Á morgun er síðari viðureign Chelsea og Manchester United á 4 dögum. Það þarf ekki að fjölyrða um fyrri leikinn hér en ef menn vilja lesa sér til um hann þá minni ég á hina frábæru umfjöllun Sigurjóns frá því á sunnudag.
Þessi leikur er í Capitol One bikarnum, eða deildarbikarnum. Í gegnum tíðina hefur Ferguson notað þessa keppni til að gefa yngri leikmönnum tækifæri en hann mun líklega stilla upp reyndu liði í þessum leik.
Chelsea verður án Terry, Torres og Ivanovic sem eru allir í banni.
Ekki er ólíklegt að einhverjir verði hvíldir í þessum leik fyrir leikinn gegn Arsenal um næstu helgi.
Ég ætla að gera mitt besta hér til að spá fyrir um byrjunarlið og ætla að gefa mér það að bæði lið muni stilla upp ungu liði með eldri leikmenn í bland. Spái United liðinu svona:
Lindegaard
Vermijl M.Keane Wootton Büttner
Fletcher
Anderson Powell Scholes
Welbeck Chicharito
Tryggvi Páll says
Nú væri gott að hafa annaðhvort Smalling eða Jones klára til þess að gefa vörninni meiri vigt. Ég er svolítið spenntur fyrir því að sjá hvernig Chelsea stillir upp fyrir þennan leik. Þeir stilltu upp sterku liði í síðustu umferð þegar þeir unnu Wolves 6-0. Terry, Ramires, Mata, Oscar, (Torres) og Hazard komu allir við sögu í þeim leik.
Þó að þetta sé deildarbikarinn held ég að þetta verði hörkuleikur og við munum fá að sjá sæmilega sterk byrjunarlið hjá báðum liðum.
Nýjasta nýtt í Clattenburg-málinu er að aðstoðardómarar hans eiga að hafa sagt að þeir hafi ekki heyrt neitt. Það verður afar fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls.
úlli says
Verður fróðlegt að fylgjast með þessu Clattenburg-máli. Góð grein á fótbolta.net í gær frá einum kop.is pennana. Kannast við tilfinninguna sem hann lýsir þar, þessari ótrúlegu hræsni og tvískinnungi sem áhangendur fótboltaliða sýna.
Jonh Terry er svartur blettur á veröldinni þegar hann er gómaður með konu Bridge. Á sama tíma er Giggs með konu bróður síns en það er allt annað mál. Ef leikmaður okkar gabbar dómarann er það einhvern veginn réttlætt, meðan Suarez er ógeðslegt dýr fyrir að láta sig falla. Þó ég haldi með sama fótboltaliði og einhver blöskrar mér oft heimskan sem stuðningmsenn liðs míns sýna með orðum sínum. Afsakið orðbragðið.
Ég skil ekki af hverju menn geta ekki séð hlutina í réttu ljósi. Þetta minnir mig alltaf á hvernig ákveðinn hópur fólks kýs sjálfstæðisflokkinn kosningar eftir kosningar, bara af því hann er þeirra ‘lið’, sama hvað þeir eru að láta taka sig í rassgatið.
ellioman says
Magnað hvað það er mikið til að ræða um úr síðasta leik:
1. Dómaraákvarðanir Clattenburg í leiknum
2. Heimsókn Matteo, Mikel, Terry ofl til Clattenburg eftir leikinn
3. Ákæra Chelsea á hendur Clattenburg varðandi kynþáttaníð
4. Framkoma Chelsea stuðningsmanna á vellinum.
4.1. Kastandi peningum í átt að Chicharito eftir þriðja mark United
4.2. Meiðsli á starfsmanni vallarins (Mynd | Vídeó)
4.3. Rífa sætin upp og kasta þeim í átt að vellinum
Þessi leikur á morgun verður svakalegur! Held það þurfi lítið til að allt blossi upp.
Hanni says
Samkvæmt http://www.whoscored.com/Matches/671839/Preview/England-League-Cup-2012-2013-Chelsea-Manchester-United er Keane meiddur og vafi með Lindegaard. Persónulega vona ég að Fergie stilli upp liðinu eins og þeir gera á þessari síðu.
Friðrik says
Held að Rooney , Evans, Cleverley og De Gea gætu byrjað þennan leik, aðrir byrjunarliðsmenn fá hvíld eða verða til taks á bekknum. Er Nani meiddur ?? ef ekki þá byrjar hann inná.
siggi United maður says
Mér gæti ekki verið meira sama um hvernig þessi leikur fer, þessi keppni hefur ekki verið neitt mál fyrir okkur síðustu leiktíðir. aðalatriðið er að við tókum 3 stig úr seinasta leik á stamford bridge og Chelsea menn eru vitlausir útaf honum. Þeir stilla upp sterku liði, vinna leikinn á morgun, halda áfram að einbeita sér að þessu Clattenburg máli og missa fókus á deildina. Eins og þeir höfðu alveg möguleika á að vinna. Mark my words, það verða annað hvort við eða City sem vinna deildina næsta vor. Og vendipunkturinn er Stamford Bridge 28.10.12. Takk Clattenburg, sem btw hafði rétt fyrir sér með allt nema rangstöðuna, ég er búinn að skoða þetta Torres dæmi oft, og þetta er bara fokkings dýfa. (staðfest)
McNissi says
Chelsea koma dýrvitlausir í þennan leik og valta yfir okkur ef við verðum með eitthvað B lið. Örugglega enginn áhugi fyrir því hjá Ferguson og mun hann örugglega stilla upp sterkara liði en búist er við. Hann á eftir að prófa Welbeck og Chicharito frammi, væri til í að sjá þá 2 saman með Nani í holunni!
Vill alls ekki að hann spili Rooney eða Persie…. fékk í magann þegar Persie steig harkalega í fótinn og lá eftir í smá tíma! Hann má ekki taka áhættu með hann.
Axel says
Ferguson pælir að mínu mati líka í því, að ef Chelsea fá að valta yfir okkur í þessum leik fá þeir kannski meðbyr í deildinni. Væri til í að við myndum rúlla þeim upp og skemma algjörlega keppnisandann í þeim!
F.E.V says
mín spá
———-Lindegaard—————-
Vermijl–M.Kean–Wootton–Buttner
Nani– Anderson–Scholes–Giggs
—-Welbeck & Chicharito—–
væri samt gaman að sjá Nick powell og joshua king spila!