Á morgun er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Chelsea, gæti reynst einn mikilvægasti leikur liðsins fyrir jól. Chelsea hefur verið á góðri siglingu í haust, unnið 6 leiki af 7 og gert eitt jafntefli. Þeir sitja á toppi deildarinnar, 4 stigum á undan okkar mönnum sem eru í öðru sæti með 18 stig. Það er því óþarfi að benda á hversu sterkt það væri að næla sér í 3 stig úr þessum leik, það gæti þó reynst erfitt þar sem Manchester United hefur ekki unnið á Stamford Bridge síðan 2002. Einnig þarf liðið að halda dampi núna því Man City, sem einnig eru með 18 stig, ættu að eiga frekar auðveldan heimaleik gegn Swansea.
Skoðum aðeins hver staðan er á liðinu í dag. Smalling er víst farinn að æfa aftur en ólíklegt þykir að hann komi við sögu á morgun. Kagawa er víst frá í 3-4 vikur vegna hnémeiðsla, Lindegaard er frá þessa vikuna, sem og Phil Jones en það er þó farið að styttast í endurkomu hans. Ennþá eru einhverjar rúmar 3 vikur í að við fáum Vidic aftur. Hérna eru líklegt byrjunarlið:
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Scholes Carrick
Valencia Rooney Giggs/Welbeck
Van Persie
Þrátt fyrir glimrandi fínan leik um síðustu helgi þá á ég ekki von á því að sjá Chicharito byrja inn á. Hef einnig tilfinningu fyrir því að Ferguson tefli fram meiri reynslu á miðjunni í þessum leik, setji Scholes aftur inn og jafnvel Giggs á kostnað Welbeck, sem verður þó að teljast líklegri kostur í byrjunarliðið. Annars kæmi það mér ekki á óvart að sjá bæði Carrick og Fletcher byrja leikinn, ætla þó ekki að spá því formlega.
Það er ekki laust við að maður sé smá stressaður fyrir þennan leik, það er ekkert leyndarmál að United-vörnin hefur virkað ósannfærandi í haust, hefur til dæmis fengið á sig næstum því helmingi fleiri mörk í deildinni heldur en Chelsea. Eftir að hafa spilaði tvo fína leiki í röð, gegn Newcastle og Stoke, þá hélt maður að hlutirnir væru kannski farnir að slípast til, svo kom leikurinn gegn Braga þar sem allt míglak. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort menn mæti 100% tilbúnir í þennan leik, þeir hreinlega verða, það er ekkert annað val gegn liði eins og Chelsea. Eftir leikinn í fyrra, þar sem United náði 3-3 jafntefli eftir að hafa lent 3-0 undir, þá er alveg ástæða til að vera bjartsýn þó svo við lendum undir, ég myndi þó vilja forðast slíkt að þessu sinni og vinna frekar ljótan 1-0 sigur.
Smá staðreyndir:
- United hefur skorað a.m.k. 2 mörk í síðustu 7 leikjum í deildinni.
- United hefur skorað a.m.k. 2 mörk í síðustu 4 leikjum sem þeir hafa spilað gegn Chelsea.
- United hefur ekki tapað síðustu 5 leikjum sem þeir hafa spilað gegn Chelsea.
Þó svo þessi tölfræði sé okkar mönnum í hag þá veit ég ekki alveg hverju maður á að spá. Chelsea verður án Lampard og Terry, sem eru góðar fréttir fyrir okkur, en það verða nóg af hættulegum leikmönnum til staðar. Langmestar áhyggjur hef ég af hraða og leikni Hazard og Mata, sem hafa verið að spila glimrandi vel undanfarið. Minnstar áhyggjur hef ég af Torres, ég tel vörnina okkar ráða ágætlega við leikmann eins og hann (vona ég sé ekki að jinxa mig hérna!). Ég ætla að spá 1-1 jafntefli í þessum leik. Það væri í sjálfu sér ekki svo slæm úrslit fyrir fram, en mikið vona ég nú heitt að United sigri þennan leik!
Björn Friðgeir says
Vörnin og sóknin hjá United er þannig að þetta fer ALDREI 1-1.
Spá 3-3 í það minnsta og einu marki í viðbót öðru hvoru megin sem ræður sigrinum.
F.E.V says
Gætum við ekki séð Asley yong eða nani á kantinum ?
F.E.V says
ashley yong*
Arnar Már Pétursson says
Ashley Young*
sveinbjorn says
Ég er sammála Birni Friðgeiri um að þetta fari aldrei 1-1 og hugsa að það verði skoruð yfir 5 mörk í þessum leik en hef eins og flestir aðrir Man. Utd stuðningsmenn áhyggjur af vörninni okkar í þessum leik. Eins og þið segið í upphituninni, þá eru Mata, Hazard og jafnvel Oscar líka, að tæta varnir í sig og ég held að þetta verði sérstaklega erfiður leikur hjá honum Ferdinand okkar.
En maður verður víst alltaf að vera jákvæður og spá okkur sigri. :)
DMS says
Ég vona að við stillum upp einhverjum sprækari en Giggs í þessum leik. Hef áhyggjur af því að leikmenn eins og Hazard og Mata muni láta hann líta illa út. Mér fannst Cleverley eiga fínan leik gegn Braga og vonandi fær hann tækifæri. Em við vitum alveg hversu mikið Ferguson metur reynsluna og kæmi mér því alls ekki á óvart ef hann myndi hafa bæði Giggs og Scholes inn á í þessum leik.
Sindri Sigurjónsson says
Góði guð ekki láta Giggs byrja þennan leik !
Eysteinn Þorri Björgvinsson says
Ég vil sjá aðra uppstillingu! Sömu 4 í vörn ! Rooney í holuni og carrick einn á miðjuni. Valencia klárt mál og Welbeck úti á köntunum! Persie og Javier Hernandez frammi. Javier á skilið byrjunarliðssæti í þessum leik. En þetta fer samt 1-3 fyrir United. Persie tvö og Javier Hernandez eitt. Mata mun skora fyrir chelsea.
Tryggvi Páll says
Ég er skíthræddur um að Giggs og Scholes byrji þennan leik. Í þessum leik þurfum við kraft og hreyfanleika á miðjuna og því miður er það eitthvað sem þessir tveir veita ekki. Sleppur kannski ef Scholes byrjar en undir engum kringumstæðum mega þeir tveir byrja saman inná. Þetta er leikur fyrir Cleverley og ég ætla að játa það að ég væri alveg til í að sjá hann og Anderson saman þarna inná.
Þetta ætti hinsvegar að verða hörkuleikur og nóg af mörkum á boðstólnum.
Sigurjón says
Helst væri ég til að sjá Young með Valencia og Rooney, en hef litla sem enga trú á því að það gerist vegna þess að Young er svo nýkominn til baka úr meiðslum og e.t.v. ekki alveg tilbúinn í svona stóran slag. Giggs hefur ekki byrjað inn á síðan gegn Tottenham og því er það eitthvað sem segir mér að hann muni byrja. Annars er ég sammála mönnum að hann væri alls ekki sterkasti kosturinn í stöðunni, sagði það til dæmis eftir Tottenham-leikinn.
Annars punktur er að ég held að Giggs og Scholes hafi bara einu sinni byrjað saman inn á í vetur, það var gegn Wigan. Ætli það sé því ekki mun líklegra að sjá Scholes byrja frekar en Giggs.
Ingi Rúnar says
Bara ekki byrja med Giggs og Scholes saman. Helst vill ég sjá Cleverley med Scholes á midjunni og 442 kerfid.
Halldór Marteinsson says
Myndi halda að Carrick fyrir framan vörnina sé algjört lykilatriði. Væri til í að sjá svo Cleverley ásamt jafnvel Ando þar fyrir framan og svo Rooney – RvP – Welbeck/Chicha. Reyna umfram allt að ná völdum á miðjunni.
Sigursteinn Atli Ólafsson says
Getur King Nani ekki spilað vinstri? Eða er minn maður meiddur?