhverskonar neikvæðan samnefnara yfir stuðningsmenn enskra liða eitthvað til þess að hugsa um. Þetta er lítill hópur manna sem betur fer og virðum þá sem virðingu sýna á móti. GGMU
Egill Óskarsson says
Þetta var skrýtinn leikur. Man Utd átti ekki skilið að fá stigin þrjú, svo að maður bara segi eins og er, en ekki dettur mér í hug að vera fúll yfir því að taka þau á Anfield!
En er ekki orðið augljóst núna að það VERÐUR að fara að gera eitthvað í miðjuvandamálum liðsins? Í fyrri hálfleik var miðjan bara ekki með. Það þýddi að engin úr framlínu liðsins komst inn í leikinn. Það var ekki fyrr en SAF fjölgaði inni á miðjunni (og munum að Liverpool voru þá orðnir einum færri) sem að liðið fór aðeins að eiga meiri séns.
Og plís, hættið þessu bulli um þessa söngva. Auðvitað vísar þessi ákveðni söngur líka til Heysel og Hillsborough. Og það var augljóst, og maður þarf að vera virkilega takmarkaður til að átta sig ekki á því, að fólk myndi bregðast illa við að þessi söngur yrði sunginn í kjölfarið á skýrslunni og hvað þá að hann væri sungin á Anfield, alveg óháð því hvort að satt sé að tveir stuðningsmenn Liverpool hafi leikið flugvélar.
Þetta er bara bullandi meðvirkni. Menn eiga að fordæma svona rugl sama hvaðan það kemur.
Tryggvi Páll says
Tek undir þessi ummæli hjá Agli og Aroni.
Maður hefur einmitt séð þessa helstu United-bloggara úti á Englandi vera að keppast við að skýra afhverju þessir söngvar eru einmitt ekki um Hillsborough en það er alveg morgunljóst að þeir eru alveg jafnmikið um Hillsborough og hin atvikin sem talin eru upp. Hárrétt hjá Agli að það er ekkert annað en meðvirkni að reyna að réttlæta þessa söngva. Það er alveg sama þó að þessir söngvar skv. SKY og BBC hafi ekki verið sungnir fyrr en eftir leik eftir að einhverjir hálfvitar hlupu að United-horninu með vængi á lofti til þess að minna á Munich 1958. Þessir söngvar eiga ekki rétt á sér undir neinum kringumstæðum, alveg eins og niðrandi tilvísanar í flugslysið eiga ekki rétt á sér undir neinum kringumstæðum.
Maður þarf auðvitað að vera alveg sérstök tegund af hræsnara og alveg afskaplega döpur mannvera til þess að brjálast yfir því að það sé sungið/vísað í niðrandi um eitt hörmulegt slys en taka svo þátt í nákvæmlega eins hegðun varðandi annað hörmulegt slys.
Einnig rétt sem Aron bendir á og ég hef einnig pælt í. Við hérna uppi á Fróni munum aldrei átta okkur almennilega á tilfinningunum sem ríkja þarna á milli stuðningsmanna þessara liða. Það er eitthvað sem nær í mörgum tilvikum langt út fyrir fótboltavöllinn.
Kristín says
Rafael hefur skorað 3 mörk fyrir United en ekkert með hægri fótnum.
hann hefur skorað 4 mörk
Arsenal, Wigan, Fulham og Liverpool :)
Stefan says
Var mjög ánægður með vörnina, fyrir utan Evra, hann og Nani þurfa bara að vera teknir úr liðinu og bæta leik sinn. Ef það virkar ekki þá bara seldir og fengið replacement.
Lindegaard var með góðar markvörslur og virkilega ánægður með að Ferdinand skuli hafa verið með bestu leikmönnunum. Valencia var líka frábær.
Davíð Orri Guðmundsson says
Sorglegt að sjá United í þessum leik, enn verra að heyra upptökur af stuðningsmönnum.
„Always the victims, it’s never your fault! Murderers, murderers, murderers!“
Hneykslanlegt að heyra fullorðið fólk syngja svona ömurlega söngva…
EDA says
Menn geta þrætt fyrir þetta eins og þeir vilja, en staðreindin er samt sem áður sú að söngurinn „Murderers“ var sunginn fyrst löngu áður en Hillsborough átti sér stað. Always the victim var sunginn eftir Suarez málið og áttu þessir söngvar því vel saman. Þessir söngvar hafa verið sungnir helgi eftir helgi og það er ekki fyrr en núna að púlarar fara að væla. Í fyrra áttu stuðningsmenn United að hafa migið á Hillsborough minnismerki og núna þetta. Það kemur ekki til greina að ég sitji og horfi aðgerðarlaus á þegar púlarar og íslenskir fjölmiðlar saka stuðningsmenn United um svona hluti án þess að hafa neitt fyrir sér í því.
Þetta er hlutur sem ég hef kynnt mér mjög vel og é veit upp á hár hvað ég er að segja um þetta málefni.
Og Aron, farðu á kop.is og skoðaðu leikskýrsluna og svörin þar og segðu mér svo að það sé málefnanleg síða.
Egill Óskarsson says
‘Murderers var sungið fyrst eftir Heysel, þar sem tæplega fjörtíu létust og 600 slösuðust EDA, finnst þér það eitthvað skárra? Það er svo alveg fáránlegt að halda því fram að það vísi ekki líka til Hillsborough enda var það sungið af krafti eftir þann hræðilega atburð. Sama með hinn sönginn. Vissulega kemur hann sennilega fyrst fram eftir Suarez vs. Evra en í hvað heldurðu að ‘Always’ vísi? Heldur þú að þar sé ekki m.a. Heysel og Hillsborough? Svona í alvörunni? Þegar menn svo syngja þetta í kjölfarið á þessari skýrslu og í fyrsta heimaleik Liverpool eftir að hún kemur út þá þurfa menn að vera ansi skyni skroppnir til að átta sig ekki á því að þeir muni fá það í hausinn. Eða er SAF kannski bara bjáni líka að fordæma þetta og biðja menn að gera þetta ekki?
Það er bara staðreynd, alveg sama hvað menn reyna að þræta fyrir það, að hluti stuðningsmanna United hefur verið til skammar í gegnum tíðina. Sem betur fer virðist þessi hópur alltaf fara minnkandi, m.a. líklega af því að menn sem haga sér illa eru settir í bann frá OT. Það að stuðningsmenn annara liða séu svona eða hinsegin breytir engu um það. Þetta er auvirðileg framkoma sem menn eiga að fordæma. Ekki að væla yfir því hvað ‘hinir’ eru vondir og hvað fjölmiðlar séu mikil fífl.
Aron says
EDA – Ég hef skoðað kop.is oft eftir bæði sigur og tapleiki (aðalega tapleiki) og dæmir þú ummælin þar og manneskjur eftir einn man u – Liv’pool leik? Eftir leikinn á Old Trafford fyrr á þessu ári var leikskýrslan á kop.is ekkert eins og þessi sem er nú, enda viðurkenndi höfundurinn að United voru þá mikið betri og áttu skilið að vinna, Suarez neitaði að taka í höndina á Evra og höfundur kop.is sagði það hafa verið stór mistök. Kemur það einhverjum hér á óvart að menn froðufelli núna eftir þennan leik? Það segir mér nákvæmlega ekkert um alla stuðningsmenn Liv’pool þó nokkrir gangi of langt í fullyrðingum sínum rétt eins og það segir „þeim“ ekkert um okkur, stuðningsmenn United, þó nokkrir geri slíkt hið sama og gangi of langt. Við getum brosað, þeir ekki. Sá vægir sem vitið hefur meira, ekki falla í neina gryfju og gefa öðrum stuðningsmönnum ástæðu til að dæma okkur öll því það er nákvæmlega það sem gerist þegar að menn hitna.
Björn Friðgeir says
Ég vil benda fólki á að nota rétt póstföng. Endurtekin brot á þessu og við förum að henda út kommentum.
Við þurfum ekkert að ræða þessa söngva neitt nánar. Það er hægt að reyna að halda fram að þeir eigi ekki við Hillsborough, en eins hægt að halda fram að þeir eigi við Hillsborough. Það eina sem þarf að vera á hreinu er að það eru hlutar af báðum stuðningsmannahópum sem eru sekir um þetta og alveg óþarfi að vera að horfa frekar á United en Liverpool. (svo ekki sé minnst á City og Bolton og Leeds United)
Tölum um fótbolta!
Nesi Cool says
er ég sá eini sem finnst kagawa ekki vera standa undir væntingum ??
Guðmundur says
haha, rólegur..áttiru von á að Kagawa mundi setja þrennu í fyrsta leik og leggja upp 2 í þeim næsta?
hann er núna búinn að leggja upp 2 eða 3 mörk, hann gerði vel í markinu hjá Rafael;)
Að dæma Kagawa svona snemma á tímabilinu er ekkert ósvipað og byrja á bók sem er 500 bls. og segja að hún sé leiðinleg eftir 5 bls.
Aron says
Ég get skilið að bæði stuðningsmenn og fjölmiðlar dæmi Kagawa kannski of snemma þar sem Hazard hefur byrjað vel en það er of snemmt að tala um vonbrigði. Mér finnst mjög ólíklegt að Hazard fylgi velgengni sinni eftir og steli senunni í öðrum hverjum leik. Ég vonast eftir stöðugleika hjá Kagawa, ef hann vinnur vinnuna sína og skilar árangri (skorar mörk og leggur þau upp) þá verð ég mjög sáttur hvort sem við endum í fyrsta eða öðru sæti.
Óskar Ragnarsson says
Hazard byrjaði vel, en ég hef aðeins séð einn leik með honum. Það var um síðustu helgi á móti Stoke, og hann gat ekki blautann. Var tekinn út af þegar hálftími var eftir. Það er ekki hægt að ætlast til að Kagawa brilleri þegar allt United liðið er með skitu eins og í undanförnum leikjum. Hann verður flottur þegar liðið hrekkur í gang.
Pillinn says
Ég held að Kagawa verði snilldar leikmaður fyrir okkur. Hefur þótt hann oft vera með ferskari mönnum og hann lagði nú upp markið fyrir Rafael, sem átti reyndar eftir að gera mikið, á móti Liverpool.
Ég myndi líklega segja að heilt yfir hafi Gerrard verið maður leiksins. Af okkar mönnum þá líklega Rafael eða Lindegard, ég er þó hrifnari af De Gea. Aðrir fannst mér ekki eins sterkir en Evans og Rio voru fínir. Miðjan döpur þó Scholes hafi verið skástur þar.
En miðað við leikskýrsluna þá er eins og dómarinn hafi dæmt allt okkur í hag. Einn sem ég kannast við sagði einfaldlega að vafadómarnir féllu Utd. megin. Það er líklega réttasta niðurstaðan.
En voruði búin að sjá þetta? Held að það hafi ekki verið kominn linkur á þetta.
http://www.youtube.com/watch?v=lCWeHEQrSUc&feature=player_embedded
Pillinn says
Haha, setti vitlausan link inn. Þetta var auðvitað þessi
http://www.youtube.com/watch?v=lwlkidsozAA