Fyrir leikinn var United á toppi riðilsins með 9 stig og þurfti 1 stig til að tryggja sig áfram. Leikurinn fór mjög rólega af stað og fátt markvert gerðist fyrstu 23 mínúturnar. Heimamenn fóru að sækja í sig veðrið og sýndu ágætis sóknartilburði en áttu engin dauðafæri fyrir utan skalla í stöng sem De Gea hefði þó líklega varið. United voru töluvert meira með boltann eða í kringum 60% en áttu aðeins eina marktilraun sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Nani sem byrjaði leikinn sást ekkert í hálfleiknum nema þegar hann tók innköst. Markalaust í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst með látum og Braga fengu víti eftir brot Jonny Evans, Alan skoraði örugglega úr spyrninni, 1-0 fyrir Braga. Skemmtilegt atvik átti sér stað þegar ljósin fóru af vellinum sökum rafmagnsleysis og tafðist leikurinn um 12 mínútur. Eftir hléið gerði Ferguson skiptingu, Rio Ferdinand kom inná fyrir Jonny Evans. Danny Welbeck fór svo af velli fyrir Robin van Persie, skiljanleg skipting þar sem Welbeck átti vægast sagt dapurt kvöld. Nani sem hélt ósýnileikanum áfram í seinni hálfleik var svo skipt út fyrir Rafael sem fór í bakvörðinn og Valencia fór upp á kantinn. Ólíkindatólið Robin van Persie jafnaði metin algjörlega uppúr þurru á 80. mínútu í autt markið eftir skógarferð hjá markverði Braga, 1-1. United fengu svo dæmt vafasamt víti sem Wayne Rooney skoraði úr, 1-2. Javier Hernandez skoraði svo eftir mikinn barning í teignum, 1-3. Stórfurðuleg staða svo ekki meira sé sagt af því það var ekkert í spilunum fyrr en van Persie jafnaði.
Þessi úrslit þýða að United vinnur riðilinn örugglega og geta farið ansi rólegir í síðustu 2 leiki riðilsins. Ekki veit ég hvern ég myndi velja mann leiksins, líklega aðilinn sem sér um að borga rafmagnsreikninginn á Estadio AXA.
ellioman says
Brilliant úrslit en frekar döpur frammistaða hjá United. Braga spilaði hrikalega vel og skynsamlega. Óheppnir að fá ekkert út úr leiknum.
RVP er að verða ein bestu kaup United í langan tíma. Drengurinn kominn með 11 mörk og má segja það að hann sé búinn að borga sig upp nú þegar þar sem við erum komnir í 16 liða úrslitin.
Var ánægður að sjá Rooney taka vítið í kvöld. Það sýnir karakter að láta ekki vítaklikkið gegn Arsenal trufla sig og heimta það að taka vítið sem sigrar leikinn (Á þeim tímapunkti).
Karl says
Hvaða fjandans bull er þetta með vafasamt víti? Er þessi síða orðin svo meðvirk með vælukjóunum í öðrum liðum að hún ætlar að taka upp sama bullið?
Það voru tveir dómarar sem hugsuðu sig vel um og dæmdu síðan víti sem þetta var og ekki orð um það meira.
ManUnited er þekkt fyrir að skora í lok leikja svo þetta kemur ekkert á óvart. Ferguson gefur öðrum mönnum tækifæri á að sýna sig og skiptir síðan inn ef þeir standa sig ekki sem var akkúrat það sem gerðist í þessum leik.
Fagmannlegur sigur þar sem ekki var gert meira en þurfti til að klára leikinn og riðilinn.
Mig langar að koma inn á „rangstöðu“ Hernandes í Chelsea leiknum.
Til þess að línuvörður geti dæmt rangstöðu verður hann ap sjá á milli sóknarmanns og varnarmanns. Þá er miðað við stöðu efri hluta líkamans (búksins) en ekki tærnar eða fótlegg. Í þessu tilviki er Hernandes á leið út úr markinu og varnarmenn eru að bakka. Allt þetta gerist á sekúndubroti og það eru engar marktækar myndir til af stöðu hans frá sjónarhorni línuvarðar akkúrat þegar sendingin er gefin.
Myndin sem oftast er sýnd þar sem lína er dregin á völlin er ómarktæk því hún miðar við stöðuna við tær varnarmann en ekki búk.
Sú krafa hefur verið uppi undanfarin ár að láta sóknarmann njóta vafans og á það vel við í þessu tilviki.
ellioman says
Anda inn og anda út :)
Er hinsvegar alveg sammála þér með að þetta þótti mér alveg klárt víti.
Stefan says
Það má alveg deila með þetta víti, fólk má bara tjá sig.
En auðvitað sættir maður sig alveg við þessa ákvörðunartöku, ég hallast að því að þetta hafi verið víti samt.
Enn einn lélegur leikurinn hjá okkur en RVP heldur áfram að vinna leiki fyrir okkur. Áttum ekki skot á markið fyrr en hann skoraði.
Mjög ánægður með innkomu Smalling, fannst vörnin okkar sterk um leið og Ferdinand og Rafael komu inná. Þá fannst mér þeir ekki geta ógnað okkur lengur.
Mér finnst bara Evans/Ferdinand skítavörn, enda hvorugir með þessa „stopper“ hæfileika sem Smalling,Jones og Vidic hafa.
siggi United maður says
Þessi úrslit gefa þvílíkt hárrétta mynd af gangi leiksins.
Hannes says
Djöfullinn er Höddi og Heimir hlutdrægir, ég er að gefast upp á að hlusta á þessa vitleysinga…
Ingvar Óli says
Skemmtileg skýrsla! En þetta víti sem braga fengu var með öllu rangt, maðurinn stóð fyrir utan kassan þegar evans wall-ar hann. Braga léku mjög vel, en áttu ekki séns í markið sjálfir.
Leikaraskapurinn þeirra var líka í hærri kanntinum og mjög leiðinlegt að sjá þá reyna þessar tilraunir.
RVP átti seinni hálfleikinn svo klárt er það, Fannst Evra og Rooney flottir allan leikinn. Evra sýndi mikinn karakter fyrri partinn og Rooney var sýnilegur allstaðar.
úlli says
Ekki annað hægt að vorkenna Braga eftir kvöldið og leikinn í síðustu viku :)
Annars sýna kauping á RVP bara hvað það gerir fyrir félag að kaupa leikmann sem er í heimsklassa. Ekki bara góður, heldur topp tíu í heiminum í sinni stöðu.
Var ég að ímynda mér að Rooney væri næstum dottinn í vítinu? Eða mishitti boltann eða eitthvað?
Jóhann Ingi says
Var að sjá vítið hjá Rooney endursýnt 100 sinnum í þætti hjá Gary Liniker og þar sést hvernig hann rennur á stöðufætinum og skítur einhvernvegin í ökklann á sér og inn. Guð má vita hvert þetta víti hefði farið ef ekki svona. Þeir vildu meina að þetta væri þess vegna ólöglegt þar að auki þar sem tvær snertingar eru víst ekki leyfinlegar í vítaspyrnum. Mér persónulega er slétt sama :D
Varðandi leikinn þá fannst mér við frekar máttlausir. Fínn taktur í Rooney en Nani og Welbeck fannst mér hörmung allan tímann. Með RVP inná vellinum erum við allt annað lið og erum alltaf líklegir. Finnst dálítið eins og hann geri alla einhvernvegin betri í kringum sig. Dálítið eins og Michael Jordan í körfunni í gamla daga :D
Fáum svo líklega Carrick Scholes miðju um helgina og Young Persie Rafael, Ferdinand og í guðanna bænum Valencia á vænginn takk fyrir !
Áfram Man U
Björn Friðgeir says
Smá leiðrétting varðandi rangstöðu. Til að vera rangstæður er nóg að einhver hluti likamans sem löglegt er að skora með sé nær marklínu en næstsíðasti varnarmaður (þmt markmaður). Þannig hvort sem það er haus, búkur, eða tá sem skagar innfyrir varnarlínuna þá er það rangstaða.
Missti annars af leiknum, frábær úrslit!
Guðmundur Már says
Flottur sigur í leiðindar leik. RVP en og aftur að sanna að han er þessverður að hafa verið keyptur á 24 kúlur.
Þetta var alltaf víti fannst mér eftir að hafa horft á CL highlights á Sky þar sem var farið betur í endursýningu.
Annars var þetta Evans dæmi aldrei víti!! Hvað á maðurinn að gera… láta sig hverfa? Ef það er nóg að hlaupa á menn til að fá víti afhverju gera það ekki fleirri? Svo var það líka ekki inní teig.
Vítið var auðvita ALGJÖR hepni! Tók Terry slide á þetta en stóð það af sér og skoraði með vinstri þrátt fyrir að skjóta með hægri. SKV reglum þá hefði átt að taka þetta víti aftur!
úlli says
En er Rooney sem sagt vítaskytta númer eitt? Hann klúðraði um helgina og var bara heppinn í kvöld. Mér finnst eins og hann sé bara 50/50 í vítum og það sé einhvern veginn ekki að breytast.
McNissi says
Ég er gífurlega ánægður með Smalling í þessum leik, hann er geisilega grimmur og fórnar sér í allt og stór og sterkur skallamaður. Veit einhver hvað var samt með Evans? Meiddist hann eða var þetta taktík skipting?
Giggs fannst mér latur, hljóp varla meira en 5 metra í einu, hann á klárlega ekki heima í þessari stöðu. Átti samt flotta sendingu sem leiddi til vítaspyrnunnar.
Ég er búinn að vera ánægður með Anderson undanfarið en hann var ekki að heilla mig í þessum leik, kannski ekki honum að kenna samt.
Nani skiptingin sannar að hann er að fara… það held ég að sé staðfest núna, þó það sé leiðinlegt að missa þennan tekníska, óútreiknanlega leikmann þá kemur bara nýr maður inn. Maður sér bara að t.d. Valencia er MIKIÐ effektívari leikmaður og spilar fyrir liðið. Þvílíkur sprengikraftur sem sá maður hefur…. það hefur verið að tala reglulega um að Usain Bolt komi til United en Valencia myndi taka hann á sprettinum upp kantinn !!!
F.E.V says
hvernig væri að fara lána Danny Welbeck í eitthvað flott lið
mér fynnst hann þurfa fara og spila sem ST í góðu liði reglulega, meina hann bætir sig ekkert þarna á kantinum og svo bara 15 stundum frammi !
ellioman says
Engin spurning að heilt tímabil sem aðalframherji myndi hjálpa honum mikið en ég sé ekki Ferguson lána hann út þar sem drengurinn er þriðji eða fjórði í röðinni. Ef Rooney eða Van Persie lenda í meiðslum (knock-on-wood að það gerist ekki) þá myndum við sakna hans gífurlega.