Jæja, þá er það Meistaradeildin. Í þetta sinn mætum við liði Braga frá Portúgal er þeir koma í heimsókn á Old Trafford. Okkar menn geta farið langleiðina með því að tryggja sig áfram í næstu umferð með sigri í þessum leik. Ég var að renna í gegnum tölfræði liðsins gegn portúgölskum liðum í Evrópukeppnum og hún er bara bærileg. Samtals hefur liðið spilað 23 leiki gegn liðum frá Portúgal og hafa 14 unnist en aðeins 4 tapast. Þar af hefur United aldrei tapað fyrir portúgölsku liði á Old Trafford. Það er því algjör óþarfi að fara að byrja á því núna.
Liðið er farið að spila ágætis fótbolta og var gaman að horfa á leikinn gegn Stoke þar sem leikmennirnir skoruðu hvert glæsimarkið á fætur öðru. Það er hinsvegar strangt leikjaprógram framundan. Liðið spilar tvisvar gegn Chelsea á útivelli áður en við spilum gegn Arsenal í deildinni og því mikilvægt að þeir sem hafi spilað minna á þessu tímabili fái mínútur annað kvöld til þess að halda mönnum ferskum. Sir Alex gaf það út á blaðamannafundi áðan að Rio Ferdinand (Það er orðið allt í góðu á milli þeirra eftir stíf fundahöld) og Patrice Evra verði hvíldir og að Ashley Young muni taka þátt. Chris Smalling mun hinsvegar þurfa meiri tíma til að jafna sig en áætlað var eða 2-3 vikur í viðbót.
Ég spái því að liðið verði einhvernveginn svona:
De Gea
Rafael M.Keane Evans Büttner
Anderson Cleverley
Nani Kagawa Welbeck
Hernandez
Það gæti verið að Carrick taki miðvörðinn í staðinn fyrir Michael Keane en ég væri alveg til í að sjá guttann fá tækifæri á stóra sviðinu. Ashley Young mun líklega ekki byrja leikinn þar sem hann hefur lítið sem ekkert spilað en kemur væntanlega inná. Það kæmi mér reyndar ekki á óvart ef annarhvor þeirra Rooney eða RvP byrji inná þar sem Chelsea leikurinn er ekki fyrr en á sunnudaginn. Það kemur allt saman í ljós.
Andstæðingurinn er á ágætis útileikjaróli í Meistaradeildinni. Þeir hafa ekki tapað leik á útivelli í 7 tilraunum og hafa jafnramt ekki tapað leik á Englandi í síðustu 5 tilraunum. Liðið lenti þó í basli í portúgalska bikarnum um helgina þegar liðið rétt marði 2. deildar lið Leixões SC í framlengingu. Liðið stendur sig hinsvegar vel í deildinni og situr í þriðja sæti eftir 6 leiki, þremur stigum á eftir Porto og Benfica.
Liðið hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 10 sem gefur til kynna að vörn þeirra sé ekkert alltof sterk. Sóknarleikurinn er þó sterkur og þar sem okkar menn hafa þá tilhneigingu til þess að lenda undir þurfa þeir að vera vakandi gegn leikmönnum Braga enda mikið af snöggum, fljótum og léttleikandi Brössum í liðinu, leikmannahópurinn telur alls 12 Brasilíumenn! Maður þekkir nú ekki til margra leikmanna í liðinu en framherjinn Éder er einn af markahæstu leikmönnum portúgölsku deildarinnar með 3 mörk. Braga-menn unnu góðan sigur á Galatasaray í síðasta leik í Meistaradeildinni og sitja því með jafn mörg stig og Cluj.
Allt í allt er þetta þó leikur sem við ættum að sigra auðveldlega en þar sem Sir Alex fer yfirleitt varlega í riðlakeppninni spái ég nokkuð braðgdaufum 1-0 sigri okkar manna.
Stefan says
Flott umjöllun og skemmtileg lesning.
Býst við að Giggs verði samt á kantinum ásamt Nani en annars lítur þetta líklega út.
Vona að hann hrökkvi í gang ásamt Kagawa og Anderson.
Rúnar says
Þetta verður já, gaman að horfa á.
Egill Guðjohnsen says
Er ekki sammála þessu liði, held það verði svona
Lindegaard,Rafael,Evans,Wootton,Buttner,Nani,Anderson,Cleverley,Valencia,Kagawa,Chicharito
Gæti líka alveg séð Rooney og Fletcher byrja
Beggi says
Það hefur nú portúgölsk grýla elt okkur síðustu ár… Porto sló okkur út 2003, og svo vorum við með Benfica í riðli 2005/2006 og á síðasta tímabili, féllum í bæði skipti út… Kominn tími til að afgreiða þessa grýlu núna!
DMS says
Kannski ljótt að segja það, en ég vona að Giggs spili þennan leik svo Fergie fari ekki að stilla honum upp gegn Chelsea um næstu helgi. Alveg orðið þreytt á að stilla gömlu mönnunum upp í stórleikjunum gegn heimsklassa miðjumönnum á besta aldri.
Ég spái liðinu svona:
Lindegaard
Rafael – Evans – Carrick – Buttner
Nani – Anderson – Cleverley – Giggs
Rooney – Hernandez
Ég held að Ferguson þori ekki öðru en að stilla upp sæmilega sterku liði eftir ófarirnar í fyrra. Ég held að RvP fái hvíld og Hernandez fær tækifæri. Kæmi mér heldur ekki á óvart ef Kagawa yrði í liðinu, þá mögulega í stað Rooney í þessari uppstillingu.
jóhann ingi says
Held ad lidid verdi svona. De Gea faer nú sénsinn til ad sýna stoduleika of byrjar. Vornin verdur Rafael og Buttner í bakv. J.Evans og Wooton í midv. Midjan verdur Cleverley Fletcher Young og Nani og frammi sjáum vid Chicharito og Kajawa. Bekkurinn verdur svo alveg hrikalegur med Rooney, Persie, Giggs, Anderson sem gati thó byrjad leikinn á kostnad Fletcher. En spái hiklaust sannfaerandi sigri thar sem vid holdum vonandi hreinu til tilbreytingar.
Vona samt ad hann stilli upp annadhvort Rooney eda RVP frammi med Chicharito. Teir eru svo sjódandi heitir thessa dagana ad thad er ekki fyndid einu sinni. Med sigri er thessi ridill svo gott sem búin og haegt ad rúlla thessu enn thá meira í nastu umferd.
Áfram United. Alltaf allstadar :D
Eysteinn Þorri Björgvinsson says
Ég held að við verðum í smá basli. En siglum þessu í höfn. Vil sjá Persie og Rooney saman frammi í dag og Cleverly Kagawa og Young og Nani á miðjuni. Persie og Rooney báðir spyrjiði ykkur? Mér langar að taka einn leik koma okkur almennilega í gang og valta yfir þá. Takk fyrir mig
Manchester United Forever!
Tryggvi Páll says
Það er margt í þessu. Ef við ætlum að spila með annaðhvort Keane eða Wotton í byrjunarliðinu væri ekkert vitlaust að byrja með demanta-uppstillinguna svo að varnarlínan fái góða vernd. Aldrei þessu vant glímir Ferguson við smá höfuðverk á miðjunni því Fletcher, Anderson, Kagawa, Cleverley, Giggs, Nani og Ashley Young eru væntanlega að berjast um fjögur sæti.
Fletcher fer væntanlega í aftasta miðjuhlutverkið og helst þurfa Anderson og Cleverley að vera fyrir framan hann. Kagawa, Nani, Young og Giggs geta svo allir leyst það hlutverk að spila fyrir aftan framherjann. Mér þætti reyndar gaman að sjá Nani í þeirri stöðu. Hann hefur spilað þar fyrir Portúgal með góðum árangri og væri fróðlegt að sjá hvernig hæfileikar hans nýtast þar fyrir liðið.
Ef Ferguson velur demanta-miðjuna finnst mér ekki ólíklegt að Rooney byrji frammi ásamt Chicarito svo Rooney geti dottið niður og hjálpað miðjunni ef þess þarf.
Svo er aldrei að vita nema Ferguson detti bara aftur í gömlu góðu Evrópu 4-5-1. Það er leiðinlegt að segja það en ég er alveg á því að þetta verði ekki skemmtilegur leikur. Riðlakeppnisleikirnir hjá United hafa ekki boðið upp á mikla skemmtun undanfarin ár. Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér þar sem ég á leikskýrsluna eftir leik.
Arnar Sigurður says
Ég held að Fergie prófi tígulinn í þessum leik og Kagawa verði í holunni. Ætli chicharito fái ekki sénsinn. Er nokkuð sammála þessu byrjunarliði Tryggvi.
Ps. Mikið rosalega verður nú gott að fá Vidic, Jones og Smalling aftur. Ef að Michael Kightly getur tekið vörn United svona illa þá hlakka ég ekki til að sjá hvað Mata, Hazard og Oscar munu gera á sunnudaginn.
jóhann ingi says
Held vid séum alltaf ad fara ad spila Tígul midjuna á móti Chelsea. Thess vegna held ég enn thá frekar ad vaengmennirnir fái ad spreyta sig í kvold. Thetta er flottur lekur fyrir Young og Nani til ad sýna ad their geti eitthvad. Held ad vaengennirnir thurfi líka ad sanna sig verulega thess ad kallinn hallist ekki meir og meir ad thessr tígulmidju.
Solid sigur í kvold. Allt annad er rugl :D
McNissi says
@Arnar Sigurður
„Ef að Michael Kightly getur tekið vörn United svona illa þá hlakka ég ekki til að sjá hvað Mata, Hazard og Oscar munu gera á sunnudaginn.“
…. sem United maður get ekki sagt að mig hlakki til að sjá þá tæta vörnina í sig…..
Jói says
Vona innilega að Anderson starti. Spái því að þessi leikur fari 1-0 fyrir United.
Stefán Arason says
De gea
Rafael Evans Carrick Buttner
Kagawa fletcher Cleverly
Rooney
Hernandez Van Persie
……Þvílíkt sterkt lið sem að kallinn stillir upp í kvöld, greinilega á ekki að vanmeta neitt lið í ár! Mjög ánægður með þetta liðsval.
lýst rosalega vel á þetta og spái 4-0 sigri okkar manna.
Rvp setur þrennu og Hernandez potar einu inn í lokin.