Hér er það áhugaverðasta sem við lásum í þessari viku:
- John Terry ákvað að áfrýja ekki fjögurra leikja banninu sem hann fékk fyrir kynþáttaníð og mun þar af leiðandi missa af báðum leikjum Chelsea gegn United í október
- Beautifully Red sýnir okkur fallegustu mörk United í september
- Rákumst á þetta skemmtilega viðtal við Ferguson frá árinu 2008 sem við hvetjum ykkur eindregið til að lesa. Sagan um Cantona og kráarferðina er yndi.
- Nick Miller veltir fyrir sér hvort það sé rétt að rótera reglulega De Gea og Lindegaard
- Ryan Tunnicliffe var ákærður fyrir ölvunarakstur
- Gary Neville fullviss um að Rooney geti orðið enn betri leikmaður
- Solskjær hefur engan áhuga á því að stjórna Bolton
- Adrian Clarke telur líklegt að United muni bjóða í Mats Hummels, leikmann Dortmund
- Umboðsmaður Macheda hefur varað United við því að hann gæti yfirgefið liðið í janúar
- Ferdinand bað Ronaldo um að gefa fyrrum United leikmanni treyjuna sína eftir landsleik Portúgala og Norður Íra
Bónus:
Vídeó sem sýnir öll 85 mörkin sem David Beckham skoraði fyrir Manchester United.
ellioman says
David Gill var svo í dag ráðinn varaformaður enska knattspyrnusambandsins
http://www.manutd.com/en/News-And-Features/Club-News/2012/Oct/David-Gill-becomes-FA-Vice-Chairman.aspx
Verið öllsömul vel undirbúin undir samsæriskenningar frá stuðningsmönnum annarra liða :)
Arnar Magnússon says
Ellioman þegar byrjað myndi halda að þeirra halda að David Gill sé einhver einræðisráðherra. En auðvitað eru þeim skítsama að yfirmaðurinn er frá Bolton.
Stefán Arason says
Er ekki kominn tími á upphitun fyrir leikinn á mrg??
Tryggvi Páll says
Upphitunin kemur í dag/kvöld.