Manchester United er stórt félag með gríðarlegar tekjur og auglýsingastarfsemi. Oft hefur maður heyrt stuðningsmenn annarra liða gagnrýna liðið okkar fyrir hvað mikið virðist snúast um um auglýsingasamninga og fjármál. Glazerarnir eru svo auðvitað óþolandi byrði á félaginu með sínar skuldir og fáranlega hátt miðaverð. Maður er farinn að eyða ótæpilegum tíma í að lesa um fjármál félaga og mikill tími þess sem fer í að lesa um United og enska boltann fer í að lesa um eitthvað annað en það sem gerist inná vellinum. Stundum fær maður alveg nóg af þessu.
Það er því afar kærkomið að sjá mynd eins og þessa. Hérna er Tom Cleverley í gær að fagna sínu fyrsta marki fyrir félagið ásamt liðsfélaga sínum Danny Welbeck. Cleverley var 12 ára þegar hann gekk til liðs við félagið, Welbeck var 8 ára. Það er þetta sem Manchester United snýst um. Að koma leikmönnum upp í gegnum unglingastarfið sem eru nógu góðir fyrir aðalliðið. Það er ekkert lið á Englandi sem kemst nálægt árangri United í þessum efnum.
McNissi says
Svona á líka að fagna, ég veit að þetta var fyrsta markið hans en eitthvað segir mér að hann eigi eftir að fagna öllum mörkum sínum svona vel og mega þau verða mörg.
Þegar ég sá þetta í gær þá mynnti það mig á Balotelli. Hann skoraði í þessum sama bikar kvöldið áður og leit auðvitað út eins og kona í jarðarför mannsins síns um leið og boltinn fór yfir línuna.
Það er ekki spurning hvor hefur meiri leikgleði eða hvor myndi fórna sér fyrir liðið sitt….
Tryggvi Páll says
Það er alltaf skemmtilegra þegar menn fagna mörkunum sínum af innlifun. Nistelrooy var alltaf í uppáhaldi hjá mér m.a. vegna þess hversu innilega hann fagnaði hverju einasta marki og hann skoraði nú ekkert lítið.
Hérna sést greinilega hvað markið var þýðingarmikið fyrir Cleverley: http://i.minus.com/ieSzUA0qMUBCm.gif
Aron says
Mér fannst Robbie Brady ekkert smá yfirvegaður í vinstri bakverðinum þessar fáu mínútur sem hann fékk í gærkvöldi. Drengurinn var ásamt Ryan Tunnicliffe mjög sterklega byggður í vexti og þeir eru eflaust þessir klassísku Stóra Bretlands naglar. Þó var mjög ánægjulegt að sjá Fletcher í gær, hann var svo sannarlega fyrirliðinn, hjálpaði miðvörðunum mikið og hvatti liðið áfram í hástert með klappi og öskrum. Það vantar einmitt í þetta lið þegar spilið er eins lélegt og það hefur verið í síðustu leikjum. Rooney var yfirvegaður og gerði nóg, hann þurfti ekki að gera meira þar sem United komust yfir. Það mætti alveg nota Michael Keane ef Ferdinand eða Evans skyldu meiðast. Ég held að það sé ekki langt í að Macheda óski eftir sölu víst að hann var hvergi sjáanlegur í gær, einnig varð ég fyrir vonbrigðum þegar Angelo Henriquez var ekki í hóp þrátt fyrir að hafa æft með liðinu. En alltaf gott að sigra og það sérstaklega með liði þar sem meðalaldurinn er undir 25 ára aldri.
Djemba-Djemba says
West ham er nú ekkert langt á eftir, hvað varðar unglingarstarf. En unglingastarfið hjá man u. Hefur skilað mestum árangri fyrir liðið sjálft. Þar sem litlu liðin, eins og West ham, hafa þurft að selja bestu bitana, úr unlingastarfseminni þegar stóru liðin hafa komið auga á þá.
ellioman says
@Tryggvi Páll
Svo í þokkabót sagði Rooney fréttamönnum að Ferguson hafi lesið hressilega yfir Cleverley fyrir klúðrið í fyrri hálfleik. Hann náði að bæta vel upp fyrir það með þessu marki.