Síðasta landsleikjahléi þessa árs er lokið og alvara deildarinnar tekur við á ný. Allir okkar menn komu heilir heim og Ashley Young er orðinn klár í slaginn, þó að enn sé eitthvað í að Chris Smalling verði góður.
Það er því nokkuð klár hópur sem tekur á móti Stoke á morgun. Demanturinn hefur verið að standa sig nokkuð vel undanfarið og mér finnst líklegt að það verði uppá teningnum á morgun.
Styrkur Stoke liggur auðvitað fyrst og fremst í stórkarlalegum fótbolta og ég á ekki von á að kantmennirnir okkar séu þeir réttu til að beita í þessum leik a.m.k. ekki ef það eina sem þeir gera er að dæla inn fyrirgjöfum. Á móti kemur að við þurfum að verjast fyrirgjöfum Stoke og stoppa þá á köntunum. Því gæti komið til greina að hafa Valencia inni, líklega þann þeirra sem er sterkastur aftur, frekar en Rooney og Welbeck eins og gegn Newcastle.
Ég ætla því að spá eftirfarandi liði, nokkuð breytt taktík frá síðasta leik.
Lindegaard
Rafael Ferdinand Evans Evra
Carrick Anderson
Valencia Kagawa Rooney
Van Persie
Spái enn frekara hringli á markmönnum, það myndi virkilega koma á óvart ef de Gea er inni miðað við skoðun Ferguson á honum gegn stórri sókn. Eitthvað er verið að slúðra um að Lindegaard sé tæpur fyrir leikinn þannig að jafnvel þó de Gea spili þá er það ekki að útkljá eitt né neitt.
Ég setti annars Anderson inn áður en ég sá þessa skemmtilegu mynd af honum á instagram. Þeir okkar sem voru að tala um hann sem óvenju grannan um daginn þurfa víst að éta það ofan í sig…
Á bekknum býst við að helstu tíðindin verði að Josh King fái tækifæri, enda staðið sig gríðarvel með Noregi undanfarið. Ashley Young verður auðvitað þar og Nani.
Stoke liðið hefur síðan Pulis tók við og kom því upp verið öðrum liðum erfiður ljár í þúfu. United hefur þó unnið alla leiki liðanna á þessari öld, fyrir utan jafnteflið á Brittannia í fyrra. Síðast vann Stoke á Old Trafford í apríl 1976, 1-0. Leikaðferðina þekkjum við, þétt vörn með gamla United unglinginn Ryan Shawcross og og Robert Huth í miðverðinum, þétta miðju þar sem Charlie Adam er kominn á sinn rétta stað í deildinni og Peter Crouch í frammi hlutverki Eiffel turnsins. Á köntunum eru Stephen N’Zonzi og Michael Kightly sem komu báðir til Stoke fyrir leiktíðina og hafa staðið sig þokkalega. Jafntefli eru þeirra ær og kýr, 9 í síðustu 13 deildarleikjum og markatalan í 7 leikjum í deild er 6-5. Það verður því erfitt að brjóta þá niður, spurning hvort Chicharito þurfi að koma af bekknum til þess, hann hefur skorað fjögur mörk gegn þeim í síðustu 4 leikjum.
Ég á þess vegna von á streði á morgun, en býst samt við sigri. 2-1 fyrir United og eitthvað gerist til að gera Pulis brjálaðan, eigum við að giska á ódýrt víti?
Runólfur says
Anderson er samt aldrei feitur á þessari mynd. Og ég myndi halda að vídd væri einmitt málið til að brjóta niður varnarmúr Stoke. Erum ekkert að fara samba spila okkur í gegnum 8 manna varnarmúr á vítateignum! Vona að Fergie sé sammála og hendi í gott og vel spilandi sóknarlið! United er alltaf að fara lenda undir í baráttunni í þeirra eigin teig og eina leiðin er bara að halda Stoke sem lengst frá markinu.
Egill Guðjohnsen says
Ég er nokkuð viss um að Scholes muni spila þennan leik því Cleverley og Carrick spiluðu á miðvikudeginum og þyrftu svo einnig að ferðast þannig ég set Scholes og Anderson á miðjuna og Rooney verður í holunni og Nani og Valencia á köntunum og RVP fremstur annars verður þetta erfiður og baráttuleikur og við þurfum svo sannarlega að vera þolimóðir en við megum alls ekki mistíga okkur í þessum leik!! COME ON YOU REDS!!!!
diddiutd says
Ætli persie verði í liðinu..? Var gamli ekki dottinn í kók og kellingar með meistara mutu..?
Tómas says
Haldiði að hann haldi ekkki áfram með tígulmiðjuna og þá 2 strikera….
Pétur says
vona að hann haldi áfram að vera með 2 striker mer hefur alltaf fundist það virka betur
Óskar says
sjá hvað Anderson er mikill hlunkur, maður hefur alveg séð hvað hann getur verið góður,, hvernig væri hann ef hann myndi koma sér í almennilegt form einu sinni.
það er nu bara einmitt best að nota kantspilið á móti svona liðum eins og Stoke sem koma til með að pakka í vörn, komast á bakvið bakverðina þeirra…það á eftir að verða erfitt fyrir okkur að skora ef við ætlum að reyna að spila okkur í gegnum miðjuna þar sem þeir eiga eftir að vera með marga menn.
Egill Óskarsson says
Mér gæti ekki verið meira sama um það hvort að Anderson sé með smá bumbu. Þol og snerpa leikmanna hjá liðum eins og United er metin af færasta fólki í sínu fagi. Ef drengurinn væri ekki í standi líkamlega þá væri hann ekki í hóp. En hann er engin hlunkur og ég efast stórlega um að líkamlegt form á honum sé það sem hefur haldið honum aftur, eitthvað segir mér að meiðsli og sjálfstraust spili þar stærri rullu.