Eftir ævintýri helgarinnar er næsta verkefni fyrsti leikur liðsins í deildarbikarnum eða það sem nú kallast víst Capital One Cup. Nýr styrktaraðili þessa bikarkeppnis og tekur við af Carling sem hefur styrkt þessa keppni frá árinu 2003. Þetta er þriðja umferð keppninnar sem hófst um miðjan ágúst. Við drógumst gegn Newcastle og verður leikurinn spilaður á Old Trafford. Þessi lið mættust síðast í deildarbikarnum árið 1994 en þá vann Newcastle 2-0 sigur. Sir Alex spilaði þá unglingum á borð við David Beckham, Gary Neville og Paul Scholes.
Okkur hefur gengið ágætlega í þessari keppi undanfarið og unnið hana þrisvar frá árinu 2006 og alls fjórum sinnum, ávallt undir stjórn Sir Alex. Síðast vorið 2010 þegar við vörðum titilinn frá árinu áður með sigri á Aston Villa. Síðustu tvö tímabil hefur liðið hinsvegar dottið út í 8-liða úrslitum. Fyrst gegn West Ham og á síðasta tímabili gegn Crystal Palace í afar döprum leik á Old Trafford þar sem hinn ungi Wilfried Zaha skólaði vörn United hvað eftir annað.
En hvað um það, nú er komið nýtt tímabil og ný keppni er hafin. Sir Alex hefur nýtt þessa keppni undanfarið eins og frægt er orðið til þess að gefa þeim sem eru að spila minna og þeim sem eru að banka á dyrnar tækifæri til þess að sanna sig og fá leiktíma. Það er líklega enginn ástæða til að ætlast til annars af þessum leik þó að andstæðingurinn sé í sterkari kantinum í þetta skiptið en meiðsli manna geta þó sett strik í þann reikninginn.
Chris Smalling, Phil Jones, Wayne Rooney og Ashley Young eru allir meiddir og gera má ráð fyrir því að Vidic verði hvíldur fyrir átökin gegn Spurs. Samkvæmt Physioroom er Rafael einnig meiddur eftir leik helgarinnar og svo má setja spurningarmerki við Rio Ferdinand en hann virtist ekki ganga alveg heill til skógar í leiknum á sunnudaginn þrátt fyrir að hafa spilað eins og herforingi. Vörnin er því nokkuð þunnskipuð og líklega stærsta spurningarmerkið fyrir leikinn á morgun.
Líklegt byrjunarlið:
Uppfært: Klúbburinn var að gefa út að Nemanja Vidic hafi farið í aðgerð í dag og verði frá næstu 2 mánuðina. Eftir þessar fréttir verður það að teljast afar ólíklegt að Rio og Evans spili í þessum leik. Ég myndi telja að Michael Keane fái tækifæri í byrjunarliðinu og til þess að hafa örlitla reynslu í öftustu línunni muni Michael Carrick stíga niður í varnarlínuna.
Lindegaard
Valencia M.Keane Carrick Büttner
Anderson Fletcher
Nani Powell Welbeck
Hernandez
Ég ætla að gefa mér að Lindegaard byrji á morgun og David de Gea byrji um helgina gegn Tottenham. Alexander Büttner hlýtur að koma inn í byrjunarliðið fyrir Evra og Evans mun halda sæti sínu. Hægri helmingur varnarlínunnar er mikið spurningarmerki, sérstaklega ef Rio er eitthvað meiddur og það er rétt að Rafael sé frá. Carrick gæti þurft að leysa af í vörninni og Valencia í hægri bak. Það er þó bagalegt að þurfa að spila þessum mönnum í miðri viku fyrir leik gegn Tottenham en leikurinn á morgun er gegn andstæðingi sem leyfir kannski ekki alveg að mönnum eins og Michael Keane eða Scott Wootton sé hent í djúpu laugina.
Micheal Keane hefur þó vaxið sem leikmaður undanfarið og var t.d.valinn besti leikmaður varaliðsins í fyrra. Ef Fergie vill hvíla Rio, sem er ekki ólíklegt, er hann líkega næsti maður inn. Marnick Vermijl verður líklega á bekknum nema Ferguson ákveði að hann vilji hafa hægri bakvörð í hægri bakvarðastöðunni. Vermijl er tvítugur Belgi sem hefur líklega verið stöðugasti leikmaður varaliðsins síðustu tvö ár. Þessir tveir leikmenn munu líklega a.m.k. sitja á bekknum á morgun.
Ferguson gaf það út í síðustu viku að Fletcher myndi spila þennan leik og ég set Anderson hliðin á honum á miðjuna enda hefur hann spilað lítið. Það væri einnig gaman að sjá Powell fá tækifæri í byrjunarliðinu og ég reikna fastlega með að Hernandez og Welbeck byrji þennan leik en það væri einnig gaman að sjá Angelo Henriquez á bekknum.
Ég reikna með nokkuð sterku byrjunarliði gegn liði Newcastle enda er andstæðingurinn af því kaliberi að hann leyfir ekkert rugl. Það fer þó auðvitað eftir því hvort að Pardew stilli upp sterku liði eða fari Evrópudeildarleiðina og stilli upp einhverju varaskeifum. Ég spái 2-1 sigri fyrir United og ég skrái það hér með niður að Fletcher muni skora í þessum leik, annað gef ég ekki upp.
Leikurinn er klukkan 18.45 á morgun, fer fram á Old Trafford og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
ellioman says
Ég er einmitt með þá tilfinningu að De Gea verði í byrjunarliðinu og svo fari það eftir frammistöðu hans í leiknum hvort hann spili gegn Spurs. Maður veit samt ekkert hvað Ferguson er að plotta í sambandi við þessa blessuðu markmenn sem getur farið eilítið í taugarnar á manni.
Kv, De Gea fanboi-inn :)
Tryggvi Páll says
Já, ég er meiri De Gea maður og vill hafa hann í byrjunarliðinu en Lindegaard má alveg eiga það að hann er að standa sig vel. Ég vil hinsvegar ekki sjá það að De Gea spili þennan leik en detti svo út fyrir leikinn gegn Spurs. Það myndi fara afskaplega illa með sjálfstraustið hjá kappanum.
Ég verð svo að játa það að ég var búinn að steingleyma Bébé fyrr en ég las einhverja grein rétt áðan þar sem sagt var að hann gæti byrjað leikinn. Mér finnst alls ekki ólíklegt að hann byrji þarna á kostnað Nani sem mun líklega spila gegn Spurs þrátt fyrir að vera í djúpri lægð um þessar mundir.
Birkir Freyr says
ég vil sjá de gea byrja leikinn og við þurfum duglega miðjumenn í þessum leik því newcastle er með mann að nafni Tiote sem er að mínu mati algjör nagli sem þarf að halda niðri!
ellioman says
@Tryggvi
vá, ég var einnig búinn að steingleyma Bebe. Hvernig fórum við að því miðað við þetta killer preseason hjá gæjanum :)
En Nani er að ganga í gegnum alveg hræðilegt tímabil núna. Spurning hvort þessir orðrómar um að United vilji selja hann séu sannir og það sé að spila einhverja rullu í þessar lægð?
@Birkir
Tiote er algjörlega maður sem United þarf að passa sig á sem og þessa baneitruðu framherja, Ba og Cisse!
Björn Friðgeir says
Nemjana fór í uppskurð á hné, verður frá í átta vikur.
http://www.manutd.com/en/News-And-Features/Football-News/2012/Sep/nemanja-vidic-ruled-out-for-eight-weeks-after-knee-surgery.aspx
Ekki séns að Rio og Jonny verði með á morgun! Þannig það verða Michael Keane og Einhver Annar í haffsentinum
EDA says
Hvernig er það, erum við eina liðið í þessari blessuðu deild sem þyrftum helst að hafa 10 miðverði á launaskrá bara til að hafa varnarlínuna í lagi? Þetta er búið að vera svona í nokkur ár en engum virðist detta í hug að skipta um þjálfara eða sjúkraþjálfara þarna.
Magnús Þór says
Meiðslin á varnarmönnum gætu mögulega skýrst af veikri miðju og þar af leiðandi meiri pressu á vörnina.
Tryggvi Páll says
Nú er það alveg ljóst að Michael Keane muni byrja þennan leik og Carrick mun án efa detta aftur í vörnina. Það væri þó gaman að sjá Tom Thorpe og Keane fá að spila saman í miðju varnarinnar en það hafa þeir gert með mjög góðum árangri hjá yngri liðum United og u-19 ára liði Englands.
Hinsvegar fer það að verða rannsóknarefni hvernig stendur á því hvað varnarmenn okkar eru brothættir. Þetta fara að verða núna 4-5 ár þar sem liðið getur varla stillt upp eins varnarlínu á milli leikja.
Magnús Þór says
Áhugavert byrjunarlið
GK: Anders Lindegaard
RB: Antonio Valencia
CB: Michael Keane
CB: Tom Thorpe
LB: Alex Büttner
CM: Darren Fletcher
CM: Tom Cleverley
LW: Robbie Brady
AM: Nick Powell
ST: Danny Welbeck
RW: Nani
Ólíklegt en væri gaman að sjá vel ungt lið byrja leikinn.
EDA says
Nani út fyrir Bebe og þá væri þetta orðið vel furðulegt (en þó skemmtilegt) lið :)
Það myndi alveg fara með sjálfstraust Newcastle að tapa fyrir svona ungu og óreyndu liði.
ellioman says
Hvað er í gangi?? Núna er Dailymail að segja að Valencia sé meiddur líka!
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-2208548/Nemanja-Vidic-Antonio-Valencia-injured-Manchester-United.html
Magnús Þór says
Revenge of the Scousers?
Jón B says
Hvað með þennan Angelo Henriuqez er ekki mál að láta hann byrja?
Friðrik says
Hvað varð um leikmanninn sem við fengum frá City í Janúar ? man ekkert hvað hann heitir en hann er jafn gamall og Phil Jones, held að hann sé miðvörður , væri ekki hægt að henda honum þarna inn ?
Arnar Freyr says
Það er ómögulegt að spá fyrir um byrjunarliðið í kvöld en ég held að það komi vel á óvart. Vona samt að hann hafi Persie og fleiri á bekknum til að bjarga okkur í seinni hálfleik.
Almar Enok says
Ömurlegar fréttir með Vidic og sérstaklega þegar það er frekar langt í að Smalling og Jones komi tilbaka, svo virðist Valencia vera meiddur líka en ég væri til í að sjá SAF setja pung í þetta og vera bara með Angelo Henriquez í byrjunarliðinu og með Chicharito vinstra megin því ef að Welbeck getur spilað þar þá getur hann það líka. Verður gaman að sjá Fletcher byrja leik í fyrsta skiptið í einhverja 11 mánuði og hvort að Büttner komi aftur svona sterkur inn eins og á móti Wigan. Bebe má svo byrja líka á kostnað Nani sem má fara að huga sér að næsta liði til þess að spila með ef hann nær ekki aðeins að skeina skituna af bakinu á sér
Þetta fer Man Utd 3-1 Newcastle…Hernandez með 2 og Henriquez með 1 ef hann spilar